Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 11.03.2016, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 11.03.2016, Blaðsíða 52
Þótt Brynja Valdimarsdóttir sé afskaplega ánægð með sína íslensku fjölskyldu hefur hún hafið ferli til þess að hafa upp á blóðmóður sinni á Sri Lanka. Í hennar huga er nauðsynlegt að þekkja rætur sínar og upp- runa. Brynja Valdimarsdóttir fæddist á Sri Lanka fyrir rúmum þrjátíu árum og kom til Íslands sex vikna gömul þann 14. desember 1985. Hún segist alltaf hafa litið á sjálfa sig sem Íslending, enda uppalin við íslenska menningu, tungu- mál og hefðir. Brynja ólst upp á Akranesi, þar sem hún býr ennþá, og spurð hvort hún hafi upplifað sig sér á báti í því litla bæjarfélagi hlær hún og segir að eins ótrúlega og það kannski hljómi þá hafi þær verið sex stelpurnar frá Sri Lanka í hennar árgangi, auk þess sem hún eigi bróður sem var ættleiddur frá Guatemala tveimur árum á undan henni. Í skólanum hafi líka verið krakkar sem ættleiddir voru frá Indónesíu, Suður-Kóreu, Kína og Guatemala þannig að aldrei hafi komið til þess að hún yrði fyrir einelti vegna útlits síns. „Voðalega talarðu góða ís- lensku“ „Við vorum svo ung þegar við komum og ólumst öll upp saman, þannig að maður sá engan mun,“ segir hún. „Ég hef ekki orðið vör við neitt einelti og aldrei orðið fyrir því sjálf, allavega ekki vegna litarháttar. Ég hef auðvitað fengið alls konar komment í gegnum tíðina, en það er ekkert sem ég tek inn á mig. Ég held að hugar- far manns sjálfs stjórni því mikið hvernig maður upplifir svoleiðis. Ef ég vildi alltaf leika fórnarlambið gæti ég vel valið það, en ég vil miklu heldur leika sigurvegar- ann. Ég vil mun frekar muna það jákvæða. Ég verð líka að taka fram að þegar ég hef orðið fyrir for- dómum hefur það ekki verið hér á Íslandi heldur erlendis. Ég bjó fjög- ur ár í Boston þegar ég var í námi og þar fann maður fyrir fordóm- unum. Hér segir fólk, sérstaklega eldra fólk, stundum „velkomin til Íslands“ eða „voðalega talarðu góða íslensku“, en það er bara ein- lægt og fallegt, finnst mér.“ Hágrét yfir pappírunum Brynja hóf fyrir skömmu ferli til þess að hafa uppi á blóðforeldrum sínum, til að finna síðasta bitann í púsluspilið um það hver hún er, eins og hún orðar það. „Mig hefur lengi langað að grafast fyrir um uppruna minn, en ég var aldrei til- búin til þess. Núna er ég tilbúin og hef þroska til að gera ráð fyrir alls konar aðstæðum og niðurstöðum án þess að fara í vörn. Ég veit ekk- ert hvernig manneskja blóðmóðir mín er, veit ekki einu sinni hvort hún er á lífi, eða hvort hún kærir sig nokkuð um að heyra frá mér, en þetta er samt eitthvað sem ég verð að reyna.“ Skömmu fyrir áramótin síðustu fékk Brynja í hendur þá pappíra sem fylgdu henni til landsins á sínum tíma, þar sem meðal annars var að finna fæðingarvottorð hennar, nafn móður, fæðingar- stað og það nafn sem Brynja bar áður en hún fékk íslenska nafnið. Hún hafði samband við innan- ríkisráðuneytið og fékk skjölin í hendur innan við viku síðar. Hún segist ekki hafa verið viðbúin því að þetta gengi svona hratt fyrir sig og það hafi verið óskaplega til- finningaþrungin stund að opna skjalapakkann. „Ég horfði heil- lengi á pappírana á borðinu heima hjá mér áður en ég þorði að opna þá. Mér leið eins og ég væri að fá upplýsingar sem þýddu að ég hefði verið einhver allt önnur mann- eskja í sama lífi. Loks opnaði ég pappírana og strax á fyrstu blað- síðu var fullt af upplýsingum sem ég hafði ekki hugmynd um. Ég fór bara að hágráta, þetta opnaði alveg nýjan heim.“ Merki um óendanlega ást Brynja segist svo sem ekkert vita hvers vegna móðir hennar hafi ákveðið að gefa hana til ættleið- ingar en hún sé henni óendanlega þakklát fyrir það. „Hún hefur örugglega upplifað sig króaða af úti í horni og ekkert annað í boði. Í pappírunum kemur fram að hún var ógift, nafn föður kemur ekki fram og ekki heldur hvort hún átti fleiri börn. Mér finnst það merki um óendanlega ást að hafa gefið mig til þess að tryggja að ég ætti betra líf en hún gæti boðið mér. Hún var sjálf á staðnum og afhenti hinni móður minni mig og verandi móðir sjálf get ég varla ímyndað mér hversu óskaplega sárt það hefur verið. Þegar maður hugsar um þá fórn lítur maður lífið öðrum augum. Það er gjöf í 365 daga á ári, gjöf sem maður verður að fara vel með og láta gott af sér leiða.