Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 181
SUMARFERÐ TIL SKAGAFJARÐAR 1947
181
skrifaði um jólin og þakkaði, sagði þá
m.a.: „Þér gleymið líklega aldrei þessari
ferð frá Íslandi til Noregs og ég gleðst yfir
að hafa verið yður til aðstoðar.“
Tuttugu og fimm árum seinna
hringir síminn hjá mömmu og pabba
í Helsingjaborg og Norðmaður spyr:
„Det er Einar. Husker du meg?“ Hann
var einn úr áhöfninni á Furenak og var
nú kominn í land í Molde, ætlaði að
koma í heimsókn. Ekkert fréttist, en
1979 skrifaði pabbi útvarpinu, NRK,
sem hafði uppi á honum og lét útvarpa
símtali milli Einars Gelsted og mömmu.
Tíu árum síðar hringir annar, Perry Jarnes
frá Tjörvåg, og spyr hvort hann megi
senda björgunarvestin tvö sem faðir hans
hafði farið með heim og geymt. Gunnar
og ég fengum sitt vestið hvort á jólum
1989. Vestin eru saumuð upp úr grábláu
bómullarefni, og með hvítri málningu
er áletrað: Rovena, Trondheim. Reyndar
tók skipstjórinn fram í sjóprófunum
að björgunarútbúnaður hefði verið
samkvæmt reglum og m.a. 72 björg-
unarvesti um borð. Örugglega hafa þau
verið frá fyrri tíð skipsins, því að ella voru
þau óþarflega mörg.
Sumarið 1990 var ég á útisafnafundi í
Póllandi og við ókum langa leið að nóttu
til í rútu sömu gerðar og ég þekkti frá
ferðum á Íslandi á sjötta áratugnum. Við
fórum í myrkri að skoða norska stafkirkju
sem flutt var frá Vang til Karpacz uppúr
1840. Við hliðina á mér sat Norðmaður
og ég sagði honum frá ferðinni 1947.
Hann hlustaði og bætti að lokum við að
hann hafði staðið á bryggjunni þegar við
komum í land og myndi þetta vel. Sjálfur
var hann frá Molde og sagðist hafa litið
upp til selveiðimanna sem voru alvöru
sjómenn, „Vestlandets cowboys”. Vissi
hann að reynt hafði verið að varðveita
skúturnar Aarvak og Furenak, en sel-
veiðum var þá hætt.
Vorið 2004 tók ég við skjölunum
hans pabba og rakst á möppu með bréfi
frá Perry Jarnes. Skrifaði ég honum og
sagðist hafa áhuga á að koma vestur til
Noregs. Áður hafði ég heimsótt Norsk
Sjöfartsmuseum í leit að gögnum um
Heimdal/Rovena og Furenak og mætt
þar áhuga á að ég skrifaði grein í Árbók
safnsins.
Í júlíbyrjun 2004 fórum við Pétur
Ottosson, maðurinn minn, fyrst í
Ríkisskjalasafnið í Osló, þar sem ég
hafði fengið sérleyfi til að skoða mál
Rovenu. Þar var afrit af sjóprófunum
27. 8. 1947 og frásögn umsjónarmanns
skipsins frá 19. 9. 1947 þar sem sagt er
frá sjóslysinu og að ekki væri vitað hvað
því olli. Skipstjórinn fékk sektir fyrir að
vera ekki með tiltekin gögn sem krafist
er að séu um borð og fyrir að vera án
skipstjórnarvottorðs. Eigandinn varð
einnig að greiða sektir fyrir slíkt hið sama.
Fyrsti stýrimaður fékk áminningu fyrir
lélega dagbókarfærslu. Í sjóprófunum
hafði annar vélstjóri sagt að mögulegt
Líkan af Heimdal á Marinemuseet í Horten.
Ljósm.: Nanna Hermansson