Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 183
SUMARFERÐ TIL SKAGAFJARÐAR 1947
183
ljósmyndir og fáninn sem skipið bar í
seinni heimsstyrjöld.
Sunnmæri
AÐ KOMA með ferju til eyjaklasans á
Sunnmæri, norðan við Stað og sunnan
við Álasund, var stórviðburður. Þar
tók á móti okkur Perry Jarnes, fæddur
1937, og mágur hans Kjell Skogen. Við
fórum heim til systur hans Harriet, sem
fædd er 1941, og þar var yngri bróðirinn
Arne Knut líka. Þau búa öll í Tjörvåg
á jörð sem faðir þeirra Petter Jarnes
(1909–1973) keypti en hús reisti hann
1937. Petter sem snemma missti foreldra
sína, hafði alist upp hjá frænda og fylgt
honum á selveiðar. Hann eignaðist
sjálfur skútu, er Grande hét, og synirnir
fóru með honum. Fimm sinnum varð
hann að yfirgefa skip en komst alltaf af.
Eitt árið, 1952, var hann kominn heim
sem skipbrotsmaður þegar illviðrið mikla
skall á og fimm skútur úr grenndinni
fórust. Það slys gleymist ekki.
Systkinin í Tjörvåg tóku okkur
opnum örmum og sýndu okkur bókina
sem pabbi sendi 1947, vel lesna og
límda. Pabbi þeirra hafði sagt frá okkur
Gunnari, hvernig hann hafði litið til
okkar og þau, jafnaldrar okkar, höfðu
hugsað mikið til okkar. Þau mundu eftir
því hvað mamma og pabbi höfðu verið
sjóveik. Faðir þeirra var það alltaf á leið
yfir hafið því að skúturnar rugguðu.
Greinilega var skipbrot ekki merkilegt,
en hinsvegar óvenjulegt að konur og
börn væru með.
Í Brandal er öndvegis safn, Ishavs-
museet, í þriggja hæða pakkhúsi og þar
liggur Aarvak í þurrkví. Það var skútan
sem kom með ísbjörninn 1947, eina
íshafsskútan frá Sunnmæri sem eftir er.
Systkinin sýndu okkur safnið og fyrir
mér opnaðist nýr heimur veiðimanna á
Atlantshafi.
Nýstárlegt var einnig að sjá spor
velmegunar sem olían hefur fært eyjunum,
birgðaskip hafa verið byggð og rafrænn
iðnaður hefur blómstrað. Fiskvinnsla
hefur verið töluverð, en er nú minni og
nú eru engin ný skip í smíðum. Ungir
Skipið Aarvak á
síldveiðum. Það
er nú varðveitt
á Ishavsmuseet í
Brandal í Noregi.
Eig. myndar:
Ishavsmuseet Brandal