Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 11.03.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 11.03.2016, Blaðsíða 18
Fordæmalaust góðæri í sjávarútvegi í kjölfar gengis- falls krónunnar hefur dregið auðæfi að stærstu kvótafyrirtækjunum. Vegna mikilvægis ferðamannaiðn- aðar kemur ekki lengur til greina að styrkja krónuna til að flytja hluta af þessari hagsæld til almennings með lækkun innflutnings og auknum kaupmætti. Eftir situr óleystur vandi: Hvernig má flytja bættan hag sjávar- útvegs til almennings? Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Með falli krónunnar 2008 hrundi kaupmáttur alls almennings á sama tíma og hagur útf lutningsgreina vænkaðist og forsendur sköpuðust fyrir fjölgun ferðamanna. Verðmæti útfluttra sjávarafurða hækkaði mik- ið án þess að innlendur kostnaður hækkaði. Við þetta hófst fáheyrt góð- æri í sjávarútvegi sem ekki sér fyrir endann á. Frá Hruni og til ársloka 2014 hækk- aði eigið fé 30 stærstu kvótafyrir- tækjanna um 230 milljarða króna að teknu tilliti til arðgreiðslna. Á sama tíma greiddu þessi fyrirtæki um 33 milljarða í veiðigjöld fyrir af- not af auðlindum sjávar. Um 15 pró- sent af bættum hag sjávarútvegsfyr- irtækjanna rann þannig í ríkissjóð sem gjald fyrir auðlindina. Til sam- anburðar þá greiddu fyrirtækin um 44 milljarða króna í arð til eigenda sinna á tímabilinu eða um 17 prósent af bættum hag fyrirtækjanna. Mest af gróðanum situr eftir í fyrir- tækjunum og hefur stórbætt eigin- fjárstöðu þeirra. Í árslok 2009 nam samanlagt eigið fé þessara fyrirtækja um 76 milljörðum króna að núvirði. En það var orðið 262 milljarðar króna í árslok 2014. Eituráhrif af sjávarauði Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin eru því orðin ógnarsterk. Sum fyrirtækj- anna og eigendur þeirra eru fyrir- ferðamikil í fjárfestingum, langt út fyrir sjávarútveginn. Sum fyrirtækj- anna taka líka virkan þátt í stjórn- málum, bæði með stuðningi við stjórnmálaflokka, einstaka stjórn- málamenn og með því að halda úti fjölmiðlum á borð við Morgunblaðið og stýra ritstjórnarstefnu þess blaðs og skoðunum. „Ævintýralegur auður útgerðar- manna er farinn að eitra verulega alla pólitíska umræðu í landinu. Áróður sem hentar útgerðarmönnum í alls kyns málum bylur á landsmönnum daginn út og daginn inn. Alls kyns hálfsannleikur og smjörklípur eru endurteknar svo oft að þær síast inn í vitund þjóðarinnar og brengla þjóð- félagsumræðuna útgerðarmönnum í hag,“ skrifaði Jón Steinsson hagfræð- ingur í blaðagrein fyrir skömmu og hélt því fram að fjárhagslegur styrk- ur kvótafyrirtækjanna væri sjálfstætt vandamál vegna eituráhrifa þeirra á samfélagsumræðuna. Val á mili hagsmuna Frá fyrri hluta síðustu aldar hefur hagstjórn á Íslandi snúist um nokkurs konar jafnvægi gengis íslensku krón- unnar milli hags meginþorra almenn- ings af háu gengi og ódýrum innflutn- ingi og hagsmuna útgerðarinnar af lágu gengi og verðmætaaukningar út- flutnings. Eins og í mörgum vanþró- uðum hagkerfum og fyrrum nýlend- um freistuðust stjórnmálamenn til að kaupa sér vinsældir meðal almenn- ings með of háu gengi og tímabundið bættum kaupmætti vegna verðlækk- unar á innfluttum vörum. Því lengur sem stjórnmálamenn héldu genginu háu því verr lék það útflutningsgreinarnar og einkum sjávarútveginn. Stjórnvöld gripu þá til allskyns millifærslna og stuðn- ings, niðurgreiddra vaxta og alls kyns plástra, til að vega upp á móti blóðmissi útgerðarinnar en þurftu Ævintýralegur auður útgerðarmanna er farinn að eitra verulega alla pólitíska umræðu í landinu. Jón Steinsson hagfræðingur HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði www.volkswagen.is Við kynnum til leiks fjórðu kynslóð af vinsælasta atvinnubíl á Íslandi undanfarin ár. Enn meiri staðalbúnaður, aukið öryggi og öflugri vélar eru aðeins nokkur atriði sem gera hinn nýja Caddy svo aðlaðandi. Nú kemur Caddy líka í fimm og sjö manna fjölskylduútfærslu með nálgunarvara og loftpúðum fyrir ökumanns- og farþegarými. Nýr Volkswagen Caddy kostar frá 2.670.000 kr. (2.135.226 kr. án vsk) Glæsilegur vinnubíll www.volkswagen.is AtvinnubílarHEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu. Nýr Volkswagen Caddy Sjávarútvegur Ógnargróði vegna lækkunar krónu og veiðigjalda 30 stærstu hafa hagnast um 230 milljarða frá Hruni 300 250 200 150 Veikt gengi skilar gróða Gengisfall krónunnar árið 2008 skilaði mikilli tekjuaukningu til sjávarút- vegsfyrirtækja þrátt fyrir lægra verð á mörkuðum. Verðmæti sjávarútflutn- ings á föstu verðlagi í milljörðum króna. Veiðigjöldin lág miðað við bættan hag Veiðigjöldin fóru hæst í 27 prósent af bættum hag sjávarútvegsfyrirtækja árið 2013 en hafa lækkað síðan. Upphæðir í milljörðum króna. 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 44 milljarðar Bættur hagur Veiði­ gjöld 2,3 milljarðar 3,7 milljarðar 9,4 milljarðar 13,1 milljarður 9,4 milljarður 63 milljarðar 85 milljarðar 55 milljarðar 61 milljarðar2010 2011 2012 2013 2014 18 | fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.