Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 129

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 129
SKÍRNARFONTURINN Í HÓLADÓMKIRKJU 129 corporale [korpóralsdúk, til að breiða yfir patínu (og kaleik)] skulu þeir [prestar] ‹h›rein láta vera. (DI II, 276) Skipan Eilífs erkibiskups og Jóns Hall- dórssonar Skálholtsbiskups, um 1323: Prestar skulu halda og hafa fonta sína hreina, þétta og vel lokaða. (DI II, 518) Á miðöldum voru ákveðnar kirkjur sem höfðu viðurkennda skírnarfonta. Á laugardag fyrir páska var skírnarvatnið vígt til ársins og geymt í fontinum allt árið, og til þess að það frysi ekki eða fúlnaði var það saltað rækilega (Guðbrandur Jónsson 1919–1929, 351). Vígt vatn var frábrugðið öðru vatni. Það hafði verið helgað með vígðri olíu (skírnarolíu) og við það fylltist vatnið krafti heilags anda; þurfti að fara með það í samræmi við það. Þegar skipt var um vatn var því hleypt um gat í skálarbotninum ofan í vígða mold undir kirkjugólfinu. Svokallaðar fonthúfur, eða lok, komu í veg fyrir að óhreinindi bærust í vatnið. Til eru í Noregi og Svíþjóð fonthúfur frá 12 öld og síðar.4 Skírnarsárinn á Hólum SKÍRNARFONTURINN eða skírnarsárinn5 í Hóladómkirkju er einhver mesta prýði kirkjunnar og skipar sérstakan sess vegna sögu sinnar. Hann hefur jafnan verið talinn verk Guðmundar Guðmundssonar í Bjarnastaðahlíð, frá 1674. Í bæklingi Kristjáns Eldjárns: Um Hólakirkju (1963, 28–30) segir: Á gólfinu fram undan krossinum er skírnarsár, og er þetta hinn gamli staður hans, þótt hann hafi síðan 1886 staðið á kórgólfi framan við gráður. Fóturinn er nýlegur (frá 1886), en sárinn gamall, höggvinn í einu lagi úr gráu klébergi (fitusteini). Steinn sá finnst ekki í náttúrunnar ríki hér á landi, en er algengur á Grænlandi og í Noregi. Er því oft talið, að efnið í þennan sá hafi borizt hingað með með ís frá Grænlandi, enda sögn um, að það hafi fundizt við rætur Tindastóls, en ekki er óhugsandi, að Guðmundur Guðmundsson, skurðlistarmaður og bóndi í Bjarnastaðahlíð, sá sem gerði sáinn, hafi pantað efnið erlendis frá. Sárinn er í barokk-stíl, eins og önnur verk Guðmundar. Ofan á sábörmunum stendur með upphleyptu gotnesku letri: Leifid Børnunum til Mijn Ad Koma Og Bannid þeim þad eige þui ad þuilijkra er Guds Rijke Matt 19. Að utan er á sánum mikið rósaverk og myndir af umskurninni og skírninni og enn fremur biblíuleg táknmynd með svofelldri áletrun. LABIUM ÆNEUM TYPUS BAPTISMI EXOD. XXX. 4 Í Kristni á Íslandi 1 (2000, 321) er mynd af sænskum skírnarsá úr tré með útskorinni fonthúfu, frá 12. öld. 5 Sár er sjaldséð karlkynsorð, sem merkir kerald eða skírnarker, oftast úr tré. Orðið beygist eins og skjár: sár(inn), um sá(inn), frá sá(num), til sás(ins); sáir(nir), um sái(na), frá sáu(nu)m, til sáa(nna). Einnig má benda á þjóðsöguna: „Hvað þýðir sár?“ (Björn R. Stefánsson 1926, 7–28). Orðið fontur er komið úr latínu, af fons = brunnur. Skírnarfontur var að fornu stundum kallaður skírnarketill (úr eiri eða pjátri), skírnarsteinn (úr steini) og stöku sinnum skírnarmundlaug (mundlaug = handlaug, skál).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.