Skagfirðingabók - 01.01.2015, Blaðsíða 166
SKAGFIRÐINGABÓK
166
með skála og skemmu. Þá var það eitt sinn
í rökkrinu að ég kom upp í baðstofuna
þar sem fólkið lá sofandi undir sængum í
rúmum sínum í rökkrinu Ég gekk að rúmi
Ingibjargar og það tók engum togum að
ég skellti mér upp í rúmið undir sængina
hjá henni. En rétt á eftir kom Sigríður,
móðir Jóns, upp stigann, sér mig í rúminu
og þrífur af öllu afli í axlirnar á mér og
dregur mig fram á gólf svo eigi mátti ég
vera lengi í paradís. Sigríður var mjög
ströng kona svo ég þorði aldrei framar að
fara í rúm til Ingibjargar.
Þegar ég var á Reynistað skrifaði ég
eitt sinn í minnisbók Ingibjargar frá
Torfmýri. Mun ég þar hafa orðið of
berorður um hugsanir mínar til hennar,
það líkaði henni ekki og reif því blaðið
úr bókinni og brenndi það. Þá var þar
gamall maður, Einar frá Reykjarhóli. Um
þetta kvað hann:
Það var skaði að skriftinni.
Þú skilur hvað ég meina.
Hún reif blað úr bókinni
og brenndi það í snarræði.
Nemendur og kennarar Unglingaskólans í Vík seint á útmánuðum 1909 ásamt ráðskonunni
Sigríði Jónsdóttur, systur Árna. Fremsta röð, talið frá vinstri: Sigurður Þorkelsson Barkar-
stöðum í Svartárdal, Ingibjörg Sigurðardóttir Geirmundarstöðum, síðar kona Árna, Steinunn
Guðmundsdóttir Bræðraá, Ingibjörg Sveinsdóttir Hóli í Sæmundarhlíð, Sigríður Jónsdóttir
Hafsteinsstöðum, Ólafur Jóhannsson Kjartansstöðum, Gísli Ólafsson skáld frá Eiríksstöðum
í Svartárdal. Miðröð f.v.: Magnús Sigmundsson Vindheimum, Jóhannes Jóhannesson
Glæsibæ, Árni Rögnvaldsson Jaðri, Árni Hafstað Vík, Jón Sigurðsson Reynistað, Eggert Briem
Álfgeirsvöllum, Pétur Hannesson Skíðastöðum. Efsta röð f.v.: Bjarni Þorleifsson Sólheimum,
Haraldur Jónasson Völlum, Sveinn Sveinsson Felli, Klemenz Guðmundsson Bólstaðarhlíð,
Klemenz Þórðarson Fjalli í Sæmundarhlíð. Eig. myndar: HSk. Hcab 1372