Fréttatíminn - 11.03.2016, Blaðsíða 46
Þegar fólk gengur um
Skeifuna í dag eru litlar
líkur á að það verði agndofa
yfir byggingarlistarlegum
sigrum eða skipulagssnilld.
Trípólí arkitektar hafa
unnið að hugmyndum á
svæðinu í tvö ár og segja
að með ódýrum og um-
hverfisvænum hætti gæti
þar risið stórskemmtileg
blönduð byggð með greiðum
aðgangi að verslun, þjónustu
og helstu samgönguæðum
borgarinnar. Hér skrifa
Trípólí arkitektar um hug-
myndir sínar að gjörbreyttu
landslagi í Skeifunni sem
gæti rúmað allt að 3000
íbúðir árið 2060.
Gífurleg tækifæri eru til að skapa
blómlegt íbúðahverfi í Skeifunni
með einstakan karakter á borð
við þekkt hverfi eins og Kødbyen í
Kaupmannahöfn eða Meatpacking
District í New York. Til þess þarf
eingöngu vilja borgaryfirvalda og
fasteignaeigenda. Í aðalskipulagi
Reykjavíkur er nú gert ráð fyrir að
500 íbúðir rísi í Skeifunni á árun-
um 2016-2030, sem yrði sambæri-
legur þéttleiki og í austanverðu
Grafarholti, eða um 27 íbúðir á
hektara.
Til að ná fram meiri gæðum og
virkni sem einkenna á lifandi mið-
svæði þarf þéttleikinn hins vegar
að vera mun meiri. Svigrúm til að
fjölga íbúðum hraðar er til staðar.
Þegar rýnt er í aðalskipulagið má
sjá að þar er jafnframt talað um
að í Skeifunni skuli vera 60 íbúðir
á hektara, sem myndi þýða um
1.100 íbúðir. Væri stefnt að sama
þéttleika íbúða og er til dæmis á
Grettisgötusvæðinu mætti koma
þar fyrir um 2.000 íbúðum, eða
um 112 íbúðum á hektara.
Nú eru liðin rétt um tvö ár síðan
vinna hófst við þverfaglegt verkefni
á vegum Reykjavíkurborgar og Au-
roru Hönnunarsjóðs, Hæg breytileg
átt. Fjórir hópar fengu nokkuð
frjálsar hendur við að vinna til-
lögur að bættu borgarlandslagi
með hag fólksins, íbúa og gesta,
að leiðarljósi. Trípólí arkitektar og
ráðgjafar þeirra réðust í að endur-
skipuleggja Skeifuna, byggðar-
kjarna sem fáir hafa ímyndað sér
sem íbúðabyggð. En af hverju ekki?
Niðurstaða hópsins var sú að allir
möguleikar væru fyrir hendi til að
skapa miðlæga byggð með greiðum
aðgangi að verslun, þjónustu og
helstu samgönguæðum borgar-
innar.
Burðarásar hverfisins eru að
megninu til iðnaðar- og vöruhús
sem eru einfaldar og sveigjanlegar
byggingar sem flestum hefur verið
breytt í verslunar- og skrifstofuhús-
næði. Í stað þess að rífa þær niður
má til dæmis breyta skrifstofu-
hæðum í íbúðir og byggja við hlið
núverandi húsa og ofan á. Það er
umhverfisvænna og lækkar bygg-
ingarkostnað, sem skilar sér í lægra
fasteigna- og leiguverði til atvinnu-
rekenda og neytenda. Með þessu
móti má halda í hráan „industrial“
staðarandann sem er einkenn-
andi fyrir hverfið og nýta betur
Skipulagsmál Vilja breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir og þétta byggð í Skeifunni
Svona gæti Skeifan orðið
Horft í vesturátt að gatnamótum Fellsmúla, Skeifu
og Grensásvegar. Bílastæði eru í öndvegi og enginn
göngustígur sjáanlegur.
Horft í austurátt að Fákafeni. Á vinstri hönd má
sjá Rúmfatalagerinn með nýjum almenningsgarði
vestan megin við bygginguna.
Horft í austurátt niður nýja götu sem liggur sam-
hliða Miklubraut. Bakhlið Hagkaupsskemmunar
sést á vinstri hönd.
Erfiðasta við að
byggja ný hverfi er
einmitt að fá verslun
og þjónustu inn
í hverfin. Í tilfelli
Skeifunnar er það nú
þegar til staðar.
