Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 173
SUMARFERÐ TIL SKAGAFJARÐAR 1947
173
fyrir norðan og Svíar keyptu um þessar
mundir nær þriðjung af allri saltaðri síld.
Gísli Vilhjálmsson hafði sagt að skip
kæmu bæði með tunnur og til að sækja
síld. Mamma hafði áður í bréfi stungið
upp á við pabba að hún biði eftir sænsku
skipi, en hann færi út í flugvél með SILA,
fyrirrennara SAS í Svíþjóð. Flogið var
þrisvar í viku frá Bromma og póstur fór
með fluginu. Fyrsta íslenska farþegavélin,
Hekla, var annars komin til Íslands til að
annast utanlandsferðir í júní sama sumar.
Pabbi var hræddur við að fljúga og vildi
það ekki.
Svo frétti mamma að norskt skip væri
að fara frá Siglufirði til Bergen og við
fengum far með því. Okkur var ekið á
jeppanum hans afa á nýja veginum til
Siglufjarðar. Þar gistum við eina nótt hjá
Guðmundi Hannessyni bæjarfógeta, vini
fjölskyldunnar. Vegabréf voru stimpluð
15. ágúst og skipið, D/S Rovena, lá
hlaðið síldartunnum. Skipshundurinn,
stór sjeferhundur, vildi ekki með og
var borinn um borð. Pabba leist ekki á
blikuna og vildi helst snúa við. Tunnur
voru alls staðar svo ekki var hægt að
ganga á dekkinu, heldur varð að klifra
yfir þær. En við fengum „aktersalong”,
stóra káetu á dekkinu í afturenda
skipsins, þar sem innrétting var öll úr
mahogny og skrautleg veggteppi með
skjaldarmerkjum.
Gestir og aðstandendur við brúðkaup Guðrúnar Sigurðardóttur og Jens Urup 25. júlí 1947.
Lengst til vinstri er Gunnþórunn Sveinsdóttir á upphlut. Presturinn er Gunnar Gíslason með
Stefán son sinn við hönd, bak við hann er óþekkt andlit, þá Anna Jónsdóttir, kona Sigurðar
Sigurðssonar, Rúna (Guðrún) Sveinsdóttir, í skugga, kona Arnórs, Arnór Sigurðsson með
Stefaníu dóttur sína á öxl, Sigurður Sigurðsson sýslumaður og Stefanía Arnórsdóttir fyrir
framan með Nönnu, Sigurður Sigurðsson, brúðhjónin Guðrún Sigurðardóttir og Jens Urup,
Árni Sigurðsson, Olle Hermansson með Gunnar. Framan við Olle er Ragnheiður Ólafsdóttir
í Glaumbæ en konan lengst til hægri er Þórunn Ásgeirsdóttir, búsett í Kaupmannahöfn, oftast
kölluð Tóta litla. Ljósm.: Margrét Sigurðardóttir