Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 179
SUMARFERÐ TIL SKAGAFJARÐAR 1947
179
sjómannaheimilinu á Siglufirði, var nú
aftur kominn á skip sitt. Skipstjórinn,
Erling Lervik, lét okkur hafa káetu
sína, og aftur í var einnig káeta handa
skyttunum tveimur. Annar þeirra hét
Petter Jarnes. Hinir mennirnir sváfu
frammi í lúkarnum.
Sunnmæringar, sem lifðu af litlum
búskap og fiskveiðum heima fyrir, voru
um 1880 farnir að fiska á þilskipum í stað
áttæringanna og þokuðust æ lengra út á
miðin. Norðlendingar (menn úr Norður-
Noregi) voru vanir kópaveiðum, allt frá
því upp úr 1820, og þegar Sunnmær-
ingar fóru fyrstu ferðina 1898 inn í ísinn
vestan við Svalbarða fengu þeir með
sér skyttur að norðan. Þeir komu aftur
með mikið af selskinnum, rostungum,
spiki og lýsi, einnig ísbjörnum og
moskusuxum, bæði lifandi og dauðum.
Dýrin voru seld til dýragarða og vel var
borgað. Fyrstu ferðirnar voru farnar
með seglskipum, en svo voru byggðar
skútur sérstaklega styrktar fyrir ísinn
með bogadreginn botn og litlar vélar
settar í þá. Eldsneyti og vatn var geymt
í tönkum sem voru svo á heimleiðinni
fylltir með veiðiföngum. Skúturnar voru
flestar 75 á Sunnmæri upp úr 1920 og
um 1.000 manns höfðu af þeim atvinnu.
Veiðisvæðið var frá Novaja Zemlja í
austri til Nýfundnalands í vestri. Farið
var 14. mars í þriggja mánaða ferð og
þá til veiða í austurísnum, vesturísnum
og seinna líka til Nýfundnalands.
Jafnlangar sumarferðir voru farnar í
Grænlandssund. Flestar skúturnar festust
í ísnum eða fórust í illveðrum á leiðinni
yfir Atlantshaf, en oftast bjargaðist
áhöfnin (á árunum 1924–1939 sukku
115 skip). Veiðinni var skipað upp í
heimahöfn, eins og í Brandal, og þar
lágu skúturnar þegar þær voru ekki á
fiskveiðum milli íshafsferða.
Furenak valt mjög, mamma og
pabbi voru sjóveik, hún í koju og hann
Furenak í smíðum hjá Knut Skaala skipsbyggeri í Rosendal í Harðangursfirði árið 1916.
Skipið var upphaflega með 136 hestafla gufuvél, nefnt eftir Furenakken, örnefni í nágrenninu.
Eig. myndar: Ishavsmuseet Brandal