Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 152
SKAGFIRÐINGABÓK
152
hesta fyrir slysum og dauða þannig
lagað, að stofnaðir yrðu tryggingarsjóðir
helst í hverjum hreppi og í hann væri svo
borgað árlega viss prósenttala af virðing-
arverði þess grips sem tryggður væri.
Þá talaði Ó[lafur] Jónsson fram-
kvæmdastjóri um Ræktunarfélag Norð-
urlands. Um það urðu svo umræður og
útskýringar.
2. mars kl. 7½ byrjaði Vigfús [Helga-
son] kennari að tala um köfnunarefnið,
þótti öllum það vísindalegt mjög og
fylgdust með eftir getu. Næst talaði
S[igurður] ráðunautur um gagnsemi kúa
og þá kvað síra Tryggvi:
Sú er lífsins þrauta þraut,
það má lýður játa,
að heyra ræða naut um naut.
Næst er mér að gráta.
Annars datt engum öðrum í hug að gráta,
því erindið var fróðlegt og hvetjandi en
sumum þótti hann halla um of á sauðféð.
Næst talaði P.Z. [Páll Zóphoniasson]
um „nautgriparæktarfélög“, taldi þau
nokkuð kostnaðarsöm, en ómissandi og
margborga sig. Brýndi fyrir bændum að
útvega sér naut af góðu mjólkurkyni –
og umfram allt að eyðileggja það ekki
fyrr en dætur þess væru reyndar. Sagði
sögu af ágætu graðneyti sem eitt sinn
var í Hörgárdalnum en var orðið að
mannaketi og skít þegar dætur þess fimm
báru vitni um þess ágætu eiginleika.
Benti á góða kúastofna hér á landi, t.d.
Blikastaðakýrnar og fleiri.
Þá talaði Metúsalem [Stefánsson ráðu-
nautur] um „áburð og haughús“ – og
Jónas [Kristjánsson] læknir um mjólk,
taldi henni margt til ágætis, og meðal
annars mjólkursykurinn nauðsynlegan
handa börnum, því hann örvaði
hægðirnar – og það væri lífsspursmál
að börnin losuðust sem oftast við saur.
Þótti Gísla [Magnússyni] í Holti hann
taka heldur fullan gúlinn svo hann kvað:
Ólafur Jónsson
Stóragerði.
Eig. myndar: HSk. Vis. 6504
Jónas Kristjánsson
læknir Sauðárkróki.
Eig. myndar: HSk. Cab. 149
Vigfús Helgason
kennari Hólum.
Einkaeign