Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 11.03.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 11.03.2016, Blaðsíða 32
lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir Kannski mætti kalla þá tíma sem við lifum póst-ný-frjálshyggju. Mörg af þeim vandamálum sem við glímum við bera einkenni þess að nýfrjálshyggjan, sem var ríkjandi hugmyndastefna síðustu þrjá áratugi, hefur brunnið yfir. Hún er ekki lengur frjór sjónarhóll, hefur ekki í sér neitt frjómagn og er fyrir löngu gengin í lið með hinum ríku og voldugu. Hinn óþægi gagnrýn- andi er orðinn hlýðinn þjónn. Það má endalaust deila um hvort eitthvert vit var í þessari hugmyndastefnu í upphafi. Það má líka deila um hvort þetta var hugmyndastefna eða safnhaugur stjórnmálaskoðana, manngildis- hugmynda, stíls og afstöðu. Eða tíska. Ef vit var í stefnunni í upphafi er það löngu uppurið. Það heyrist vel þegar ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru spurðir hvers vegna ríkið eigi að selja bank- ana. Þeir segja að það sé ekki hlut- verk ríkisins að reka banka, án þess að rökstyðja það á nokkurn hátt. Og að það fari einkaaðilum betur að reka banka, án þess að geta bent á neitt dæmi þar um. Það er álíka gjöfult að spyrja for- ystu Sjálfstæðisflokksins um einka- væðingu eins og að spyrja ungan skoppara hvers vegna hann sé með buxnastrenginn á miðjum rass- kinnum. Hann klæðir sig svona af því að aðrir gera það; hann heldur að það sé smart. Eins og forysta Sjálfstæðisflokksins heldur að það sé smart að flagga slagorðum ný- frjálshyggjunnar. Í Fréttatímanum í dag er fjallað um ógnargróða kvótafyrirtækja frá Hruni. Hann hefur orðið til vegna aðgengis að auðlindum sjávar, krónískri láglaunastefnu og gengis- falls íslensku krónunnar. Þegar hin almennu skilyrði eru með þessum hætti flytjast gríðarleg verðmæti í samfélaginu frá meginþorra fólks til fárra; svokallaðra kvótakónga. Í Fréttatímanum hefur líka verið fjallað um hvernig viðskiptabank- arnir hafa á fáum árum sogað til sín stjarnfræðilegar upphæðir. Þótt bankarnir séu að stóru leyti í eigu ríkisins og lög og opinberar reglu- gerðir skapi í raun rekstrarskilyrði þeirra og hagnað; eru þeir reknir eins og rekstur þeirra sé einkamál eigandans. Sem í tilfelli þeirra er eiginlega hálfgeggjuð ímyndun; ríkið sem einkaaðili. Í Fréttatímanum hefur líka verið fjallað um hlutafélagavæðingu ríkisstofnana í gegnum sorgarsögu Íslandspósts. Því var lengi trúað að það myndi sjálfkrafa bæta rekstur opinberra stofnana að breyta þeim í hlutafélög og að hlutafélög væru á einhvern hátt náttúrlegra rekstrar- form en stofnun, félag eða samtök. Sú er auðvitað ekki raunin. Í raun fer almannaþjónustu illa að vera löguð að skilyrðum hlutafélaga, hefðum þeirra og eðli. Þetta sést af sögu Íslandspósts, Ríkisútvarpsins og fleiri stofnana sem hafa orðið nokkurs konar skrípi á síðustu árum. Dæmin sem hér hafa verið nefnd; kvótafyrirtækin, bankarnir og hlutafélagavæddar ríkisstofnanir með ríkar samfélagslegar skyldur; eiga það sammerkt að starfa á mörkum einkareksturs og hins opinberra. Þetta eru fyrirtæki sem byggja afkomu sína á sérstökum heimildum hins opinbera, sókn í sameiginlegar auðlindir, réttindi og aðstöðu sem ríkið býr til með reglum sínum og úthlutun gæða, einkaleyfi á tiltekinni starfsemi eða hlutdeild í fákeppnismarkaði. Þegar við blasir að þessar aðstæður færa óheyrilegan hagnað til einkaaðila ber stjórnvöldum að leiðrétta for- sendurnar. Bankarnir þöndust ekki út af fé vegna þess hversu bankamennirnir voru snjallir. Sömu bankamenn keyrðu banka í þrot við aðrar að- stæður fyrir fáum árum svo eftir var tekið um allan heim. Kvóta- fyrirtækin soga ekki til sín hagnað vegna þess að íslenskir útvegsmenn séu svona snjallir. Sömu fyrirtæki urðu tæknilega gjaldþrota í hrönn- um fyrir fáum árum þegar ytri að- stæður voru atvinnugreininni ekki eins fáránlega hagstæðar. Það er hrollvekjandi að horfa til næstu fimm, tíu eða fimmtán ára við óbreytt ástand. Ef stjórnvöld laga ekki forsendur munu bank- arnir halda áfram að soga til sín gríðarlegt fé úr samfélaginu. Og þar sem þessi fyrirtæki skapa engan auð þá verður það ekki gert nema á kostnað einstaklinga og fyrirtækja. Og ef stjórnvöld breyta ekki for- sendum sjávarútvegsins til að vega upp á móti hagnaði kvótafyrir- tækjanna af lágu gengi og ódýru aðgengi að auðlindinni; munu fyrirtækin halda áfram að tútna út og drottna yfir íslensku samfélagi og stjórnmálum. Vandinn við að setja þessi mál á dagskrá er að arfleifð nýfrjáls- hyggjunnar liggur enn yfir um- ræðunni. Það er erfitt að ræða um skil opinberra aðstæðna og einka- rekstrar, gildi sameiginlegra eigna og almennings eða samfélagslegar skyldur einkafyrirtækja þegar þeir sem ættu að leiða umræðuna eru frosnir í gömlum kennisetningum sem hafa afhjúpast sem rangar á síðustu árum. Gunnar Smári Erfitt að Endurnýjast á gEldum grunni Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. 32 | fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016 Síðumúla 30 . Reykjavík . Sími 533 3500 Hofsbót 4 . Akureyri . Sími 462 3504 Justin Bieber FERMINGAR TILBOÐ VOGUE fermingarrúm Verð frá: 93.520 - Fullt verð frá: 116.900 Sæng og koddi að andvirði 6.980 fylgir með hverju keyptu fermingarrúmi Með hverju seldu fermingar- rúmi fer viðkomandi í pott sem er dreginn út í hverri viku í 4 vikur og í verðlaun eru 2x miðar á Justin Bieber tónleika 9. sept 2016 í Kórnum Kópavogi 120x200cm | án höfðagafls og fylgihluta LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS FERMINGARTI LBOÐ RÚMFÖT FRÁ 7 .990 kr. Tré lífsins Með útsaum og applikeringu 140x200 Verð nú 9.990 kr Verð áður 14.990 kr Friður Grátt með útsaum 140x200 Verð nú 8.990 kr Verð áður 12.980 kr NÚ FYLGJA TVEIR MIÐAR Í LAUGARÁRSBÍÓ Á MYNDIRNAR THE BOSS EÐA THE HUNTSMAN ÖLLUM SELDUM RÚMFÖTUM OG DÚNSÆNGUM Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST 15 GERÐIR AF RÚMFÖTUM Á TILBOÐI SJÁÐU ÚRVALIÐ Á LINDESIGN.IS * E f g r e i t t m e ð N e t g í róm a í - o k t ó b e r BRISTOL 7.999 kr.f rá *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.