Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 137
SKÍRNARFONTURINN Í HÓLADÓMKIRKJU
137
Og Drottinn talaði við Mósen. „Þú
skalt og gjöra eitt vatnsker af kopar, með
einum koparfæti, til að þvo sig úr. Og það
skaltu setja millum samkundubúðarinnar
og altarisins, og láta vatn þar útí. Svo
að Aron og hans synir megi þvo sínar
hendur og fætur þar af, þá þeir ganga inn í
samkundubúðina, eða til altaris, að þjóna
með reykelsi, sem er eldur fyrir Drottni,
svo að þeir deyi ekki. Það skal vera ein eilíf
skikkun, honum og hans sæði [niðjum
hans], hjá þeirra eftirkomendum.“
Í Guðbrandsbiblíu er mynd af eirker-
inu, og er augljóst að Guðmundur
Guðmundsson hefur haft þá mynd til
hliðsjónar þegar hann skreytti fontinn
(sjá myndir). Skírnarfonturinn stóð
innan við dyr kirkjunnar líkt og eirkerið
(eirhafið) stóð við innganginn að sam-
kundubúðinni.
Umskurn Jesú: Í Biblíunni segir frá
umskurn Jesú, átta dögum eftir að
hann fæddist. „Það er uppfylling
Móselaga og spámannanna og ein af
fyrirmyndum Gamla testamentisins að
kristinni barnsskírn. Heilagur Ágústínus
kirkjufaðir [d. 430] er einn þeirra sem
leggur áherslu á þetta í mörgum ritum
sínum, og [Gísli] Hólabiskup hefur með
vissu þekkt útlagningu helstu hugsuða
kirkjunnar. Umskurnin er yfirleitt aldrei
sýnd á skírnarfontum, hvorki frá mið-
öldum né síðar. Hólafonturinn er ein
af örfáum undantekningum.“ (Solhaug
2008, 223). Í Lúkasarguðspjalli segir:
Myndin af eirkerinu á skírnarsánum.
Ljósm.: SPÍ 2009