Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 11.03.2016, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 11.03.2016, Blaðsíða 20
samt á endanum að fella gengið til að forða sjávarútveginum frá hruni. Við það tók almenningur á sig snögga kjaraskerðingu. Segja má að hann hafi með því greitt fyrir björgun sjávarútvegsins. Á móti mætti halda því fram að útgerðin hafi greitt fyrir aukinn kaupmátt almennings með lakri afkomu. Þrátt fyrir allskyns æfingar og til- raunir tókst stjórnvöldum ekki að ná jafnvægi þarna á milli alla síðustu öld. Og ekki heldur fram eftir þess- ari. Tími hás gengis íslensku krón- unnar í aðdraganda Hrunsins var ekki góður tími fyrir útgerðina eða sjávarútveginn, þvert á móti. Þegar kom að Hruninu voru mörg sjávarút- vegsfyrirtækin veik af langvarandi lélegum rekstri. Í ofanálag höfðu eig- endur margra fyrirtækjanna veðsett kvóta til að afla fjár til að taka þátt í spilavítis-kapítalisma óðærisins. Árið 2008 voru mörg sjávarútvegs- fyrirtækin illa búin undir áföll. Skuld- ir hækkuðu og átu upp eigið fé fyrir- tækjanna. En við Hrunið féll íslenska krónan og endaskipti urðu á rekstrar- skilyrðum sjávarútvegsins. Efnahags- reikningurinn var ef til vill ljótur en reksturinn hins vegar glimrandi fínn. Illa rekin fyrirtæki braggast Þegar reikningar 30 stærstu kvóta- fyrirtækjanna eru skoðaðir sést hvert aflið í þessum aðstæðum er. Sjávar- útvegsfyrirtækin tútna út af hagn- aði. Þau sem voru sterk áður eru nú firnasterk. Grandi er með 60 prósent eiginfjárhlutfall, Samherji 65 prósent og hlutfallið hjá FISK er 94 prósent, svo áberandi dæmi séu tekin. Í árslok 2009 voru 16 af 30 stærstu sjávarútvegsfyrirtækjunum með nei- kvætt eigið fé, voru tæknilega gjald- þrota. Eigið fé þessara fyrirtækja var samanlagt neikvætt um 47 milljarða króna. Þau voru með öðrum orðum mjög illa farin, sokkin í skuldir. Sum þessara fyrirtækja fengu part af skuldum sínum niðurfelldan, fá öfl- uðu nýs hlutafjár en mestur batinn kom vegna hækkunar afurðaverðs í kjölfar gengisfalls krónunnar. Aðrir lykilþættir voru hófstillt veiðigjöld og síðan lækkun olíuverðs á síðustu misserum. Í árslok 2014 var samanlagt eigið fé þessara 16 fyrirtækja orðið jákvætt um 22 milljarða króna, samanlagð- ur viðsnúningur þeirra var upp á 69 milljarða króna. Og 5 milljörðum króna betur því þessi 16 fyrirtæki höfðu borgað eigendum rétt tæpa 5 milljarða í arð á þessum fimm árum. Í árslok 2014 voru aðeins sjö af 30 stærstu kvótafyrirtækjunum með neikvætt eigið fé og aðeins Vísir, Bergur Huginn og Soffanías Cecils- son með umtalsvert neikvætt eigið fé. Hin fjögur náðu án efa að skila reikn- ingum með jákvæðu eigin fé 2015. Ferðaiðnaðurinn er hagvöxturinn Þrátt fyrir stórbættan hag stærstu kvótafyrirtækjanna þá hefur það ekki verið sterkari staða sjávarútvegsfyr- irtækja sem hefur fært Íslendingum aukinn hagvöxt undanfarinna ára. Hluta hans má rekja til göngu mak- ríls á Íslandsmið en bróðurpartur- inn er tilkominn vegna fjölgunar ferðamanna. Og lykilforsenda auk- ins ferðamannastraums er lágt gengi krónunnar. Ef ekki væri fyrir ferðamennina væri líklega kominn tími til þess á Íslandi að leyfa gengi krónunnar að hækka og flytja með því hluta af gróða sjávarútvegsins yfir til al- mennings í gegnum