Fréttatíminn - 11.03.2016, Blaðsíða 89
„Ég | sá nýlega bíómyndina The
Lobster og ef ég fengi að skrifa
textann aftan á vídeóspóluna væri
hann svona:
„Í heimi þar sem allir eru ein-
hverfir, en samt geggjað góðir í að
halda augnsambandi, tékkar maður
sig inn á hótel ásamt bróður sínum,
sem lenti í því að tapa keppni og
vera breytt í hund. Eftir því sem
líður á hótelvistina ákveður mað-
urinn að búa frekar í skógi.“
Hún er ótrúlega skrýtin, en
myndi mæla með henni þar sem
allt sem er skrýtið finnst mér
geðveikt.
Nýju X-Files komu skemmtilega
á óvart. Sem gamall aðdáandi
þáttanna var ég skeptísk á nýju
þáttaröðina og gerði mér engar
vonir. Yndislegt að þeir reyndust
gott stöff.
Vil líka mæla með
þáttum sem allt of fáir
hafa séð: Bandarísku
þáttaröðinni Shameless.
Ég vil láta gott af mér
leiða með því að benda fólki
á þá.“
| 89fréttatíminn | HELgiN 11. marS–13. marS 2016
Sófakartaflan
Bylgja Babýlóns,
uppistandari og leikkona
Ef ég gerði textann aftan á vídeóspóluna
Átök í hvíta húsinu
Netflix Fólkið sem við hötum að
elska, Frank og Claire Underwood,
er mætt aftur í fjórðu seríu af
House of Cards, svæsnari en
nokkru sinni fyrr. Serían er í takt
við samtímann en það líður að
forsetakosningum í Bandaríkjunum
í seríunni. Allar fjórar seríurnar eru
aðgengilega á Netflix.
Skyggnst inn í hreið-
ur Danadrottningar
DR1. Dronningens slotte – Mars-
elisborg Slot (2), sunnudag kl. 20.
Marselisborgarhöllin er sumarhús
Margrétar Danadrottningar í
Árósum. Í þessum heimildaþætti
leiðir Margrét sjálf áhorfendur um
húsið þar sem konungleg fjölskylda
hennar hefur eytt mörgum sam-
verustundum. Hún ræðir magnaða
sögu hússins og þeirra sem þar hafa
búið í gegnum aldirnar, allt sem hún
hefur lagt í húsið niður í minnstu
smáatriði og hvernig það er að vera
drottning Danaveldis.
Kvennó og MH
mætast
RÚV. Föstudagur kl. 20.00 Í Gettu
betur á föstudaginn mætast
Kvennaskólinn í Reykjavík og
Menntaskólinn við Hamrahlíð í
undanúrslitum. Menntaskólinn í
Reykjavík hefur þegar tryggt sér
sæti í úrslitum og spennandi að sjá
hvaða skólar mætast.
Úr toppgír í hitann
DR2. Verdens vildeste vejr – varme,
föstudag kl. 19.20. Breskir heimilda-
þættir þar sem Top Gear-kynnirinn
Richard Hammond rannsakar
breytilegt veður og vinda heimsins.
Í þessum þætti skoðar hann áhrif
hita á heiminn, en án hitabreytinga
væri ekkert regn, snjór, flóð eða
þurrkar.
Náttúrulegur
sætugjafi
Sá græni
Bragðgóður og ferskur skyrdrykkur án
hvíts sykurs með agave og steviu.
Fylltur af grænum orkugjöfum.
KEA skyrdrykkur
fyrir heilbrigðan lífsstíl