Skagfirðingabók - 01.01.2015, Side 136
SKAGFIRÐINGABÓK
136
Á fontinum er mjög vandað upphleypt
skrautverk í tærum barokkstíl, svokallað
brjóskbarokk, sem myndar umgerð um
fjóra aðgreinda fleti, einn á hvern veg, og
er einn með áletrun, en þrír með helgi-
myndum.13 Þær eru: mynd af vatnsker-
inu, mynd af umskurn Jesú og mynd af
skírn Jesú Krists. Val Gísla Þorlákssonar
á þessum þremur myndum gefur til
kynna að hann hafi viljað varpa ljósi á
hvernig hin kristna skírn er til komin,
en myndirnar lýsa þremur áföngum í
tilkomu hennar. Mona Solhaug segir um
myndirnar: „Guðmundur steinhöggvari
hefur trúlega haft frjálsar hendur um
túlkun myndefnisins, en innihaldið var
ákveðið. Af áletruninni má ráða að hann
hafi orðið að fara í öllu eftir því sem
Gísli biskup Þorláksson hafði ákveðið
um myndefni og texta. Myndefni og
biblíutilvitnanir bera greinilega uppi
nákvæmlega úthugsaða guðfræðilega
hugmynd.“ (Solhaug 2008, 220).
Vatnskerið: „Latneska áletrunin [á
fontinum] vísar til þess að drottinn
hafi . . . skipað Móse að gera eirker
undir vatn sem frelsaði frá dauða. Það
er næsta sennilegt að [Gísli] biskup hafi
litið á þetta sem fyrirmynd eða forspá í
Gamla testamentinu um kristna skírn og
skírnarfonta. Því hefur hann óskað eftir
þessari [mynd og] áletrun.“ (Solhaug
2008, 222–223). Á skírnarsánum á
Hólum er mynd af vatnskerinu með
eftirfarandi áletrun:
LABIUM ÆNEUM TYPUS BAPTISMI
EXOD XXX.
Þessa latnesku áletrun þýddi dr. Jakob
Benediktsson svo:
Eirker, tákn skírnarinnar. 2. Mós 30.
Jón Steingrímsson (1973, 32) segir frá
fontinum í ævisögu sinni og þýðir latn-
esku áletrunina svo:
Koparhafið, fyrirmynd skírnarinnar.14
Þarna er vísað til 2. Mósebókar 30.17–
21, sem hljóðar svo í Þorláksbiblíu 1644: Mynd af eirkerinu í Guðbrandsbiblíu; úr
annarri Mósebók, bl. XL.
13 Kristján Eldjárn (1961, 147).
14 Eirkerið er í Biblíunni stundum kallað hafið eða eirhafið, sbr. 1. Kon 7.23–26 og 1. Kron 18.8. Merkilegt er að
á fontinum stendur: Labium, sem merkir vör, en ætti að vera Labrum = ker eða fat (ábending E.S.)