Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 176
SKAGFIRÐINGABÓK
176
fór strax af stað og kom um 10 mílum
suðsuðaustan Grímseyjar að Skårholmen
sem sendi doríu eða nótabát með tvær
dráttartaugar, og var klukkan þá orðin
23:15. Heiðskírt var og vindur vestan-
suðvestan 6, sjávarhiti 4 stig á Celsius.
Vel tókst að draga Skårholmen til
Grímseyjar og aftur var komið þangað
sunnudagsnótt 17. ágúst kl. 02:30. Skip-
stjórunum kom snemma morguns saman
um að draga yrði Skårholmen til Noregs,
því að ekki væri hægt að gera við vélina
norðanlands. Engir sérstakir samning-
ar voru gerðir. Af M/S Stålöy var bætt
100 tunnum við Rovenu og var hún þá
komin með fullfermi, 1.900 tunnur í
lestinni, alls 2.545 tunnur af síld og 20
af salti. Talan 2.800 er líka nefnd og er
líkleg heildartala. Akkeriskeðjan og tvær
dráttartaugar úr Skårholmen voru festar
um tvo polla á afturdekki Rovenu og um
hádegið hófst loks ferðin til Noregs.
Þessar upplýsingar hef ég allar fengið
úr sjóprófinu, en um hvað svo gerðist
höfum við stundum rætt heima í
Helsingborg.
Skipbrot
MÁNUDAGINN 18. ÁGÚST jókst bæði
vindur og sjór, svo að bæði skipin tóku
að velta. Öldurnar skullu yfir þau og
stefnunni varð að breyta um 110 gráður
til að halda undan, er sagt í skjölunum.
Um kvöldið voru þau mamma og pabbi
að hátta okkur Gunnar. Við vorum kom-
in í náttfötin og mamma ætlaði að hella
handa okkur krækiberjasaft úr flösku. Þá
stansaði skipið snarlega og saftin spýttist
út á ofið veggteppið og mömmu fannst
það hræðilegt. Þá leit hún út um glugga,
en þeir voru stórir, og sá Skårholmen fara
framhjá. Skildi hún að hér var ekki allt
með felldu og bað pabba að færa okkur
í föt. Þá kom skipverji sem sagði okkur
að yfirgefa skipið. Mamma bað pabba að
taka konjaksflöskuna og halda svo fast
um mig, en hún hélt á Gunnari bróður.
Þau fengu björgunarvesti og fóru með
okkur í björgunarbát bakborðsmegin, en
Rovena var tekin að hallast. Með okkur
settist kokkurinn, sem var kona, og
Nanna og Gunnar í ferju á leið til Hels-
ingjaeyrar haustið 1947.
Ljósm.: Olle Hermansson
Nanna og Gunnar heima í Helsingborg
að æfa sig fyrir siglinguna til Íslands með
brúðuna Sjómaðurinn. Brúðan týndist með
Rovenu en teppið fyrir aftan er hannað af
Guðrúnu Sigurðardóttur. Margrét systir
hennar saumaði. Ljósm.: Olle Hermansson