Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 144
SKAGFIRÐINGABÓK
144
skál skírnarsásins mótar fyrir gati sem
steypt er í. Áður hefur þar verið tappi.
Þegar gert var við kirkjuna um
1886, var innréttingu hennar breytt.
Fonturinn var þá færður inn í miðjan
kór og settur beint framan við gráðurnar.
Árið 1950 var fonturinn aftur færður á
sinn fyrri stað, þar sem hann er nú, um
leið og innrétting kirkjunnar var færð í
upprunalegt horf.
Lokaorð
Skírnarfonturinn í Hóladómkirkju er
langelsti kirkjugripurinn á staðnum,
líklega frá árabilinu 1200–1250, þó
að skrautið á honum sé frá 1674.
Hugsanlegt er að Guðmundur góði
(d. 1237) hafi skírt börn í honum, en
það er þó ekki öruggt. Víst má telja að
eftirmenn hans á stóli hafi gert það,
svo sem Heinrekur Kársson (d. 1260),
Brandur Jónsson (d. 1264), Jörundur
Þorsteinsson (d. 1313), Auðun rauði
(d. 1322), Lárentíus Kálfsson (d. 1331),
Jón skalli Eiríksson (d. 1390), Ólafur
Rögnvaldsson (d. 1495), Gottskálk
grimmi (d. 1520), Jón Arason (d. 1550),
Guðbrandur Þorláksson (d. 1627) og
Þorlákur Skúlason (d. 1656), auk síðari
biskupa. Skírnarsárinn er því tengiliður
allt aftur til þjóðveldisaldar í Skagafirði.
Teikning Sabinskys kirkjusmiðs af Halldórukirkju, gerð árið 1758 áður en hún var
rifin(flestir skýringartextar teknir út). Forkirkjan t.v., þá framkirkjan og loks kórinn t.h.
Skírnarsárinn sést frammi við dyr, á vinstri hönd þegar gengið er úr forkirkju inn í framkirkju
(tvöfaldur hringur). Þar stendur: Taupf stein = skírnarsteinn. Þetta var hinn eðlilegi staður
fyrir skírnarfont að fornu, því að það var táknrænt að skíra barnið um leið og það kom inn í
helgidóminn.
Eigandi frummyndar: Þjóðskjalasafn Íslands