Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 11.03.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 11.03.2016, Blaðsíða 2
Feðgarnir Alexander Jóhannes- son og Valur Alexandersson fyrir framan sambýlið á Sæbraut á Seltjarnarnesi sem Reykjavíkur- borg ætlar að loka. Alexander sagðist hafa skrifað þeim bréf og lýst sínum tilfinningum vegna lokunarinnar en bréfið hefur greinilega ekki ratað inn á borð bæjarstjórans sem segist hafa lesið um málið í Fréttatímanum. Hjallastefnan ætlar að bjóða upp á leikskóla fyrir níu mánaða börn í Reykjavík Garðabæ og Hafnarfirði. Framvegis mun fyrirtækið einbeita sér að yngstu börn- unum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Ég er búin að vera í skólastarfi fyrir börn í 40 ár og aldrei heyrt annað orð en niðurskurður,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar. Hún er tekin við sem framkvæmdastjóri í kjölfar fjárhagserfiðleika og endurskipu- lagningar fyrirtækisins. Ný stjórn tók við keflinu á aðalfundi félags- ins en formaður hennar er Þórdís Sigurðardóttir. Hjallastefnan lagði niður mið- stigið í Reykjavík í fyrravor og í vetur á Vífilsstöðum. Miðstigið í Hafnarfirði hefur verið á til- raunastigi en nú hefur verið tekin ákvörðun um að hætta því líka. „Þetta er mikil stefnubreyting en við ætlum í framtíðinni að einbeita okkur að yngstu börnunum,“ segir Margrét Pála. „Mér finnst þetta persónulega mjög erfitt og sárt gagnvart börnum og foreldrum. Ég grét eins og barn við skólaslitin. Það er held ég í eina skiptið sem ég hef grátið opinberlega.“ Margrét Pála segir að fjárhags- mál fyrirtækisins séu flókin, meðal annars vegna samninga við sveitarfélög og lögbundin framlög til skólanna. „Við viljum ekki mæta þessu með hærri skólagjöldum, en það er óhjákvæmilegt að bregðast við miklum niðurskurði til leik- og grunnskólanna,“ segir Margrét Pála og segir það afar sársaukafullt og það séu ekki allir sáttir. „Meira að segja ég verð stundum að gefast upp.“ Margrét Pála er þó ekki búin að leggja árar í bát. Hún segir að nú verði róið á ný mið, nú sé ætlunin að skapa valkost fyrir foreldra sem eru að bíða eftir leikskóla. Hjallastefnan ætli framvegis að bjóða upp á leikskólavist fyrir níu mánaða börn í Reykjavík og Hafnarfirði en það hefur ekki verið í boði nema hjá Hjallastefnunni í Garðabæ. „Við ætlum semsagt að einbeita okkur að aldrinum 6 mánaða til 9 ára, og ég taldi rétt að eigandinn og stofnandinn stæði í brúnni þegar verður alger stefnu- breyting. Stjórnin fór í góðri sátt og vináttu og við erum að fá fleira skólafólk í lið með okkur og þrátt fyrir allt er ég glöð og bjartsýn á að við náum markmiðunum.“ Þrátt fyrir erfiðleikana hyggur Hjallastefnan á uppbyggingu í Reykjavík. Hún hafði fengið út- hlutað lóð í Fossvogi til að reisa nýjan skóla en íbúarnir settu sig upp á móti því. „Ég tel að íbúarnir eigi að ráða þessu og borgin ætlar að aðstoða okkur við að finna annan stað,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir. kemur HeILSuNNI í Lag eIN tafLa á dag SykurLauSar íSLeNSk framLeIðSLa Seltjarnarnes Bæjarstjórinn segist ekki hafa vitað um lokun sambýlis fyrir einhverfa „Maður kemur ekki svona fram“ Bæjarstjórinn á Nesinu segir að sér hafi verið afskaplega brugðið vegna fréttar um lokun sambýlis fyrir ein- hverfa í bænum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Maður kemur ekki svona fram,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Hún hefur kallað eftir fundi með stjórn- endum velferðarsviðs borgarinnar vegna lokunar sambýlis fyrir ein- hverfa á Nesinu. Seltjarnarnes á í samstarfi við Reykjavíkurborg um málefni fatlaðra en Ásgerður segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin án samráðs. „Það eru ekkert annað en hreppaflutningar, þegar svona ákvörðun er tekin um framtíð ein- staklinga án samþykkis og sam- ráðs.