Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 11.03.2016, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 11.03.2016, Blaðsíða 48
Friðrika Benónýsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Börn sem ættleidd hafa verið frá fjar­ lægum löndum af íslenskum for­ eldrum eru orðin um sex hundruð talsins síðan skráningar hófust í kringum 1980. Á því tímabili hafa að meðaltali 14-20 börn verið ættleidd á ári, en fjöldinn sveiflast milli ára og síðan 2004 hafa að meðaltali 19 börn verið ættleidd á ári. Töluvert kapp er lagt á það að fylgjast vel með þessum börnum og hvernig þeim farnast í nýja heimalandinu og á vefsíðu Íslenskrar ættleiðingar er að finna fjölda fræði­ greina um málefnið. Meðal þess sem athygli vekur er að börn sem ættleidd eru til Íslands virðast að mörgu leyti spjara sig betur en börn sem ættleidd eru til annarra Norðurlanda. Erfiðleik­ ar við tengslamyndun eru til dæmis fá­ tíðari hjá börnum sem hingað koma en á öðrum Norðurlöndum og þótt tíðni einhverfueinkenna og einkenna at­ hyglisbrests og ofvirkni sé örlítið meiri en hjá íslenskum börnum almennt, þá farnast þeim flestum mjög vel og skera sig lítið sem ekkert úr heildinni. Það virðist skiptast í tvö horn hvort ættleidd börn leiti uppruna síns eftir að þau komast á fullorðinsár og eins og fram kemur í viðtölum Fréttatím­ ans við þrjá ættleidda einstaklinga skiptir vitneskjan um blóðforeldra sum þeirra engu máli á meðan öðrum þykir vanta púslbita í sjálfsmyndina á meðan þau þekkja ekki upprun­ ann. Öll eru þau þó auðvitað ósköp venjulegir Íslendingar og ekkert þeirra segist verða fyrir grófum fordómum eða áreiti vegna litarháttar síns, það sé hins vegar full ástæða til að vera vakandi fyrir aukningu fordóma í sam­ félaginu og berjast á móti henni með öllum ráðum. Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is 8BLS BÆKLINGURSTÚTFULLUR AF NÝJUM SJÓÐHEITUM VÖRUM! VINNUR ÞÚ FIËSTA GO HLJÓÐK ERFI HEPPIN N FACEB OOK VIN UR VINNUR FIËSTA GO FRÁ TRU ST EINA SE M ÞARF AÐ GERA ER AÐ TE LJA PÁS KA- KANÍNUR Í NÝJA BÆKLIN G- NUM OK KAR OG SMELLA SVARINU Á FACEB OOK SÍÐU TÖL VUTEK VORU M AÐ OPNA NÝJA LEIKJ ADEIL D Í HAL LARM ÚLAN UM Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur Barnaverndar- stofu, fæddist í Beirút í Líbanon árið 1979 og var ættleidd til Íslands þriggja mánaða gömul. Hún segist ekki hafa orðið vör við mikla fordóma hjá Íslendingum, en óttast þó að þeir séu að aukast. Heiða Björg segist ekki vita nokk­ urn skapaðan hlut um blóðfor­ eldra sína, á fæðingarvottorðinu standi að móðir sé óþekkt, en hún hafi aldrei haft neina þörf fyrir að forvitnast um upprunann. Hún hugsi með miklu þakklæti til kon­ unnar sem eignaðist hana að hafa tekið þá ákvörðun að gefa hana og verða þar með þess valdandi að hún eignaðist sína góðu fjöl­ skyldu á Íslandi. Heiða Björg á bróður sem er tveimur árum yngri, sem einnig er ættleiddur frá Líbanon, ólst upp í Vesturbæn­ um í Reykjavík, gekk í Melaskóla, Hagaskóla, MH og Háskóla Íslands og stundar nú doktorsnám í lög­ fræði við Háskólann í Reykjavík. Hún er gift Janusi Sigurjónssyni og þau eiga tvær dætur, 4 ára og tíu mánaða. Hún hefur verið lögfræð­ ingur Barnaverndarstofu síðan í janúar 2009 og aðspurð segist hún kannski ekki vera frá því að það að vera ættleidd hafi haft áhrif á starfsvalið. Heppnasta þjóð í heimi „Það er margt sem spilar saman. Kannski er eitt af því sem það að vera ættleiddur hefur gefið manni það að maður tekur ekki því lífi sem maður lifir sem sjálfgefnu. Ég lít svo á að ég hafi verið mjög heppin að hafa fengið þessa fjöl­ skyldu, þessa foreldra og þetta líf því ég veit að ef hlutirnir hefðu æxlast öðruvísi væri líf mitt örugg­ lega ekki svona gott. Ég held að við séum heppnasta þjóð í heimi. Þó maður geti pirrað sig á stjórnmála­ ástandinu og ýmsu svoleiðis, þá erum við rík þjóð og höfum allt til alls. Að hluta til er það auðvit­ að líka uppeldið, ég er alin upp við það að maður eigi að gefa til baka inn í samfélagið og það vil ég gera. Auk þess er barnarétturinn svið sem er lítið rannsakað og margt hægt að gera í. Markmiðið er að vinna vel og gera gott, fyrir utan það að þetta er líka hrikalega skemmtileg lögfræði því það spilar svo margt saman.“ Heiða Björg segist hvorki hafa orðið fyrir áreiti né einelti sem krakki í skóla og þær spurningar og stríðni sem hún hafi fengið varðandi það að mamma hennar væri ekki alvöru mamma hennar hafi verið ættað frá foreldrum barnanna sem spurðu. „Börn eru ekkert að pæla í svoleiðis. Mér fannst ég frekar verða vör við for­ dóma frá sumum kennurum; að ég þyrfti að sanna mig betur en hinir krakkarnir og að þeir gerðu ráð fyrir því að það tæki mann lengri tíma að læra hlutina. En ég tek það skýrt fram að það voru örfá undantekningartilfelli.“ Heiða Björg segir það eflaust hafa hjálpað sér varðandi for­ dóma að hún þyki sláandi lík föð­ ur sínum og sé því ekki sjálfkrafa stimpluð útlensk, en það séu auð­ vitað alltaf einhverjir sem horfi fyrst og fremst á það. „Ég segi alltaf að ég sé bara íslensk, enda nennir maður kannski ekki endi­ Íslendingar Í húð og hár Bitna auknir fordómar gagnvart innflytjendum á Íslendingum sem voru ættleiddir hingað sem ungBörn og hafa aldrei átt annað heimaland? fréttatÍmanum lék forvitni á að fá svar við þeirri spurningu og leitaði til þriggja ungra Íslendinga sem allir eru fæddir annars staðar á hnettinum en hafa Búið hér alla sÍna ævi. Fjölskyldur eru alls konar Heiða Björg Pálmadóttir segir það eflaust hafa hjálp- að sér varðandi fordóma að hún þyki sláandi lík föður sínum og sé því ekki sjálf- krafa stimpluð útlensk. Mynd | Rut 48 | fréttatÍminn | helgin 11. mars–13. mars 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.