Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 174
SKAGFIRÐINGABÓK
174
D/S Rovena / Heimdal
SKIPIÐ ROVENA var gamli D/S Heimdal
sem byggt var úr stáli 1892 á Akers
Mekaniske Verksted í Osló fyrir norska
sjóherinn sem „kommandofartyg”, þ.e.
yfirmannaskip. Það var 670 rúmlestir og
málin 55 x 8,2 x 4,5 m. Í því var 625
hestafla gufuvél og hraðinn 12 mílur á
klukkustund.
Heimdal var sögufrægt skip. Þar
var fyrsta skipunin gefin um að taka
niður norsk-sænska sambandsfánann
á öllum herskipum Noregs og flagga
hreinum norskum fána 9. júní 1905,
þegar rofnað hafði ríkissamband milli
Noregs og Svíþjóðar. Danski prinsinn,
Carl, sem tók sér nafnið Hákon VII,
var kjörinn konungur í almennum
kosningum um miðjan nóvember og
fljótlega, 25. nóvember 1905, kom hann
með danska konungsskipinu Dannebrog
og fylgdarskipum til Oslóarfjarðar.
Ríkisstjórnin var mætt á Heimdal og
Hákon VII steig um borð í Dröbaks-
sundi ásamt drottningu sinni Maud og
syninum Ólafi. Þar voru haldnar ræður
og þjóðsöngurinn, „Ja, vi elsker...“, var
sunginn. Um borð var ljósmynd tekin af
konunginum ásamt syninum ungum, en
hann var á þriðja ári, og hefur hún staðið
í norskum skólabókum. Siglt var inn til
Kristjaníu (Osló) og á hafnarbakkanum
var margmenni og mikill fögnuður.
Heimdal var notaður þegar Hákon fór
árið eftir um landið og var krýndur
í Þrándheimi, og líka seinna. En
konungur eignaðist ekki eigið skip fyrr
enn á sjötíu og fimm ára afmæli sínu 3.
ágúst 1947. Heitir það Norge. Annars var
Heimdal í eftirlitsferðum með veiðum
við strönd Finnmerkur og í Barentshafi.
Endurbætur höfðu verið gerðar á skipinu
1923–1924.
Við hernám Þjóðverja 9. apríl 1940
tókst konungi og ríkisstjórn að flýja og
7. júní var ákveðið að færa stjórnina til
Bretlands og þá líka herskipaflotann. Flest
skip verslunarflotans voru þá utanlands
og norska ríkið lagði hald á þau og rak
Málverk af skipasmíðastöð Akers Mekaniske Verksted við Oslóarfjörðinn.