Skagfirðingabók - 01.01.2015, Side 143
SKÍRNARFONTURINN Í HÓLADÓMKIRKJU
143
sé um 80 cm.“ Sé miðað við það, er
skírnarsárinn á Hólum nú um 25 cm
hærri en hann var í upphafi.
Þegar núverandi steinkirkja á
Hólum var byggð, 1757–1763, var
eitt af síðustu verkum kirkjusmiðsins
að koma skírnarfontinum fyrir á
nýjum stað, þ.e. í skírnarstúkunni að
norðanverðu í framkirkjunni, beint á
móti Frúardyrum (í Halldórukirkju
var hann frammi við dyr). Í úttektum
er tekið fram að Sabinsky kirkjusmiður
hafi gert nýjan fót undir skírnarfontinn;
úthöggvinn af rauðum steini (eða
steinum), fjórkantaðan með brúnum
og áletrun: Soli Deo Gloria, 1762. (Þ.e.
Guði einum til dýrðar, 1762). Engin
mynd virðist til af fætinum, og ekki er
vitað með vissu hversu hár hann var.
Þorsteinn Gunnarsson (1993, 46) segir
að fóturinn hafi verið 20 cm lægri en
sá yngri.
Síra Jón Steingrímsson lýsir fontinum
lauslega í ævisögu sinni, og nefnir hann
sem dæmi um handaverk forföður
síns, Guðmundar Guðmundssonar
í Bjarnastaðahlíð. Síra Jón segir um
fontinn (1973, 32): „Hann er úr
hörðum steini, vel svo í mitt lær á
meðalmanni, í kaleiksmynd.“ Þetta
þýðir að fonturinn hefur verið um 75 cm
hár, eða um 30 cm lægri en nú. Sjálfur
fóturinn hefur því verið um 40 cm hár
(með stétt). Jón var í Hólaskóla um
1750, var síðan á Reynistað, en fluttist
suður á land árið 1755. Hann er því
líklega að lýsa fontinum eins og hann
var í Halldórukirkju, en ekki eftir að
Sabinsky gerði nýja fótinn undir hann,
1762. Að fonturinn var í kaleiksmynd,
gefur vísbendingu um að fóturinn hafi
breikkað niður. Ef þetta var fótur úr
kaþólskri tíð, hefur verið renna út úr
honum eða niður í gegnum hann til
þess að hleypa burt skírnarvatni (niður í
sacrarium eða holrými í gólfinu). Í miðri
Tunnufonturinn í Granvin kirkju á
Hörðalandi stendur næst Hólafontinum
um efni, stærð og gerð. Eitthvað þessu líkur
gæti Hólafonturinn hafa verið áður en
skrautið var höggvið í hann. Upphaflegi
fóturinn gæti einnig hafa verið svipaður
þessum, en á Hólafontinum er þó ekki þessi
sívali leggur niður úr skálinni. Allir norsku
tunnufontarnir eru með legg af einhverju
tagi og er spurning hvort hann var einnig á
Hólafontinum, en höggvinn af þegar nýr fótur
var gerður 1762 eða 1886.
Mynd: Norges kirker, á netinu