Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 11.03.2016, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 11.03.2016, Blaðsíða 24
Fyrirtækin í körfunni Bankar: Íslandsbanki, Arion banki og Landsbanki. Tryggingafélög: VÍS, Sjóvá og TM. Flutningar: Icelandair, Eimskip og Samskip. Olíufélög: N1, Skeljungur og Olíuverslun Íslands. Fjarskipti: Síminn og Vodafone. Verslun: Hagar, Kaupás og Norvik. Landbúnaður: KS, Auðhumla og Sláturfélag Suðurlands. Heildsala: Innnes, Ölgerð Egils Skallagrímsson- ar, Íslensk ameríska og Natan Olsen. 24 | fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016 Fyrirtæki á innanlands- markaði hafa ekki notið við- líka góðæris og kvótafyrir- tækin en eru samt flest búin að jafna sig svo af Hruninu að þau eru farin að borga eigendum sínum arð. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Samanlagður útgreiddur arður og hækkun eigin fjár í 24 af stærstu fyrirtækjum landsins á innanlands- markaði var nálægt 368 milljörðum á árunum 2009 til 2014. Ef við tökum viðskiptabankana þrjá út úr dæminu þá standa eftir 146 milljarðar króna. Í árslok 2009 var samanlagt eigið fé þessara fyrirtækja um 201 milljarður króna. Bættur hagur þeirra á þessu tímabili er því um 73 prósent af eigin fé þeirra í upphafi tímabilsins. Sam- bærilegt hlutfall hjá sjávarútvegsfyr- irtækjunum, sem fjallað er um á blað- síðu 18 í Fréttatímanum þessa viku, er 304 prósent. Munurinn er mikill. Þessi ávöxtun jafngildir um 11,6 prósent hjá fyrir- tækjunum á innanlandsmarkaði en um 32,2 prósent hjá kvótafyrirtækj- unum. Að hluta til má rekja meiri arð- semi kvótafyrirtækjanna til ódýrra aðfanga eða lágs veiðigjalds en að hluta til lágs gengis krónunnar. Heildsalan gengur vel Þegar skoðað er milli geira hvernig hagur fyrirtækjanna hefur dafnað tróna bankarnir yfir öðrum, þeir drottna yfir viðskiptalífinu. Saman- lagður hagur þeirra frá 2009 til 2014 er um 222 milljarðar króna á núvirði. Ávöxtun þeirra á eigið fé er hins vegar ekki mikil eða um 50 prósent. Þær atvinnugreinar sem hafa braggast best eru verslunin og heild- salan. Samanlagður hagur þriggja verslunarfélaga var á tímanum 18,3 milljarðar króna á núvirði. Eigið fé þeirra var um 12,1 milljarðar króna í árslok 2009 og samanlagður út- greiddur arður og hækkun eigin fjár um 150 prósent af eigin fé í upphafi. Það er um helmingur af því sem eigendur sjávarútvegsfyrirtækja upp- skáru á sama tíma. Heildsalarnir eru hins vegar í flokki með kvótakóngun- um. Samanlagður arður og hækkun eigin fjár fjögurra heildsölufyrirtækja á tímabilinu er tæplega 13 milljarðar króna á núvirði, eða um 330 prósent af eigin fé þeirra árið 2009. Íslendingar hafa því endurreist bæði verslunarfélögin og heildsalana með viðskiptum sínum frá Hruni. Samanlagður bættur hagur þessara fyrirtækja er um 30 milljarðar króna. Til samanburðar er bættur hagur 30 stærstu kvótafyrirtækjanna um 230 milljarðar króna á sama tíma. Fjarskipti ganga illa Ef horft er yfir hinar atvinnugrein- arnar þá er bættur hagur trygginga- félaganna 21 milljarður eða 57 pró- sent ofan á eigið féð eins og það var í árslok 2009. Í flutningastarfsemi er bættur hagur 63 milljarðar króna á Rekstur Fyrirtæki á innanlandsmarkaði jafna sig af Hruninu Dágóður hagnaður og vaxandi arðgreiðslur núvirði eða 85 prósent af eigin fénu 2009. Olíuverslunin nær næstum að tvöfalda eigið féð 2009, samanlagður bættur hagur hennar er 12,8 milljarð- ar króna. Og fyrirtæki í landbúnaði hafa bætt hag sinn um 13,2 milljarða króna eða 53 prósent. Allt er þetta ágæt frammistaða en ekki yfirþyrmandi góð. Að jafnaði er þetta um 11,6 prósent ársávöxtun á eigið fé, sem þykir ágætt meðaltal í öðrum löndum. Í ljósi þess að ís- lensku fyrirtækin voru mörg hver í rústum eftir Hrunið er þessi bati ekki umtalsverður. Það eru hins vegar aðeins fjarskipt- in sem skila lélegri niðurstöðu. Sam- anlagður útgreiddur arður og hækk- un eiginfjár í Símanum og Vodafone á fimm ára tímabili er aðeins 12 prósent af eigin fénu árið 2009. Arðgreiðslur hækka Þegar fyrirtækin eru tekin saman kemur í ljós ákveðin tilhneiging varð- andi arðgreiðslur. Þær eru litlar sem engar fyrstu árin og aðeins brot af bættum hag fyrirtækjanna. Á árinu 2013 hafa fyrirtækin bætt eigið fjár- stöðu sína svo að þau geta borgað hluthöfum sínum arð. Arðgreiðslur hafa farið vaxandi síðan þá og mið- að við uppgjör fyrirtækja á síðustu vikum munu arðgreiðslur aukast enn meir á næstu misserum. Að meðaltali nálgast samanlagð- ar arðgreiðslur að vera helmingur af bættum hag fyrirtækjanna, sem hér eru skoðuð. Það er mun hærra hlutfall en hjá kvótafyrirtækjunum. Þar eru fyrirtækin oftar í eigu fárra og það heyrir til undantekninga að kvótafyrirtæki sé á almennum hluta- bréfamarkjaði. Undantekningin er HB Grandi og þar eru arðgreiðslur um helmingur af bættum hag, svipað og er raunin hjá fyrirtækjunum 24 sem hér eru til skoðunar. Eigendur kvótafyrirtækja sjá sér allt eins hag í því að geyma eign sína í fyrirtækjunum eins og taka hana út sem arð og greiða af henni skatta. Aukinn arður á seinni árum Aukið eigið fé og útgreiddur arður hjá stærstu fyrirtækjum landsins á innanlandsmarkaði utan banka. Allar upphæðir í milljörðum króna. Sjávarútvegurinn í sérflokki Útgreiddur arður og aukning eigin fjár í fyrirtækjum frá 2009 til 2014 sem hlutfall af eigin fé í árslok 2009. -9,3 milljarðar 23 milljarðar 16,3 milljarðar 23,2 milljarðar 30,0 milljarðar 1,2 milljarðar 1,3 milljarðar 13,1 milljarður 17,4 milljarðar 28,7 milljarðar Aukið eigið fé Útgreiddur arður 2010 2011 2012 2013 2014 Sjávarútvegur 304% 73% Fyrirtæki á innanlandsmarkaði * E f g r e i t t m e ð N e t g í róm a í - o k t ó b e r BARCELONA 17.999 kr.f rá * * E f g r e i t t m e ð N e t g í róm a í - j ú n í BERLÍN 9.999 kr.f rá * * E f g r e i t t m e ð N e t g í róm a í - j ú n í & s e p t . - o k t . BOSTON 18.999 kr.f rá * SÍMI 5 700 900 KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ. Gildir til 26. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.