lækkun inn- flutnings. Nú eru hins vegar komnir ríkir og veigamiklir hagsmunir til að halda gengi krónunnar lágu til að verja ferðaiðnaðinn. Hann er vaxtar- broddur íslensks efnahagskerfis, dríf- ur bæði áfram byggingariðnaðinn, dregur niður atvinnuleysi og sogar gjaldeyri til landsins. Og ef ekki má hækka gengi krón- unnar standa stjórnvöld frammi fyrir nýjum vanda. Hvernig má deila bætt- um hag sjávarútvegsins með þjóðinni ef ekki má gera það með gengishækk- un? Sem kunnugt er hafa núverandi stjórnvöld svarað fyrir sitt leyti. Þrátt fyrir að hafa tekið við akkúrat á því ári sem gróði sjávarútvegsins var mestur, og líklega meiri en nokkru sinni í sögunni, þá lét ríkisstjórn Sig- mundar Davíðs það verða sitt fyrsta verk að lækka veiðigjöld á kvótafyrir- tækin. Auðlindir og gengisgróði Það hefur hart verið deilt um veiði- leyfagjöld á Íslandi frá því stuttu eftir að kvótakerfið var tekið upp. Órétt- lætið sem er innbyggt í kerfið, að sumir fái endurgjaldslaust úthlutað afnotum úr sameiginlegri auðlegð, hefur drifið þá umræðu áfram. Ís- lendingar eru fáir í stóru landi með víðfeðma lögsögu og gjöful fiskimið um kring. Það er ríkjandi skoðun á Íslandi að þessi gæði séu sameigin- leg eign þeirra sem hér búa. Það var staðfest í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá þar sem mikill meirihluti greiddi því atkvæði sitt að þjóðareign á auðlindum yrði bundin í stjórnar- skrá. En þörf á gjaldtöku af sjávarút- veginum er ekki aðeins réttlætismál tengt afnotum af auðlindinni. Það er líka hagstjórnarleg þörf á því að deila út í samfélagið hagsbótunum af lágu gengi krónunnar. Slíkar hagsbætur renna út frá ferðaiðnaðnum sem hef- ur fjölþætt áhrif á samfélagið, eflir at- vinnu og færir ótrúlega stórum hópi fólks aukatekjur og óbeinan hag. Það er mun erfiðara að sjá þessi áhrif frá sjávarútveginum. Bættur hagur hleðst upp innan fyrirtækj- anna og er að einhverju leyti greidd- ur upp til eigendanna en hefur engin viðlíka áhrif í samfélaginu og ferða- iðnaðurinn. Í gegnum tíðina hafa stjórnvöld notað ýmsar aðferðir til að hemja gengisgróða sjávarútvegsfyrirtækja. Þegar gengið var fellt var sérstakur skattur settur á birgðir svo einstök fyrirtæki högnuðust ekki úr hófi fram á aðgerð sem kallaði mikla kjara- skerðingu yfir fjöldann. Það má því í sögulegu ljósi velta fyrir sér einhvers konar gjaldtöku af sjávarútveginum í tímum þess góð- æris sem nú geisar í kjölfar falls krón- unnar og ekki sér fyrir endann á. 70 prósent skattur í Noregi Norðmenn skattleggja olíuiðnaðinn sinn um 70 prósent af hagnaði. Ef slíkri skattlagningu væri beitt á Ís- landi hefðu 30 stærstu kvótafyrir- tækin greitt um 160 milljónir króna á síðustu sex árum í ríkissjóð í stað þeirra 33 milljarða sem fyrirtækin borguðu í veiðigjöld. Mismunurinn er 127 milljarðar króna. Ef við gerum ráð fyrir 50 prósent gengishagnaðarskatti með innbyggðu veiðigjaldi hefði skatturinn orðið um 115 milljarðar króna eða 82 milljörð- um meira en raunin var á. Stjórnvöld ættu að velta einhverj- um slíkum kostum fyrir sér. Í raun stendur ekki lengur til boða að láta gengi krónunnar styrkjast og lækka með því afurðaverð sjávarútvegsins, lækka verð á innflutningi og bæta þar með kaupmátt almennings. Mikil- vægi ferðamannaiðnaðar stendur