“ Í Fréttatímanum fyrir viku var rætt við föður einhverfs manns sem býr á sambýlinu við Sæbraut sem hefur verið starfrækt í 20 ár. Loka á sambýlinu og flytja íbúana í íbúðir í Breiðholti, vegna ítrekaðra vanefnda bæjaryfirvalda á Sel- tjarnarnesi í viðhaldsmálum auk þess sem nýju íbúðirnar þykja samræmast betur stefnu í búsetumálum fatlaðra. Faðirinn segir hinsvegar að hann geti ekki hugsað sér að sonurinn flytji burt frá umhverfinu sem hann þekkir, fjölskyldu sinni og vinum. Ásgerður mótmælir því að viðhaldi hafi ekki verið sinnt. Hún segist ekki hafa vitað um lokun sambýlisins fyrr en hún las um hana í Frétta- tímanum fyrir viku. „Mér var af- skaplega brugðið,“ segir hún. „Ég hafði aldrei heyrt minnst á þetta mál. Auðvitað eigum við að standa vörð um rétt- indi heimilisfólksins til að búa áfram á heimili sinu, ef það kýs það. Það á ekki að flytja fólk nauðugt milli sveitarfélaga. Ég mun aldrei samþykkja það.“ Við viljum ekki mæta þessu með hærri skólagjöldum. Hjallastefnan Horfið frá skóla fyrir eldri en níu ára Margrét Pála grét eins og barn við skólaslitin Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri. Mér finnst þetta persónulega mjög sárt og erfitt gagn- vart börnunum, segir Margrét Pála. Mynd | Hari Hjallastefnan Hjallastefnan tapaði 187 millj- ónum króna á síðasta skólaári sem er talsverð breyting frá skólaárinu 2013-2014 þegar fé- lagið hagnaðist um 42 milljónir króna. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, á 79,7 prósent hlutafjár í fyrirtæk- inu en hluthafar eru alls 19. Niðurstöður úr stórri rannsókn ÍE væntanlegar Íslenska þjóðin er að verða vitlausari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að Íslending- ar séu smám saman að verða vit- lausari. Niðurstöður úr margra ára rannsókn fyrirtækisins á þessari hnignun þjóðarinnar eru væntan- legar í erlendu vísindatímariti á næstunni. Kári segir að fólk eignist því færri börn sem það hefur meiri menntun og það hafi hægt og hljótt þessar af- leiðingar til langframa. Hann segir að þetta sé ógnvekjandi þróun og ekki ýkja hægfara í augum vísinda- manna. Það muni svona hálfu staðalfráviki á öld. Þeir Íslendingar sem séu uppi núna ættu því að njóta þess að vera talsvert greind- ari en næsta kynslóð, jafnvel þótt þeir séu ekkert sérstaklega klárir í kollinum. | þká Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar. Tvöfalt fleiri hælisleitendur Áttatíu og sjö flóttamenn sóttu um hæli á Íslandi í janúar og febrúar eða jafnmargir og fyrstu sex mán- uði ársins í fyrra. Í febrúar bárust 38 umsóknir um hæli á Íslandi frá einstaklingum frá ellefu löndum og einum ríkisfangslausum hælis- leitenda. Til samanburðar bárust 15 hælisumsóknir í febrúar árið 2015 þannig að um er að ræða rúmlega tvöföldun á fjölda umsókna miðað við sama tímabil í fyrra. Sjö kynferðisbrot á skemmtistöðum á síðasta ári, þar af þrjú á Prikinu. Á síðasta ári leituðu sjö einstak- lingar til neyðarmóttöku fyrir þol- endur kynferðisbrota vegna brota sem framin voru á skemmtistöð- um í Reykjavík. Í þremur tilvikum voru brotin framin á Prikinu. „Oftast er verið að elta fólk inn á salernið og það er mjög alvarlegt að fólk skuli ekki vera öruggt inn á svona stöðum,“ segir Eyrún Jóns- dóttir, hjá Neyðarmóttökunni. Anna Kristinsdóttir, mannrétt- indastjóri Reykjavíkur, hyggst kalla eftir upplýsingum um málið. Eigandi og rekstrarstjóri Priks- ins líta málið alvarlegum augum. „Prikið er vinsæll skemmtistaður og einhver mál hafa komið upp í gegnum tíðina. Við könnumst samt ekki við að mál hafi komið upp nýlega. En þegar ofbeldi er framið á Prikinu höfum við tekið sterka afstöðu með þolendum og það eru engin frávik á þeirri stefnu. Við sýnum kynferðisbrot- um enga þolinmæði og þau eru ekki óhjákvæmilegur fylgifiskur skemmtanalífs,“ segir Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, rekstrar- stjóri Priksins. „Ég á sjálfur fimm ungar stelpur og tek svona mál mjög alvarlega. Ég harma að þau koma því miður upp hjá okkur, eins og á öðrum skemmtistöðum í bænum, segir eigandi Priksins, Guðfinnur Sölvi Karlsson.“ Aðspurður sagðist Árni Þór Sig- mundsson, yfirmaður kynferðis- brota hjá lögreglunni í Reykjavík, ekki kannast við að fleiri tilfelli komi upp á Prikinu en á öðrum skemmtistöðum í Reykjavík. -þt Flest kynferðisbrot á Prikinu 2 | fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.