Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 178
SKAGFIRÐINGABÓK
178
öllu fólkinu úr doríu sinni (skipsbátnum)
yfir í Furenak. Veðrið var sem sagt ”heller
daarligt” og Furenak hélt sjó alla nóttina.
Hinar skúturnar sem voru í samfloti biðu
einnig, en þær hétu Flemsöy, Polaric og
Aarvak.
Um morguninn þriðjudaginn 19.
ágúst kl. 9:00 var Rovena með 45 gráðu
halla á bakborð og allur borðstokkur
þeim megin undir sjó. Hún var um
66 gráður og 50 mín. norður og 10
gráður 15 mín. vestur, kannski 80 mílur
norðaustur af Langanesi. Þar er hafið yfir
1.000 metra djúpt. Ljóst var að Rovena
átti ekki langt eftir, skipin höfðu lítið
eldsneyti og var ákveðið að fara af stað
til Noregs. Samráð var haft um að skipta
skipsbrotsmönnum milli skipanna, en
veðrið var of vont til þess og það var ekki
gert fyrr en miðvikudaginn 20. ágúst.
Hvernig hægt var að hýsa svo marga, um
27 manns aukalega, um borð í Furenak í
tvo sólarhringa er mér óskiljanlegt.
Íshafsskútan D/S Furenak
FURENAK VAR smíðuð 1916 í Rosendal í
Harðangri, úr tré með ísvörn (tvöfaldri
klæðningu, einnig úr timbri). Hún var
seglskúta með lítilli vél, 136 hestafla
tveggja þrepa gufuvél, og tunnu í
stórmastrinu til að sjá út yfir ísinn.
Málin voru 98,5 x 21,9 x 10,7 fet, 140,6
brúttótonn. Eigandi var D/S Furenak
AS í Vartdal á Sunnmæri. Hún gat náð
7 mílna hraða, en var nú fullhlaðin. Hún
var að koma úr þriggja mánaða veiðiferð
á Gænlandssundi, milli Grænlands og
Íslands, og í lestinni voru 650 selskinn,
40 tonn af spiki og 95 föt af hákarlalýsi.
Áhöfnin var 11 manns, sá tólfti, sem
hafði neyðst til að liggja á Norska
Aarvak í pólarísnum 1945. Eig. myndar: Ishavsmuseet Brandal