Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 140
SKAGFIRÐINGABÓK
140
Skírn Jesú – Jóhannesarskírn: „Skírn
Jesú er . . . sérlega algengt myndefni á
skírnarkerum, enda var hún fyrirmynd
skírnarinnar í kristninni. [Gísli biskup
hefur valið] fyrirmynd sem sýnir skírnina
í ánni Jórdan eins og hefð var fyrir að
gera.“ (Solhaug 2008, 223). Munurinn
á kristinni skírn og skírn Jóhannesar er
sá, að fyrir kristna skírn öðlast menn
Heilagan anda að gjöf, en Heilagur
andi var fyrirheit í prédikun Jóhannesar
(Mark 1.8).
Skírn Jesú í ánni Jórdan er oft talin
einn af fimm höfuðatburðum í ævi hans,
hinir eru ummyndunin, krossfestingin,
upprisan og himnaförin. Skírnin markar
upphaf hinnar opinberu þjónustu (eða
trúboðs) Jesú Krists. Jesús er stundum
talinn lærisveinn eða arftaki Jóhannesar
skírara. Jóhannes hafði spáð fyrir um
komu Messíasar, sem væri honum meiri,
og var Jesús Kristur sá sem Jóhannes hafði
gefið fyrirheit um. Í Lúkasarguðspjalli
segir:
Er allt fólkið lét skírast var Jesús einnig
skírður. Þá bar svo við, er hann gerði bæn
sína, að himinninn opnaðist og heilagur
Mynd af skírn Jesú á titilblaði Guðbrandsbiblíu, 1584 (ofar) og Þorláksbiblíu, 1644 (neðar).
Augljóst er að titilblað Þorláksbiblíu hefur verið aðal fyrirmynd við gerð skírnarfontsins.
Jóhannes skírari stígur öðrum fæti út í ána Jórdan og eys skírnarvatninu yfir höfuð Jesú.
Heilagur andi birtist í dúfulíki fyrir ofan. Guðmundur bíldskeri hefur nýtt sér engilinn til
hægri, með pálmagreinina, svo og greinina sem engillinn vinstra megin heldur á.