Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 175
SUMARFERÐ TIL SKAGAFJARÐAR 1947
175
þau öll stríðsárin. Heimdal var kominn
yfir til Leirvíkur á Hjaltlandi 14. júní og
notaður innan Rosyth-deildarinnar sem
yfirmannaskip og birgðaskip, en rými var
um borð fyrir 65 manna áhöfn.
Þjóðverjar gáfust upp 8. maí 1945
og konungur kom aftur til Noregs eftir
fimm ára útlegð. Heimdal kom sama ár,
en var svo dæmdur úr leik. Sjóherinn
seldi skipið 1946 fyrirtæki í Þrándheimi
sem breytti því í flutningaskip með
tveimur lestarrúmum. Á stríðsárunum
hafði helmingurinn af norska verslunar-
flotanum farist og nú var verið að smíða
ný skip og gera upp gömul. Í maí 1947
eignaðist Ruth Nygaard í Osló, Heimdal
og skírði skipið Rovena av Trondheim,
og setti hana í „trampfart”, að taka farm
eftir pöntun. Rovena var 499 brúttótonn.
Skipstjóri var nú fyrrum eigandi skipsins
frá Þrándheimi og 16 manna áhöfnin
kom úr ýmsum áttum, frá Hammerfest
í norðri til Oslóar í suðri.
Farþegar um borð í skipinu á Siglu-
firði voru um tíu talsins að okkur
meðtöldum, m.a. var sjúklingur af
D/S Skårholmen er hafði legið á spítala
og annar af íshafsveiðiskútunni D/S
Furenak og hafði hann verið á Norska
sjómannaheimilinu á Siglufirði, sem
var spítali, og einhver þriðji. Þeir voru
sendir heim af vararæðismanni Noregs á
kostnað norska ríkisins.
Frá Siglufirði
LAUGARDAGINN 16. ÁGÚST var lagt af
stað frá Siglufirði kl. 01:30. Var fyrst
stímað út á síldarmiðin og komið þangað
kl. 8:00 til að taka viðbótarfarm af M/S
Nerhus. Eftir tveggja klukkustunda
hleðslu var stefnt til Grímseyjar
og akkerið látið síga þar kl. 19:30.
Skömmu síðar fékk skipstjórinn boð frá
síldarkaupmanninum Tvedt í Bergen
um að aðstoða þyrfti D/S Skårholmen,
síldargufubát úr stáli, hlaðinn 1.600–
1.700 síldartunnum er lá í reiðileysi
á miðunum með bilaða vél. Rovena
Forsætisráðherrann Christian Michelsen
tekur á móti hinum nýkjörna Hákoni kon-
ungi um borð í Heimdal 25. nóvember 1905.
Konungur er með Ólaf krónprins á hand-
leggnum.
Eig. myndar: Oslo Museum
Konungsskipið Heimdal.
Eig. myndar: Norsk Maritimt Museum Norge