Fréttatíminn - 11.03.2016, Blaðsíða 78
78 | fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
Sienna Miller tekur sig vel út í
vorlínu Lindex sem er inn-
blásin af áttunda áratugnum.
Sienna Miller nýtt
andlit Lindex
Leikkonan Sienna Miller er nýtt
andlit Lindex. Hún situr fyrir í
vorherferð fyrirtækisins en nýja
línan kemur á markað í næsta
mánuði.
Línan er innblásin af áttunda
áratugnum og byggð í kringum
boho-chic útlitið sem samræm-
ist fullkomlega persónulegum
stíl Sienna Miller. Í línunni er
meðal annars flæðandi gyðju
blússan sem Sienna Miller
kveðst geta búið í yfir sumar-
tímann. „Útvíðu gallabuxurnar
eru frábærar, þægilegar og laga
sig ótrúlega vel að líkamanum.
Hvort tveggja eru þetta flíkur
sem eru klassískar, vel sniðnar
og fjölbreytilegar,“ er haft eftir
Siennu Miller í fréttatilkynningu.
Sienna Miller kveðst ánægð
með að vera andlit Lindex. „Það
er ákveðið léttlyndi sem fylgir
vörumerkinu og mér finnst það
raunverulega fagna kvenleik-
anum, það er hrífandi án þess
að vera of alvörugefið. Ég tel að
persónuleiki vörumerkisins komi
fram í myndatökunni fyrir lín-
una. Við skemmtum okkur mjög
vel og hlógum mikið! Ég held
að það sé það sem Lindex snýst
um,“ sagði Sienna Miller.
Athafnakonurnar Dögg
Hjaltalín og Ingibjörg
Finnbogadóttir.
Flík sem á að
endast út lífið
Hönnun
Athafnakonurnar Dögg
Hjaltalín og Ingibjörg
FInnbogadóttir frum-
sýna glænýjan íslenskan
pels í tengslum við
Hönnunarmars. Pelsinn er
100% íslenskur, unnin á Ís-
landi úr íslenskum gærum,
og á að endast út lífið.
„Í dag er staðan sú að íslenskar
gærur eru fluttar úr landi og sútað-
ar erlendis og svo fluttar aftur inn
til að spara peninga. Auk þess er
verið að selja pólskar gærur sem
íslenskar í ferðamannaverslunum.
Okkur finnst aftur á móti mjög
mikilvægt að pelsarnir séu úr ís-
lenskri gæru og alfarið unnir hér
á landi,“ segir Dögg Hjaltalín sem
frumsýnir, ásamt Ingibjörgu Finn-
bogadóttur, nýja íslenska gæru-
pelsa í Epal í Hörpunni í tengslum
við Hönnunarmars.
Dögg segir mikilvægt að þekk-
ingin á vinnslu gæra viðhaldist hér
á landi og lítur hún á pelsana sem
innlegg í þá varðveislu. „Íslenskar
gærur hafa haldið lífi í Íslend-
ingum í meira en 1.000 ár og við
eigum að sýna þessu hráefni þá
virðingu sem það á skilið. Gærurn-
ar okkar eru frá Norðlenska, sút-
aðar á Sauðárkróki og saumaðar,
bæði í vél og í höndunum, af klæð-
skera á okkar vegum á verkstæði
úti á Gróttu,“ segir Dögg sem fékk
hugmyndina að pelsunum fyrir
nokkrum árum. „Mér áskotnaðist
gamall íslenskur lambapels af flóa-
markaði og hefur það lengi verið
uppáhaldsflíkin mín enda ótrúlega
hlý og klassísk flík. Ég hef í mörg
Nýir íslensk ir gærupelsar eru
alfarið unnir á Íslandi.
ár furðað mig á því hvers vegna
pelsarnir hafa ekki verið fram-
leiddir hér á landi og ég ákvað því
að gera það sjálf,“ segir Dögg sem
fékk svo fatahönnuðinn Ingibjörgu
Finnbogadóttur til liðs við sig.
Gærupelsinn er hugsaður sem
flík sem á að endast út lífið og
vildi Ingibjörg því hafa hönn-
unina klassíska. „Pelsinn á að geta
lifað og ferðast á milli kynslóða.
Ég valdi að gera hann stuttan, í
mjaðmasídd, í svo kölluðu bjöllu
sniði „bell-cut“ svo hann væri sem
klæðilegastur á sem breiðastan
hóp, óháð vaxtarlagi hvers og eins.
Við vildum einnig að hann myndi
þjóna sínum tilgangi og ylja vel svo
kraginn er gerður með það í huga,
að hleypa ekki kuldabola inn við
hálsinn og að þú þurfir ekki að
vera með trefil eða slæðu, frekar
en þú viljir.“ | hh
280cm
98cm
20% afsláttur
af öllum vörum
til 17. júní
Túnika
kr. 3000
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
ittinu
kr. 5500.
Tökum upp nýjar vörur daglega
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
mittinu
kr. 5500.
Tökum upp nýjar vörur daglega
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
mittinu
kr. 5500.
Tökum upp nýjar vörur daglega
20% afsláttur
af öllum vörum
til 17. júní
Túnika
kr. 3000
Bláu húsin Fax feni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12- 8 ∙ la g. 11- 6
Frábær verð, smart vöru ,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leg ings háar í
ittinu
kr. 5 0 .
Tökum upp nýjar vörur dagle a
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
mitt nu
kr. 5 0 .
Tökum pp nýjar vö ur d gl ga
Bláu húsin Faxafeni · S. 58 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
mitt nu
kr. 5 0 .
Tökum pp nýjar vö ur daglega
Síð Peysa
kr 7900 og
stutt peysa
kr 5900
Mjög smart dress
Mikið úrval af
fallegum vörum
280cm
98cm
Bláu húsin Faxafeni | S. 588 4499 | Opið mán.-fös. | 11-18 | lau. 11-16
Tískuvöruverslun fyrir konur
RUGL BOTNVERÐ
Peysur, jakka , tunikur, kjólar og margt fl.
Verð frá 1.000 - 5.000 kr.
Ekkert hærra en 5.000 kr
Nú er bara að hlaupa og kaupa.