Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 142
SKAGFIRÐINGABÓK
142
breyta rétt, að fylgja boðorðum Guðs. 4)
Við skírnarsáinn fer svo fram hin heilaga
kristna skírnarathöfn.16
Fóturinn undir
skírnarfontinum
Núverandi fótur undir skírnarsánum er
frá því að gert var við kirkjuna um 1886.
Fóturinn er sívalur, af dökkum steini með
ljósari blettum, og upphækkaðri gjörð
efst og tveimur stærri gjörðum neðst.
Fóturinn stendur á stétt úr ferkantaðri
rauðsteinshellu, sem rís 4,5 cm upp úr
gólfinu. Fóturinn er 65 cm hár og skálin
sjálf 30 cm með 5 cm kúpu að neðan
(samtals 35 cm), sem þýðir að barmur
fontsins er 104,5 cm ofan við gólfflöt.
Fonturinn er nú mun hærri en áður
tíðkaðist. Mona Bramer Solhaug (2008,
227) segir að „meðalhæð rómanskra
steinfonta í Noregi, skál, fótur og stétt,
16 Táknmyndirnar um skírnina eru sóttar í fornar guðfræðiskýringar. Gamla testamentið var lesið fyrst og
fremst til að finna fyrirmyndir að kristnum kenningum. Í skírnarbæn sinni, sem er að finna í skírnarritúali
Grallarans og í lútherskum handbókum allt fram á 18. öld, notar Lúther efirfarandi frásögur sem fyrirmyndir
að skírninni: Nóaflóðið, förina yfir Rauðahafið og skírn Jesú í ánni Jórdan. Bænin [birtist] í Grallaranum
[Hólum 1594, og er prentuð hér í Viðauka]. Athyglisvert er að Guðmundur (eða Gísli biskup) notar
vatnskerið og umskurn Jesú, en ekki Nóaflóðið eða förina yfir Rauða hafið eins og Lúther gerir. . . . Gísli velur
þarna sjálfstætt myndefni út frá guðfræðilegum forsendum. (Einar Sigurbjörnsson).
Horft ofan í
skírnarsáinn. Í botni
hans sést gat sem steypt
hefur verið í. Áletrun
á barmi: „Leyfið
börnunum til mín að
koma og bannið þeim
það eigi því að þvílíkra
er Guðs ríki. Matt 19.“
Rákirnar ofan og neðan
við letrið eru líklega
upprunalegar.
Ljósm.: SPÍ 2011