Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 184
SKAGFIRÐINGABÓK
184
Sunnmæringar sækja vinnu út um allan
heim. Eitt fyrirtæki flytur inn kópaolíu
frá Kanada til að selja giktveikum og
gengur vel. Sundlaugin í glæsihótelinu
í Ulsteinvík var þurr og stendur til að
breyta húsinu í skóla. Útsýnið þaðan var
fagurt, grænar eyjarnar eru klæddar birki
því að lítil beit er nú, en fjöllin teygja sig
yfir trjálínu, um 600 metra.
Minningar mínar frá 1947 eru óljósar,
en ég komst að því að grænan botninn
sáum við örugglega á Furenak. Svo
tengdi ég skipinu lítinn, svartan ofn og
súkkulaði. Perry sagði mér að nóg hafi
verið af því þegar menn fóru út fyrir
90 mílur, þá var súkkulaði ekki lengur
skammtað. Lítill ofn var a.m.k. niðri í
lúkar. Hinsvegar man ég vel kjólana tvo
frá Ameríku sem mér höfðu verið gefnir,
annar köflóttur, hvítur og blár, hinn með
brúnum og gulum rósum. Þeir fóru með
skipinu. Þegar ég fyrir löngu bragðaði
dósamjólkina Molly, vissi ég að hana
hafði ég fengið um borð á Furenak, en
í safninu í Brandal komst ég að því að
norskt nafn hennar var Viking.
Heimildir:
Aðalheimildin er í Riksarkivet í Osló, mapp
D/S Rovena, handelsdep. Sjöfartsavd. 2,
Sjömanskontor: Forlissaker, DA 9001.
Annað frá Ishavsmuseet, Brandal, Marine-
museet, Horten og Norsk Sjöfartsmuseum,
Osló.
Ottesen, Johan, Ishavsskuter, Selfangarar frå
Sunnmöre för 1920, Fotoarkivet, Ulsteinvik
1999.
Svipaðar greinar áður birtar:
Nanna Stefanía Hermansson, Örlogsfartyget
Heimdals eller lastfartyget Rovenas sista
resa. Í Årbok for Norsk Sjøfartsmuseum 2004,
Osló 2005.
Nanna Stefanía Hermansson, Orlogsskipet
"Heimdal" eller lasteskipet "Rovena" si siste
reise. Redigerad og omsett av Gudmund
Solstad. Í Folk og Fortid, Tidsskrift for Herøy
Sogelag, 2010.
Íshafssafnið í Brandal.
Ljósm.: Nanna Hermansson