Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 171
SUMARFERÐ TIL SKAGAFJARÐAR 1947
171
eignaðist vinkonur á mínum aldri, þær
Önnu, Bryndísi og Sirrí. Við vorum
alltaf úti og ég kom bara inn að borða.
Eitt kvöldið hafði ég sagt mömmu hvað
það væri nú gott á Íslandi, hér væru engin
villt dýr. En daginn eftir sat ég úti í garði
að teikna. Þá urðu læti í hænsnunum og
hundinum Bob og ég fór að gá að því.
Þá beit mig rotta í puttann og hékk föst.
Mamma setti pencillinduft á sárið, en
amma sendi okkur til læknisins. Hann
batt um fingurinn og ég montaði mig af
þessu, sem enginn vildi trúa.
Við garðvegginn rann Sauðáin og þar
var planki yfir. Mig minnir að vatnið hafi
verið tært þegar ég datt oní, en ég var
með Fjólu, stelpu sem þá var að fylgjast
með mér.
Ferð pabba
BRÉF FORELDRA minna eru varðveitt og
í þeim er mikið rætt um undirbúning að
ferð pabba. Hann átti að koma seinna í
júlí, hafði fengið eins mánaðar frí. Þá var
sumarfrí í Svíþjóð tvær vikur.
Á skipasmíðastöðinni Holms Varv í
Råå, sunnan við Helsingborg, var verið
að smíða einn af þessum 200 sænsku
vélbátum sem Íslendingar höfðu pantað
1944. Hann hlaut síðar nafnið Faxaborg.
Pabbi hafði samband við skipstjórann,
Sigurður Sigurðsson sýslumaður og kona hans Stefanía Arnórsdóttir ásamt börnum sínum
1934 eða 1935. Aftan við standa synir þeirra frá vinstri talið: Hrólfur, Stefán, Arnór, Sigurður.
Guðrún situr við hlið móður sinnar en Stefanía lengst til hægri. Fremstir eru Árni og Snorri. Á
myndina vantar Margréti. Eig. myndar: Árni Sigurðsson