Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 172
SKAGFIRÐINGABÓK
172
sem beið þarna, og vonaðist eftir að
komast með honum 7. júlí, reyndi
síðan að fylgjast með smíðinni. Frá
Eimskipafélaginu í Höfn var hringt og
sagt að nú væri ferð með Esjunni þaðan
22. júní. Ferðir voru þá stopular, en hann
gat ekki þegið það far.
Þá bað mamma hann um að kaupa
ýmislegt, einn ruggustól, hægindastól,
hnífsblöð, tréskó, vöfflujárn fyrir gas og
hrærivél og átti það mest allt að fara með
bátnum frá Råå. Annað sem mamma
óskaði eftir að fá voru crêpesokkar handa
sér og nokkur stykki af handsápu, því
hún var ekki til. Pabbi átti líka að taka
hitabrúsa með og filmur, enda búinn að
kaupa sér ljósmyndavél. Að lokum fékk
hann far með Drottningunni úr Höfn.
Hann hneykslaðist á félagslífinu á þriðja
farrými og gleymdi því víst aldrei.
Mamma fór með rútu suður til
Reykjavíkur að taka á móti honum 19.
júlí. Til stóð að þau færu upp að Heklu,
sem hafði byrjað að gjósa á páskum, en
þau ákváðu að flýta sér bara norður. Þau
keyptu vín og brúðarvönd í Reykjavík
handa Guðrúnu móðursystur og ætluðu
næsta dag, 20. júlí, með Akraborginni
upp á Skaga. Hún var þá farin á undan
áætlun og það þótti pabba, Svíanum,
skrýtið. Ástæðan var að norska þjóðin
hafði gefið Íslendingum styttu Snorra
Sturlusonar eftir Vigeland og Ólafur
erfðaprins var kominn þennan dag til
að vígja styttuna í Reykholti. Hann vildi
flýta sér.
Mamma og pabbi komust landleiðina
norður. Ég hljóp þá til hans og fór að
segja honum frá öllu á Króknum, en
hann skildi ekkert, því að ég hafði týnt
niður sænskunni. Honum þótti það
miður.
Eins og til stóð vígði afi Guðrúnu
móðursystur og Jens Urup í stofunni í
sýslumannshúsinu 25. júlí. Þá skírði sr.
Gunnar okkur Gunnar bróður og mig,
Nönnu Stefaníu, þennan sama dag, og
svo var brúðkaupsveisla.
Farið til Noregs
MAMMA HAFÐI pantað far út 20. ágúst
með Drottningunni, en hún gat ekki
hugsað sér að fara aftur alla leið suður
í rútu. Hún vildi frekar ferðast með
sænsku flutningaskipi, en síldin var
Dronning Alexandrina á hægri siglingu.
Eig. myndar: Fotoarkivet för DFDS
Matsalurinn á fyrsta farrými Drottningar-
innar. Það var víst ekki alveg svona fínt á
þriðja farrými.
Eig. myndar: Fotoarkivet för DFDS