Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 141
SKÍRNARFONTURINN Í HÓLADÓMKIRKJU
141
andi steig niður yfir hann í líkamlegri
mynd, eins og dúfa, og rödd kom af
himni: „Þú ert minn elskaði sonur, á þér
hef ég velþóknun.“ (Lúk 3.21–22)
Myndefnið, skírn Jesú Krists, var mjög
algengt í kirkjulegri list. Má t.d. finna
það í bókum sem prentaðar voru á
Hólum á fyrstu öld prentlistar þar.
Myndin á skírnarsánum líkist mest
mynd efst á titilblaði Þorláksbiblíu,
sjá meðfylgjandi myndir. Guðmundur
hefur einfaldað myndina nokkuð, nýtt
sér engilinn hægra megin, sem heldur
á pálmagrein, sem og greinina sem
engillinn vinstra megin heldur á. Á
titilblaði Guðbrandsbiblíu er hliðstæð
mynd sem er frábrugðin um margt; það
eina sem hún hefur fram yfir myndina í
Þorláksbiblíu er að þar horfir Jesús fram
og út frá honum geislar helgiljómi. Vel
má vera að báðar myndirnar hafi verið
hafðar til hliðsjónar.
Hin kristna skírn: Áletrunin ofan á
barmi fontsins á Hólum vísar til hinnar
kristnu skírnar, með því að vitna til orða
frelsarans: „Leyfið börnunum til mín að
koma og bannið þeim það eigi því að
þvílíkra er Guðs ríki. Matt 19.“ Þetta
eru viðeigandi orð á fontinum, þar eð
aðgangur að kristnu samfélagi fæst með
skírninni. (Solhaug 2008, 222).
Myndirnar á skírnarsánum sýna þrjú
stig í þróun skírnarinnar: 1) Eirkerið
táknar þvott eða hreinsun áður en gengið
er í helgidóminn. 2) Með umskurninni
var Jesús helgaður Guði skv. lögmáli
gyðinga. 3) Skírn Jóhannesar var iðrunar-
skírn, en iðrun felur í sér viljann til að
Jóhannes skírir Jesúm í ánni Jórdan, heilagur andi í dúfulíki birtist á himni, engill með
pálmagrein til hægri.
Ljósm.: SPÍ 2009