óbyggð svæði. Með þessum hætti
þarf heldur engin verslun að víkja.
Erfiðasta við að byggja ný hverfi er
einmitt að fá verslun og þjónustu
inn í hverfin. Í tilfelli Skeifunnar er
það nú þegar til staðar.
Vegir liggja til allra átta
Staðsetning Skeifunnar er aðeins
um hundrað metra frá landfræði-
legri miðju Reykjavíkurborgar. Hún
liggur milli tveggja umferðaræða
sem henta vel fyrir almennings-
samgöngur, bæði til austurs og
vesturs. Innan 15 mínútna hjóla-
radíuss Skeifunnar væri hægt að
komast í miðbæ Reykjavíkur í vestri
og alla leið til Grafarvogs í austri.
Það er stutt í græn svæði og grunn-
og framhaldsskólar eru í næsta
nágrenni. Skeifan gæti einnig sam-
einað hverfi á borð við Laugarnes,
Laugardal, Bústaðahverfi, Voga og
Háaleiti í nýjum miðpunkti innan
borgarinnar.
Annað miðsvæði
Frumforsenda íbúðabyggðar í
Skeifunni er eftir sem áður endur-
skipulagning umferðarskipulags.
Götur eru of margar og þjóna
sumar jafnvel engu hlutverki. Stór
hluti bílastæða er vannýttur og
aðstæður gangandi og hjólandi
eru óásættanlegar. Með einföldum
hætti væri hægt að hægja á umferð,
færa bílastæði að hluta til neðan-
jarðar og bæta við grænum reitum
sem gerir umhverfið mannlegra.
Með því að greiða götu veitinga- og
kaffihúsa og menningartengdrar
starfsemi væri einnig hægt að
auka fjölbreytni og sprauta nýju
lífi í hverfið, sérstaklega eftir hefð-
bundinn lokunartíma verslana.
Skeifan gæti því verið nýr kostur
fyrir fólk til að sækja verslun, þjón-
ustu og ekki síst afþreyingu. Þar
með væri hægt að dreifa álagi sem
er á miðborginni og opna á mögu-
leika að í Skeifunni rísi nokkur
hótel.
Tími til kominn
Þegar fólk gengur um Skeifuna í
dag eru litlar líkur á að það verði
agndofa yfir byggingarlistarlegum
sigrum eða skipulagssnilld. Í fyrsta
lagi eru mjög litlar líkur að fólk
myndi yfir höfuð hafa hugrekki og
þor til að ganga um hverfið, enda
er byggðarkjarninn í Skeifunni ekki
hugsaður fyrir gangandi fólk. Þessu
má hins vegar breyta. Þótt það
kunni að hljóma ótrúlegt, miðað
við núverandi ástand Skeifunnar,
væri auðveldlega hægt að þróa þar
blómlega byggð – þar sem íbúar
gætu þrifist og dafnað við hlið
allrar þeirrar verslunar og þjónustu
sem byggðarkjarninn býður nú
þegar upp á. Með góðum vilja eru
allir vegir færir. Með fólkinu koma
lífsgæðin. Já, með fólkinu kemur
fjörið.
Horft í norðurátt frá Skeifunni
17. Til hægri glittir í miðgarð
svæðisins þar sem bílastæði við
Rúmfatalagerinn voru áður.
Nánar má skoða hugmyndir
arkitektanna á tripoli.is
Skeifan 2015 Skeifan 2018 Skeifan 2030
Skeifan 2060
Hugmyndir Trípólí gera ráð fyrir
að árið 2018 verði fjöldi íbúða í
Skeifunni 300, árið 2030 gæti
íbúðafjöldinn orðið 1500 og árið
2060 gætu íbúðirnar orðið 3000.
Kringlan 4–12 103 Reykjavík www.reitir.is 575 9000
TIL LEIGU
Myndir, teikningar og nánari upplýsingar má nálgast á www.reitir.is
og hjá Halldóri Jenssyni sölustjóra í 840 2100 eða halldor@reitir.is.
Skeifan 17
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Til leigu 218 m² skrifstofuhúsnæði á 3. hæð í Skeifunni 17. Skrifstofurýmið er nýlega uppgert, um 200 m²
auk 18 m² starfsmannaaðstöðu á jarðhæð. Rýmið er bjart og skiptist í þrjú herbergi, opið vinnurými og kaffistofu.
Laust til afhendingar í byrjun janúar 2016.
46 | fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016