Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 169
SUMARFERÐ TIL SKAGAFJARÐAR 1947
169
hinu opinbera í Helsingjaborg en gegndi
þá herskyldu. Þau giftust 1942 og settust
þar að. Ég fæddist sama ár, en Gunnar
bróðir fæddist 1944. Ekki var hægt hafa
samband við fjölskylduna heima á Íslandi
á stríðsárunum en 1947 gat mamma loks
farið heim.
Farið til Íslands
HÚN FÓR ásamt Gunnari og mér á þriðja
farrými með D/S Dronning Alexandrine
frá Kaupmannahöfn 15. maí 1947.
Pabbi varð eftir. Veðrið var gott en
undiraldan þung. Gunnar var hress en
mamma og ég vorum sjóveikar og henni
fannst gott að fá þriggja til fjögurra klst.
viðdvöl í Þórshöfn í Færeyjum. Þar voru
margir bátar og uppskipunarkrani sem
okkur fannst gaman að fylgjast með. Af
skipinu fóru tvær færeyskar konur sem
verið höfðu með okkur í káetu. Svo var
stormur, aftur sjóveiki og við komum
til Reykjavíkur snemma morguns 21.
maí, eftir fimm daga ferð. Þar mættu
fjölskylda og vinir á hafnarbakkanum og
þetta var mikill dagur.
Við gistum hjá Eggrúnu Arnórsdóttur
ömmusystur og Steingrími Guðmunds-
syni, prentsmiðjustjóra, manni hennar.
Hann tók ástfóstri við okkur börnin.
Straumur af kunningjum og ættingjum
kom að heilsa uppá okkur hjá þeim, á
Hringbraut 89. Í sama húsi bjó Ásdís,
fimm ára telpa, svo ég eignaðist leikfélaga
á fyrsta degi.
Mágur séra Gunnars Gíslasonar í
Glaumbæ, systkinabarn mömmu, var að
fara norður að sækja systur sína og börn
og við fengum að fljóta með í lúxusbíl 7.
júní. Landið er svo undursamlega fagurt,
skrifaði mamma, við Gunnar vorum
hrifin af bílnum, en ég bílveik. Það var
næstum 11 klst. ferð til Sauðárkróks og
Dronning Alexandrine.
Ljósm.: http://www.photoship.co.uk/JAlbum Ships/Old Ships D/slides/Dronning Alexandrine-02.jpg