Skagfirðingabók - 01.01.2015, Side 149
149
EIRÍKUR EINARSSON LÝTINGSSTÖÐUM
FRÁ BÆNDANÁMSKEIÐINU
Á HÓLUM 1925
ÞAÐ VAR búið að ákveða hvar Lýtingar
skyldu sofa er til Hóla kom. Guðmundur
[Sveinsson] í Bjarnastaðahlíð og Villi
[Vilhelm Jóhannsson] í Litladal voru
settir á „Veðramót“. [Herbergin í skóla-
húsinu báru öll tiltekin nöfn; sjá teikn-
ingu.] Þar var þeim holað niður í góðu
skjóli fyrir hvirfilbyljum í ofurlitlu rúmi
sem var svo lítið, að sagt var að þeir hefðu
legið „hvor undir báðum“ eða „báðir
undir hverjum“. Ingvari [Jónssyni] á Hóli
og Óla [Ólafi Sveinssyni Gunnarssonar]
á Mælifellsá var hleypt á „Gránubúð“,
því þar hafa ævinlega verið kvennamenn
miklir eins og þessi gamla vísa – sem
alltaf er ný – sýnir:
Þótt hún Grána þyki góð,
þessu máttu trúa,
komdu þar aldrei, kæra fljóð,
því kvennamenn þar búa.
Og hefir því þótt sjálfsagt að hleypa ekki
fram af Gránu í þetta sinn. Frúin þekkti
Guðjón [Jónsson] í Tunguhálsi frá fornu
fari og setti hann óðara á „Nautabú“.
Meðfylgjandi þáttur birtist í Baldri, handskrifuðu blaði ungmennafélagsins Bjarma í Goðdalasókn. Er
blaðið dagsett 9. apríl 1925 á Bústöðum, varðveitt í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga með safnnúmerið
HSk. 123 fol. Margt bendir til að Eiríkur Einarsson (1898–1952) á Lýtingsstöðum sé höfundurinn,
en hann sat námskeiðið; hann lauk námi frá Hólaskóla vorið 1921. Eiríkur bjó á Sveinsstöðum,
Breiðargerði og Lýtingsstöðum áður en hann fluttist til Akureyrar. Kona hans var Rut Ófeigsdóttir
(1900–1981). Um þau hjón má lesa nánar í Skagfirskum æviskrám 1910–1950 III, bls. 54–57. Um
samdrátt þeirra hjóna orti Tryggvi Kvaran prestur landskunna vísu: Stóran mann ég stika sá/ stundar
gleði að njóta./ Löngum hefur lífsins þrá/ langt á milli fóta.
Textinn er hér birtur orðréttur en innan hornklofa eru skýringar og viðbótarefni. Höfundur
hefur verið málhreinsunarmaður, sem sést m.a. af því að orð eins og herbergi og kór hefur hann
innan gæsalappa. Hugsanlega notar hann gæsalappirnar þó í gamanskyni, til að vefengja gæði kórs og
herbergja!
Bændaskólinn á Hólum beitti sér fyrir allmörgum námskeiðum fyrir bændur, ýmist fyrir bændur
í einstökum hreppum ellegar þá sýslunni í heild. Eins og sést af frásögninni var töluvert í lagt og þeir
sem þau sóttu öfluðu sér nokkurrar þekkingar auk þess sem menn virðast hafa skemmt sér prýðilega.
Nokkrar af þeim vísum sem ortar voru á námskeiðinu urðu landfleygar.
SS