Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 191
HRAP Í DRANGEY 4. JÚNÍ 1950
191
en það er sótt í svokallaðan Gvendar-
brunn, sem er austan í eyjunni. Fóru
allir piltarnir niður í fjöruna, nema ég
og Maron Sigurðsson, en í okkar hlut
kom að sækja vatnið. Út í Brunninn er
gengið frá svonefndum Grettiströppum
nokkurn spöl uns við tekur einstigi fyrir
klettanefið sunnan við Brunntorfuna.
Sylla nokkur er rétt norðan við einstigið
og þar sem ég stóð á henni nokkru neðan
við bjargbrúnina fann ég skyndilega að
annar fóturinn rann fram af henni. Ég
stökk til hliðar, en fer aftur á bak og lendi
í grastó um mannhæð fyrir neðan, hentist
þaðan til hægri um 2–3 mannhæðir niður
í lausa skriðu er lá fram af bjargbrúninni.
Ég fann að ég var á hraðri ferð fram að
brúninni. Mér virðist ég hafi komið
niður á vinstri hlið, og án þess í raun og
veru að geta gert mér grein fyrir, velti ég
mér á magann og stoppa (eða stoppast)
um 3–4 m frá bjargbrúninni. Skriðan er
mjög brött og laus. Ég kom hvergi við
með höfuðið og fór undir eins og ég var
stoppaður, að skríða upp skriðuna og
tókst það. Enginn óhugur greip mig fyrr
en ég var kominn aftur upp á sylluna,
sem ég datt af. Á leiðinni niður datt mér
aðeins þetta í hug: „Jæja, svona áttu þá að
fara“. Við vorum vanir að hafa band til
þess að handstyrkja okkur af syllunni, en
ég náði ekki í það, því um leið og Maron
rétti mér það, datt ég.
Orsökin til þessa óhapps var sú, að án
Staðurinn þar sem Kiddi hrapaði.
Eigandi myndar: Kristján Eiríksson
GrettisbrunnurGrettiströppur Einstigi Kiddi hrapar BrunntorfanTréstigi