Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 170
SKAGFIRÐINGABÓK
170
ég sagðist ekki hafa vitað að það væri svo
langt til Íslands.
Í sýslumannshúsinu bjuggu afi og
amma, Sigurður Sigurðsson sýslumaður
og Stefanía Arnórsdóttir. Mamma var elst
systkina sinna, fædd á Ísafirði en fluttist
með foreldrum sínum og systkinum
til Sauðárkróks 1924 og afi lét fljótlega
reisa sýslumannshúsið við Suðurgötu.
Íbúðin var á efri hæð en á neðri hæð
var kontórinn og sparisjóðurinn. Fimm
af átta systkinum mömmu voru heima
þegar við komum og mikið um að vera.
Sigurður og Stefán voru fyrir sunnan og
Stefanía (Tona) á leið til Norðurlanda.
Arnór og Rúna, Guðrún Sveinsdóttir
kona hans, voru að leita að húsnæði og
bjuggu í húsinu með Stefaníu dóttur
sína, fædda 1945. Hann vann með afa
á skrifstofunni. Hrólfur var að fara í síld
á Siglufirði og Snorri á báti. Árni var í
vegavinnu og kom heim um helgar.
Guðrún, sem stundaði nám á Kunst-
akademiunni í Höfn, hafði komið ásamt
kærasta sínum, Jens Urup, með flugvél til
Keflavíkur 24. maí. Þau ákváðu að gifta
sig á afmælisdegi hennar, 25. júlí.
Fyrsta daginn á Króknum snjóaði og
veðrið var vont. Mömmu fannst annars
gaman að hitta kunningja á götunni.
Hún skrifaði pabba að karlar og kerlingar
heilsuðu henni eins og þau hefðu beðið
lengi eftir henni. En börn og unglingar
gláptu á hana opnum munni. Átta ár
voru liðin síðan hún fór út. Einn daginn
komst hitinn uppi í 20 gráður en næsta
dag aðeins 2 gráður. Allt var gott nema
það að Stefanía amma hafði fengið
hjartaáfall og lá veik í rúminu.
Þann 17. júní var farið til ættingjanna
á Sjávarborg. Þá taldi fjölskyldan ellefu
manns og farnar voru tvær ferðir, en afi
hafði um veturinn fengið jeppa, merktan
K-1. Um kvöldið bað ég mömmu að
skrifa pabba að ég hefði séð lömb, hesta,
hund og kött, hænsni og kýr og að landið
hafði vaxið svo hátt.
Gunnar, sem var á þriðja ári, lék sér
mest við Stefaníu Arnórsdóttur, en ég
Gunnar og Nanna ásamt eldri krökkum í
heimsókn í Ráðagerði á Seltjarnarnesi sum-
arið 1947.
Ljósm.: Olle Hermansson
K-1, Willys-jeppi Sigurðar sýslumanns.
Eig. myndar: Árni Sigurðsson