“ Þótt Brynja hafi lengi velt upp- runa sínum fyrir sér segir hún að sú ákvörðun að leita upprunans hafi fyrst fyrir alvöru byrjað að skjóta rótum þegar hún gekk með son sinn sem er í dag þriggja ára gamall. „Þegar ég fór í fyrstu mæðraskoðunina var spurt um sjúkdóma í fjölskyldunni og þá rann upp fyrir mér að svona hluti þyrfti ég að vita. Það er líka dálítið skrítið að sonur minn skuli vera eini einstaklingurinn í heiminum, sem ég veit um, sem er blóð- tengdur mér. Það er mjög sérstök tilfinning. Ég er ekki að segja að blóðtengsl skipti öllu máli, en þau skipta máli.“ Verð að reyna Næstu skref í upprunaleitinni eru að senda fyrirspurn til Sri Lanka með nafni blóðmóður Brynju og svo hefst biðin eftir svörum þaðan. Þegar þau berast, hvort sem tekst að hafa upp á móður hennar og systkinum eða ekki, ætlar Brynja að fara til Sri Lanka í fyrsta sinn og upplifa rætur sínar. „Ég hef aldrei farið, en það er eitthvað sem togar mig mjög sterkt þangað. Ég held að flestir vilji vita sínar rætur og uppruna að einhverju leyti. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér alveg síðan ég var lítill krakki. Ekki það að ég sé eitthvað ósátt, alls ekki, ég er voðalega ánægð að eiga þá fjölskyldu sem ég á hér og finnst ég hafa verið heppin að öllu leyti. En það vantar samt eitt stykki í púsluspilið og ég held að ég þurfi nauðsynlega að finna það. Kannski tekst það ekki en ég verð allavega að reyna.” leyndu fordómar sem krauma í samfélaginu, einkum gagnvart múslimum. Hann segir það vera sína leið til að opna augu fólks og stuðla að aukinni umræðu og skilningi á vandamálinu. „Þetta verk vekur mann virkilega til umhugsunar og sýnir fram á hvað þessir fordómar eru heimskuleg- ir,“ segir hann. „Því þegar öllu eru á botninn hvolft þá erum við bara manneskjur, sama hver litarhátt- urinn er eða hvað trúarbrögð við aðhyllumst.“ Jónmundur hefur verið við- loðandi leiklistina síðan hann lék í Bugsy Malone í Loftkastalanum tólf ára gamall, og útskrifaðist sem leikari frá listaskóla í San Frans- isco 2014. Hann hefur haft nóg að gera síðan hann útskrifaðist en finnst vera kominn tími á það að sýna mismunandi kynþætti á íslensku leiksviði og í sjónvarpi. „Það er löngu kominn tími á að auka fjölbreytnina. Þegar ég var að leika í sjónvarpsþáttunum Rétti ræddum við Unnsteinn Manuel þetta einmitt mikið og vorum báðir mjög ánægðir með það að við vorum ekki látnir leika inn- flytjendur með hreim heldur bara venjulega íslenska stráka. Flest hlutverk sem ég hef leikið hafa verið dökka hlutverkið í verkinu, sem ég skil alveg, en maður er bara Íslendingur og getur alveg leikið þá eins og einhver annar. Við verðum að fara að endurspegla það á öllum sviðum samfélagsins að fjölmenningin er komin til Ís- lands. Við erum alls konar.“ Vantar eitt stykki í púsluspilið Þótt Brynja Valdimarsdóttir hafi lengi velt uppruna sínum fyrir sér segir hún að sú ákvörðun að leita upprunans hafi fyrst fyrir alvöru byrjað að skjóta rótum þegar hún gekk með son sinn. Mynd | Hari Ég hef ekki orðið vör við neitt einelti og aldrei orðið fyrir því sjálf, allavega ekki vegna litarhátt- ar. Ég hef auðvitað fengið alls konar komment í gegnum tíðina, en það er ekkert sem ég tek inn á mig. Ég held að hugarfar manns sjálfs stjórni því mikið hvernig maður upplifir svoleiðis. Ef ég vildi alltaf leika fórnarlambið gæti ég vel valið það, en ég vil miklu heldur leika sigurvegarann. 52 | fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016 Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Útfarar- og lögfræðiþjónusta Lögfræðiþjónusta Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is. Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda * E f g r e i t t m e ð N e t g í róm a í - j ú n í & s e p t . - o k t . LYON 12.999 kr.f rá * * E f g r e i t t m e ð N e t g í rój ú n í - j ú l í & s e p t . MÍL ANÓ 17.999 kr.f rá *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.