Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 128
SKAGFIRÐINGABÓK
128
Áletrunin framan á skírnarsánum er á fleti sem umlukinn er barokkskrauti. Þar stendur:
„Þennan skírnarsá hefur úthöggvið Guðmundur Guðmundsson eftir forlagi og fyrirsögn
virð(ulegs) H(erra) Gísla Thorlákssonar biskups á Hólum 1674.“ Báðum megin við letur-
flötinn endar skrautið í andlitsmyndum.
Ljósm.: SPÍ 2009
sjá þegar er þær eru nær barnburðinum að
þar sé vatn í hjá. En ef barn er með litlum
mætti fætt og nær eigi presti, þá skal skíra
hverr sem hjá verður staddur, jafnvel faðir
eða móðir ef eigi eru aðrir menn til, og
dýfa barninu í vatnið þrysvar og mæla
þessi orð meðan: „Jón eða Guðrún. Eg
skíri þig í nafni föður og sonar og heilags
anda.“ Og skal við þessi orð ekki auka og
ekki af taka og eigi skíra nema í vatni.
Þó er rétt þó að um sinn [einu sinni] sé í
drepið eða hellt vatni á eða ausið, ef eigi
er ráðrúm að öðru. Raki gerir önga skírn.
(Járnsíða og Kristinréttur Árna Þorlákssonar
2005, 145)
Ákvæði Kristinréttar hins nýja eru heldur
einfölduð frá eldra rétti. Við siðaskiptin,
1541–1550, tók við Kirkjuskipan Krist-
jáns konungs þriðja. Þar segir um skírn:
Börnin skulu jafnan skírast í móðurmáli
í þeim sama fonti sem venjulegur er.
Þau skulu nakin ausast vatni þrim
sinnum yfir bert hörund. Þó skal með
skynsemd gaumgæfa hvernin að háttað sé
þeirra styrkleik, hvert þau mega þola að
klæðflettast eður eigi, því vér leitum að
heilsu og velferð barnanna með skírninni
en ekki að þeirra fordjörfun. (DI X, 193)
Í skipunum [statútum] erkibiskupa eru
eftirfarandi ákvæði um skírnarfonta:
Skipan Jörundar erkibiskups, 1290:
Kale‹i›k og sacrarium [skál eða ker undir
þvottavatn o.fl.], munnlaug [mundlaug
/ handlaug], skírnarsá og messuklæði og