Skagfirðingabók - 01.01.2015, Qupperneq 138
SKAGFIRÐINGABÓK
138
Þegar átta dagar voru liðnir, skyldi
umskera hann, og var hann látinn heita
Jesús, eins og engillinn nefndi hann, áður
en hann var getinn í móðurlífi. (Lúk
2.21).
Í lögbók gyðinga (3. Mós 12.3) segir:
„Og á áttunda degi skal umskera hold
yfirhúðar hans.“ Karlmenn sem ekki
voru umskornir voru útilokaðir úr
söfnuði gyðinga, sbr. 1. Mós 17.14. Í
frumkristni komu upp miklar deilur um
þennan sið, m.a. fjallaði Páll postuli um
hann í Galatabréfi sínu og gagnrýndi að
svo mikil áhersla skuli lögð á líkamlegt
tákn sem þetta, aðalatriðið sé að
innganga í söfnuðinn sé hugarfarsleg.
Fleiri rit Nýja testamentisins minnast á
umskurnina, og er almennt talið að hún
birtist þar í neikvæðu ljósi. Umskurn er
ekki hluti af boðskap Jesú, eins og hann
birtist í Nýja testamentinu. Niðurstaðan
varð sú að í flestum kristnum söfnuðum
var umskurn annaðhvort hafnað eða
tekin hlutlaus afstaða til hennar. Á það
við kaþólskar og lúterskar kirkjudeild-
ir, og ensku biskupakirkjuna.15 Allar
kirkjur halda hins vegar upp á umskurn
Krists eða minnast umskurnar hans 1.
janúar eða átta dögum eftir jól, þar sem
guðspjallið er Lúk 2.21, umskurn Jesú.
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan heldur
upp á umskurnina 14. janúar. Meðal
múslíma er umskurn nánast regla. Meðal
gyðinga hefur umskurnin svipaða stöðu
og skírnin hjá okkur, þ.e. að með henni
er barnið tekið inn í söfnuðinn, og því
gefið nafn. – Einar Sigurbjörnsson pró-
fessor segir í tölvupósti til mín:
[Á myndinni] á Hólum er Jesús lagður á
ferkantað borð sem virðist vera altari og
15 Flestar kirkjur hafna umskurn, þ.e. að umskera sveinbörn, nema koptíska kirkjan á Egyptalandi og í Eþíópíu þar
sem sveinbörn eru umskorin.
Dietrich Veit: Barnapredikanir, Hólum 1603, bls. 128 og 152. Á myndinni t.v. koma þau
María og Jósep í musterið í Jerúsalem til að færa Drottni son sinn. Þar var Símon gamli sem
tók hann í fangið og spáði fyrir honum. Þau standa við ferhyrnt altari. – Myndin t.h. sýnir
umskurnina. Viss líkindi eru við myndina á skírnarfontinum: María er t.v., æðsti presturinn
fyrir miðju með mítur og heldur á hníf, prestur heldur á Jesú; maðurinn lengst t.h. gæti verið
Jósep; hann heldur á logandi kerti, en skírnarkerti táknar trúna.