Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 11.03.2016, Blaðsíða 92

Fréttatíminn - 11.03.2016, Blaðsíða 92
Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Mamma var þýsk en kom til Íslands að vinna sem vinnukona þegar hún var átján ára. Hún fór að vinna í vit- anum á Siglunesi, varð ástfangin af vitaverðinum, pabba mínum, og átti með honum sjö börn,“ segir Marsibil Erlendsdóttir sem er fimmta barn vitavarðanna í Siglunesi. Þegar Marsibil var átta ára var faðir hennar fluttur um set, á Dala- tanga, þar sem hún ólst upp og hefur búið meira og minna síðan. „Það var gott að alast upp hérna. Við krakkarnir þurftum að deila her- bergi og gengum í fötunum af hvert öðru en það var bara fínt. Þetta er auðvitað algjör klikkun nú til dags, að börn þurfi að eiga sér herbergi og sér sjónvarp og sér allt, þau verða bara biluð í hausnum af þessu.“ „Ég fór fyrst í skóla þegar ég var tíu ára, inn í Mjóafjörð, og var þar í þrjá vetur. Svo fór ég á Eiða og var þar í þrjá vetur,“ segir Marsibil sem gekk síðar einn vetur í Bænda- skólann á Hólum en flutti svo aftur heim á Dalatanga til að leysa föður sinn af. Stuttu síðar fór hún að búa með manninum sínum, þá 21 árs gömul. „Það var nú þannig að hann var loftskeytamaður og við kynnt- umst í gegnum síma. Þá sendi ég alltaf veður í gegnum síma og þá kynntist ég Heiðari, við vorum alltaf að kjafta hægri og vinstri svo þetta var voða rómantískt. Við vorum vinir til að byrja með, hitt- umst fyrst á Eskifirði en svo var ég hjá honum heilt sumar fyrir sunnan og þá ákváðum við að flytja saman austur og byrja búskap með kindur í húsinu hliðina á mömmu og pabba.“ Ungu hjónin áttu tvö börn og höfðu stunduðu búskap í fimmtán ár þegar Marsibil tók við starfi föður síns. Á Dalatanga er veðurathugun allan sólarhringinn og veðurupplýs- ingar þurfa að berast á þriggja tíma fresti, sem þýðir að Marsibil hefur ekki sofið lengur en þrjá tíma síðan hún tók við starfinu, fyrir tuttugu og þremur árum. „Ég er alltaf með hreinan galla hérna við útidyrnar sem ég stekk bara í á náttfötunum. Þetta venst eins og önnur vinna. Þetta er ekkert mál. Ég sofna alltaf um leið aftur nema það sé eitthvert vesen með rafmagnið,“ segir Marsi- bil. Hún segir annars ekkert hafa komið upp á þessi ár sem mætti telja erfitt, nema þá kannski tíminn sem Heiðar, maðurinn hennar, var með alzheimer. „Það var ægilegt stress og vesen svo ég svaf lítið þá.“ „Yfirleitt fer ég á lappir um hálf átta og fer að setja út hundana, svo gef ég hestunum og kindunum og svo fer ég að mjólka. Svo stússast ég eitthvað fram að hádegi. Í dag fór ég í langan útreiðartúr inn í Skriður eftir hádegi og svo fór ég að temja hunda. Ég hef alltaf verið með hesta, kindur, geitur, kýr og hunda en þeg- ar Heiðar dó, fyrir tveimur árum, seldi ég kvótann og hef verið að draga saman síðan. En nú er dóttir mín komin aftur heim og vill helst fá kindurnar aftur, henni finnst svo fínt að vera hér. Enda er gott að vera hér. Það er nóg um að vera allan daginn. En taktu eftir að sumir öfunda mig svakalega á meðan aðrir segja að ég sé snarklikkuð. Það er bara þannig.“ 92 | fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016 MARS Marsibil ólst upp á Siglunesi við Siglufjörð þar sem faðir hennar var vitavörður, og síðar á Dalatanga þangað sem fjölskyldan flutti þegar Marsibil var átta ára. Hún tók við starfi föður síns fyrir tuttugu og þremur árum. Dalatangi er ysta nes á fjallgarðinum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar. Lífsreynslan Hefur búið í vita allt sitt líf Djöflarokksveitin Misþyrming spilar á Húrra á föstudag klukkan 21. Misþyrming hefur verið á miklu flugi í svartmálmssen- unni síðan plata hennar, Söngvar elds og óreiðu, kom út á síðasta ári. Það er mikil orka í hljómsveitinni og þykja hljómsveit- armeðlimir ótrúlega þéttir á tónleikum. Á tónleikunum kemur sveitin fram ásamt gestum, en á huldu var, þegar þetta var skrifað, hverjir verða. Mynd | Stuart Richardson Misþyrming lofar engri miskunn á Húrra Mynd | Rakel Erna Skarphéðinsdóttir vitar eru á Íslandi og sjö vitaverðir. 125 Á Dalatanga er veðurat- hugun allan sólarhringinn, sem þýðir að Marsibil hefur ekki sofið lengur en þrjá tíma í einu síðan hún tók við starfinu, fyrir 23 árum. 23 kviknaði ljós í Reykjanesvita, fyrsta vita á Íslandi. 1878 Foreldrar Marsibilar voru vitaverðir og nú starfar hún og systir hennar báðar sem slíkir. Heimur boylesque kynntur Íslendingum Luminous Pariah er engu líkur „Auk þess að vera fallegasta mann- eskja sem ég hef séð, nær hann að leika sér með kynþokka og húmor og vera gríðarlega fær að nota líkamann sinn á sama tíma,“ segir Margrét Erla Maack um boylesque- stjörnuna Luminous Pariah. Boyles- que er eins konar burlesque-dans stráka. Luminous heldur í kvöld, föstu- dag, námskeið í Kramhúsinu fyrir þá sem áhuga hafa á list burlesque, dragi eða sviðslistum almennt. Margrét sá Luminous fyrst á bur- lesque-hátíð í Seattle og var svo agndofa að hún fór rakleiðis til hans og bað hann að koma til Ís- lands. Í fyrra lét hann verða af því og kom fram með Skinnsemis-hópn- um og á opnunarhátíð Gay Pride. Námskeiðið heldur Luminous fyrir dragdrottningar, sviðslistafólk, áhugasama karla og konur og allt þar á milli. Luminous kom einnig fram á Hits&Tits-kvöldi Margrétar og Ragnheiðar Maísólar í gær, ásamt listamönnum á borð við Lalla töfra- mann, harmonikustrippara og með- limi Sinfóníuhljómsveitarinnar sem spilaði á sög. Óhætt er því að segja að fólk á borð við boylesque-stjörn- una auðgi sviðslíf Íslands. Margrét segir senu óhefðbundinna skemmt- ana stækka óðum. „Luminous kem- ur með svo stóra tösku af búningum og fylgihlutum að Elizabeth Taylor gæti verið hreykin af því. Sviðs- framkoma hans er engri lík.“ SÍMI 5 700 900 KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ. ÞAÐ ERU KRÓNUDAGAR Gildir til 26. mars Valdar SELESTE umgjarðir á aðeins 1 kr. við kaup á glerjum! Tveggja ára ábyrgð á umgjörðum og frí gleraugnatrygging fylgir með. 1 kr. 1 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.