Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 11.03.2016, Blaðsíða 96

Fréttatíminn - 11.03.2016, Blaðsíða 96
„Álfabikar- inn er snilld. Mesta snilldin er auðvitað hvað hann er miklu umhverfis- vænni, hann er líka þægilegur og þægilegt að þurfa ekki að muna eftir því að kaupa dömubindi og hafa þau með mér.“ Ragnheiður Torfadóttir 96 | fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016 FROSTÞOLNAR RAFHLÖÐUR ENERGIZER ULTIMATE LITHIUM AA & AAA Eru 33% léttari og allt að 11x öflugri en venjulegar rafhlöður. Sölustaðir: Elko, Heimkaup.is, Útilíf og Glóey. Þola 30 gráðu frost Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is „Við sjáum alveg svip með okkur en við erum ekkert sérstaklega líkar,“ sammælast þær Margrét Arnardóttir harmonikkuleikari og Ásgerður Snævarr, lögfræðingur hjá Umboðs- manni Alþingis. Í fjölda ára hefur þeim verið ruglað saman þrátt fyrir að vera ekkert skyldar. „Þetta hófst í kringum 2009 þegar ég var í háskólanum,“ segir Margrét og Ásgerður tekur undir. „Þá bjó ég í Kína og frétti af stelpu á Háskóla- torgi sem væri alveg eins og ég. Fólk átti í heilu samræðunum við Mar- gréti haldandi að það væri ég.“ Tvífararnir þekkjast ekki nema fyrir þær sakir að vera líkar hvor annarri og eru þær í fyrsta skipti að deila sögum sín á milli. „Við höfum aldrei spjallað saman af viti, nema um það hvað við erum líkar. Samt erum við stór partur af lífi hvor annarrar,“ segir Ásgerður og fara þær báðar að hlæja. „Áður en ég hitti Ásgerði vissi ég margt um hana því fólk var að rugla okkur saman. Ég er ekki sérlega mannglögg svo ég hef vanið mig á að heilsa öllum sem heilsa mér. Ég lenti því oft í sam- ræðum þar sem ég varð að útskýra að ég væri Margrét og Ásgerður væri í Kína,“ segir Margrét. Margrét á eina minnisstæða sögu frá skemmtistaðnum Ellefunni sem vekur mikla kátínu. „Það var strákur að reyna við mig á barnum og við vorum að spjalla í einhvern tíma þegar hann fer síðan. Vinur hans kemur þá upp að mér og segir strákinn vera skotinn í stelpu sem heiti Ásgerður og að hann hafi farið mannavillt. Greyið strákurinn hélt hann hefði dottið í lukkupottinn.“ Ásgerður og Margrét segja ýmsar uppákomur fylgja því að eiga tví- fara. Þær hafa verið álitnar hroka- fullar fyrir að ansa ekki fólki úti á götu og hafa kunningjar þeirra farið mannavillt í allt að tvær vikur. „Ég bauð mig fram í Röskvu,“ segir Mar- grét. „Þá voru gamlir skólafélagar Ásgerðar sem héldu í tvær vikur að ég væri hún.“ Ásgerður man eftir þessari uppákomu og segir það eitt af mörgum skiptum sem henni var tilkynnt að hún ætti tvífara. „Það halda allir að þeir séu fyrstir með fréttirnar, sem er mjög fyndið.“ Einfaldur í notkun Álfabikarinn er ekki ósvipaður túrtappa í notkun. Endum bikars- ins er þrýst saman og komið fyrir í leggöngum. Bikarinn má sitja í allt að 12 klukkustundir í leggöng- um og fer eftir magni blæðinga hversu oft þarf að tæma hann. Tölum um álfabikar Kostir álfabikarsins eru margir en fyrst og fremst er hann umhverfisvænn, ódýr og einfaldur í notkun Fólk er alltaf að ruglast Margrét og Ásgerður eru stór partur af lífi hvor annarrar þrátt fyrir að þekkjast ekki. Í mörg ár hefur fólk ruglað þeim saman og eiga þær heilu samræðurnar við fólk sem er að fara mannavillt. „Ég lenti því oft í samræðum þar sem ég varð að útskýra að ég væri Margrét og Ásgerður væri í Kína.“ Ásgerður og Margrét lenda sífellt í því að fólk ruglast á þeim. Mynd | Rut Svartþrösturinn hóf upp raust sína í vikunni og er söngur hans vorboði í hugum margra. Aðeins eru um 25 ár síðan hann fór að verpa hér reglulega. Áður var einn og einn flækingsfugl sem hingað villt- ist, en með hlýnandi veðri á jörðinni hafa suðrænir fuglar flust norður á bóginn í meiri mæli. Svart- þrösturinn náði fótfestu hér um 1990 en mjög fór að fjölga í stofninum upp úr aldamótum. Svartþrestir eru staðfuglar og þrauka því af íslenska veturinn ár hvert í görðum landsmanna. Þeir halda helst til í gamalgrónum hverfum Reykjavíkur. Séu svart- þrestir í garðinum þínum er vert að nefna að þeir taka glaðir við eplabitum, brauðmylsnu og öðrum mataraafgöngum yfir vetrarmánuðina Líf mitt sem svartþröstur Suðræni flækingurinn sem settist að á Íslandi Mynd | Arnór Þórir Sigfússon Mörg lög hafa verið samin um svartþröstinn, þeirra frægast er líklega Blackbird með Bítlunum. „Mánabikarinn er ekki bara ódýrasti, snyrtilegasti og þægilegasti kostur- inn á markaðnum, heldur er hann líka sá umhverfisvænsti. Húrra fyrir heil- brigaðri leggöngum, þyngra veski og styttra vistspori!“ „Upphaflega keypti ég álfabikarinn sem praktíska lausn fyrir langt bakpokaferða- lag. Hann var nokkur skipti að venjast en ég er afar ánægð með hann í dag – hann er umhverfis- vænn og þægilegur. Það er mikill sparn- aður að þurfa ekki að kaupa túrvörur, enda endist álfabikar í nokkur ár.“ Hildur Hjörvar Eydís Blöndal Að meðaltali fer kona á 456 blæðingar á lífsleiðinni í 38 ár. Það gera 2,280 daga á blæðingum eða 6,25 ár. Ólíkar týpur Álfabikarinn kemur í mismunandi stærðum hann fæst bæði úr gúmmíi og sílikoni og endist í nokkur ár. Ókostir Sumar konur eiga erfitt með að koma honum þægilega fyrir. Ef notast er við dömubindi eða túrtappa og þeim skipt á sex klukkustunda fresti líkt og mælt er með, gera það 9,120 dömubindi og túrtappa á hverja konu sem er fleygt í ruslið. Flest dömubindi eru gerð úr plasti og túrtöppum fylgja plastumbúðir eða hylki. Dömu- bindi og túrtappar eru einnig talin ýta undir sveppasýkingu og þurrka upp slímhúðina. Kostnaðurinn við að fara á blæð- ingar fer eftir vali á vörum. Ef miðað er við 2000 krónur á mánuði í túrtappa og tvær týpur af dömu- bindum gera það 912.000 krónur yfir ævina. Bleikur skattur gerir það verkum að konur borga 19,35% skatt af óhjákvæmilegum blæðingum sínum sem nema þá 176.472 krónum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.