Fréttatíminn - 11.03.2016, Blaðsíða 36
Signý Björk Ólafsdóttir, 46
ára, var þegar orðin fimm
barna móðir 28 ára gömul.
Hún byggði sér 300 fermetra
hús í Grafarvoginum og tók
hressilega þátt í góðærinu.
2010 varð hún gjaldþrota
og flutti með unglingana
sína þrjá í leiguhúsnæði en
síðustu átta mánuði hefur
hún gist á hermannabedda
hjá frænku sinni.
Alda Lóa Leifsdóttir
aldaloa@frettatiminn.is
Fyrir átta mánuðum missti Signý
Björk Ólafsdóttir húsnæðið sitt í
Breiðholti þegar leigusamningur-
inn rann út og leigusalinn seldi
ofan af henni íbúðina.
Þá fékk Signý inni hjá Hönnu
frænku sinni sem á dótturina Álf-
rúnu, 10 ára. Þær Signý og Hanna
eru mjög samrýmdar og standa
þétt saman í lífsbaráttunni í litlu
íbúðinni í Álfaborg í Grafarvogin-
um. Þær hafa verið nánar í mörg ár,
ferðast saman og gengið á Hvanna-
dalshnjúk og púsla alltaf á þriðju-
dagskvöldum þegar elsta dóttir
Signýjar kemur í heimsókn.
Börn barna eru gæfubörn
„Ég eignaðist mitt fyrsta barn, elstu
dóttur mína, þegar ég var 16 ára
og var orðin fimm barna móðir 28
ára. Sú elsta er rosalega sjálfstæð
og ennþá barnlaus,“ segir Signý og
hlær þannig að þakið ætlar að rifna
af. „Konurnar í minni ætt eru alltaf
jafn hissa þegar þær verða óléttar,
það mætti halda að við gleymum
jafnóðum hvernig börnin verða til.
Úps, alltaf jafn óvænt þegar nýtt
barn kemur í heiminn.“ Signý segir
að amma hennar hafi orðið ólétt
16 ára, mamma hennar 17 ára, sjálf
var hún 15 ára og næstelsta dóttir
Signýjar varð ólétt af sínu fyrsta
barni 18 ára.
Fæðingarorlof í Svíþjóð
„Ég var búin að eiga þrjú elstu
börnin mín þegar ég prófaði að
flytja til Svíþjóðar með barns-
föður mínum sem fór að vinna þar.
Í Svíþjóð uppgötvuðu þeir að ég
ætti inni fæðingarorlof hjá sænska
ríkinu með börnunum sem ég kom
með inn í landið, af því á Íslandi
er fæðingarorlof aðeins hálft ár,
á meðan það eru tvö ár í Svíþjóð.
Þannig að ég fór beint í fæðingaror-
lof þessi tvö ár sem ég var úti. En
svo þegar ég eignaðist mitt fjórða
barn í Svíþjóð og kom hingað heim,
þá átti ég ekki rétt á neinu fæðing-
arorlofi hérna. Ég var réttlægri sem
Íslendingur með því að fara út.“
Fyrirmynd Búra er hinn danski Havarti-rjómaostur sem
athafnakonan Hanne Nielsen þróaði um miðja nítjándu öld
á býli sínu „Havarthigaard“ fyrir norðan Kaupmannahöfn.
Framleiðsla á Búra hófst árið 1980. Hann er mjúkur og
smjörkenndur ostur með vott af ávaxtasætu, ljúfum
sítrustóni í lokin og langvarandi eftirbragði. Rjómakennd
einkenni ostins parast vel með sætum, örlítið sýrðum
ávöxtum, berjum og kryddsultum.
BÚRI
LJÚFUR
www.odalsostar.is
Ég held að
strákarnir mínir
séu búnir að
gefa upp alla von
um menntun,
þeir eru hörku-
duglegir en þeir
eiga nóg með
leigu og mat
ofan í sig.
Úr góðærishöll á hermannabedda
Fátækt Það er ekki bara skömmin sem vill fela fátæktina í samfélaginu heldur ríkir
hagsmunir líka. Við erum sannfærð um að fátæktin sé ekki samfélagslegt mein heldur
sök hins fátæka. Fréttatíminn heldur áfram að skoða líf og veröld hinna fátæku.
Síðustu átta mánuði
hefur Signý gist á
hermannabedda í
stofunni hjá Hönnu
frænku sinni.
Myndir | Alda Lóa
36 | fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016