í vegi fyrir því. Ef ekkert verður að gert munu sjávarútvegsfyrirtækin halda áfram að tútna út af fé og drottna í krafti styrkleika síns yfir samfélaginu og stjórnmálunum. Sá styrkur er ekki tilkominn vegna þess að sjávarútvegs- fyrirtækin séu vel rekin eða stjórnað af afburðafólki heldur liggja rætur góðærisins í sjávarútvegi í þáttum sem forsvarsmenn fyrirtækjanna hafa lítið sem ekkert með að gera; lágu gengi krónunnar, ódýru aðgengi að sameiginlegum auðlindum og lágu olíuverði. F E R M I NG VORIÐ 2016FERMINGARTÍSKAN, FATNAÐUR, GJAFIR, GÓÐAR HUGMYNDIR OG GJAFAKORT FYRIR STELPUR OG STRÁKA. HVAÐ FER ÞER BEST? FLOTTUSTU HAR & MAKE-UP TRENDIN GJAFAKORT ER GOÐ HUGMYND OPIÐ: VIRKA DAGA 11-19 FIMMTUDAGA 11-21 LAUGARDAGA 11-18 SUNNUDAGA 13-18 WWW.SMARALIND.IS FACEBOOK INSTAGRAM SNAPCHAT I S M A R A L I N D Samherji Síldarvinnslan Ísfélagið Brim Gjögur Grandi Eskja Skinney-Þinganes FISK Vinnslustöðin Soffanías Cecilsson Nesfiskur Stakkavík Rammi Bergur Huginn KG Fiskverkun Fiskkaup Jakob Valgeir Loðnuvinnslan Þorbjörn Oddi Hraðfrystihús Hellissands Huginn Frosti Gullberg Guðmundur Runólfsson Runólfur Hallfreðsson Ós Ögurvík HG Gunnvör Vísir Hækkun eiginfjár: 46,943 milljónir | Arður: 10,064 milljónir Arður: 7,979 milljónirHækkun eiginfj.: 19,477 millj. Hækkun eiginfjár: 11,441 milljón | Arður: 3,714 milljónir Hækkun eiginfjár: 12,982 milljónir | Arður: 525 milljónir Hækkun eiginfjár: 12,628 milljónir | Arður: 386 milljónir Hækkun eiginfjár: 5,683 milljónir | Arður: 6,136 milljónir Hækkun eiginfjár: 5,276 milljónir | Arður: 4,458 milljónir Hækkun eiginfjár: 6,611 milljónir | Arður: 2,081 milljón Hækkun eiginfjár: 7,243 milljónir | Arður: 1,143 milljónir Hækkun eiginfjár: 2,599 milljónir | Arður: 4,428 milljónir Hækkun eiginfjár: 6,580 milljónir | Arður: -260 milljónir Hækkun eiginfjár: 5,917 milljónir | Arður: 0 milljónir Hækkun eiginfjár: 4,737 milljónir | Arður: 0 milljónir Hækkun eiginfjár: 3,950 milljónir | Arður: 0 milljónir Hækkun eiginfjár: 3,266 milljónir | Arður: 87 milljónir Hækkun eiginfjár: 3,528 milljónir | Arður: -459 milljónir Hækkun eiginfjár: 2,896 milljónir | Arður: 0 milljónir Hækkun eiginfjár: 2,527 milljónir | Arður: 338 milljónir Hækkun eiginfjár: 1,562 milljónir | Arður: 685 milljónir Hækkun eiginfjár: 2,407 milljónir | Arður: -260 milljónir Hækkun eiginfjár: 2,126 milljónir | Arður: 20 milljónir Hækkun eiginfjár: 727 milljónir | Arður: 1,030 milljónir Hækkun eiginfjár: 1,731 milljón | Arður: 0 milljónir Hækkun eiginfjár: 1,462 milljónir | Arður: 90 milljónir Hækkun eiginfjár: 1,446 milljónir | Arður: 31 milljón Hækkun eiginfjár: 1,336 milljónir | Arður: 132 milljónir Hækkun eiginfjár: 638 milljónir | Arður: 192 milljónir Hækkun eiginfjár: 760 milljónir | Arður: 0 milljónir Hækkun eiginfjár: -1,509 milljónir | Arður: 660 milljónir Hækkun eiginfjár: -1,627 milljónir | Arður: 0 milljónir Hækkun eiginfjár: 3,150 milljónir | Arður: 808 milljónir Mestur hagnaður í góðærinu í sjávarútvegi Samanlagður arður og hækkun eiginfjár stórra kvótafyrirtækja frá 2009 til 2014. Ef við gerum ráð fyrir 50 prósent gengishagnaðarskatti hefði hann orðið um 115 milljarðar króna eða 82 milljörðum meira en raunin var á. 20 | fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.