Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 11.03.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 11.03.2016, Blaðsíða 10
Fréttaskýring fyrir barnið í okkur Óbærilegur ótti við forsetaframboð makans Ég hef verið að hugsa um hvaða kosti forseti þarf að hafa. Og það skrítna er að ég hef þá alla. Fleiri konur þurftu að leita í Konukot vegna heimilis- leysis í fyrra en árin á undan. Meirihlutinn á við vímuefnavanda að stríða en nokkrar konur stríða við geðfötlun eða þroskahömlun og fá ekki búsetu við hæfi. Þóra Kristín Ásgeirsóttir tka@frettatiminn.is „Staðan á leigumarkaði er kannski erfið fyrir venjulegt millistéttar- fólk, fólk getur þá reynt að gera sér í hugarlund hvernig hún er fyrir fólk sem er jaðarsett í samfélaginu, eins og geðfatlaðar konur eða kon- ur með þroskafrávik, sem hafa bara úr örorku að spila,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefna- stýra Konukots, næturathvarfs Rauða krossins fyrir heimilislausar konur en komum þangað fjölgaði mikið í fyrra samanborið við árin á undan, samkvæmt ársskýrslu Rauða krossins. 75 prósent af gestum Konukots í fyrra eiga við vímuefnavanda að stríða, hvort heldur var um að ræða lögleg eða ólögleg efni. Um 22 prósent gestanna stríða við bæði vímuefna og geðrænan vanda, en 34 prósent gesta átti við geðrænan vanda að stríða. Fleiri konur með geðrænan vanda leituðu í Konukot árið 2015 en áður hefur verið. Helstu ástæð- ur þess eru skortur á búsetuúr- ræðum fyrir geðfatlaðar konur og erfið staða á almennum leigu- markaði. Tólf konur sem leituðu í Konukot í fyrra áttu ekki við neinn vímuefnavanda að stríða heldur var vandinn einungis geðræns eðlis auk þroskafrávika. „Nokkrar konur festast í heimilisleysi af því þær vantar búsetu með stuðningi. Þær ráða ekki við að búa einar,“ segir Svala. „Sumum hefur verið sagt upp leiguhúsnæði, þar sem eigendur vilja selja eða leigja ferða- mönnum og þær ráða ekki við að koma sér inn á leigumarkaðinn aftur. Framboðið af ódýru hús- næði og herbergjum virðist hafa minnkað af einhverjum ástæðum.“ Tólf konur með búsetu komu í Konukot. Helsta ástæða þess var að þær voru að leita í öruggt rými og voru sumar að leita í félags- skap vegna einmanaleika. „Þetta eru oft konur sem búa á heimilum fyrir alkóhólista eða fíkniefnaneyt- endur og eru að leita sér að félags- skap, hlýju og stuðningi en hér er alltaf starfsmaður á vakt og sjálf- boðaliðar.“ Alls 14 konur eða fimmtán prósent leituðu til Konukots vegna heimilisofbeldis. Þær flúðu ofbeld- isfullar aðstæður en voru undir áhrifum vímuefna og gátu þess vegna ekki sótt í Kvennaathvarfið. Fimm af konunum áttu heimili og níu voru heimilislausar. Sjö kon- ur af erlendum uppruna leituðu í Konukot. Sex þeirra voru með vímuefnavanda og fjórar voru að flýja heimilisofbeldi. Konukot lokar yfir daginn, í sjö tíma virka daga og þrjá tíma um helgar. Svala segir að konurnar séu þá á gangi um göturnar á meðan. Þær eigi oftast engan að sem þær leiti til á meðan athvarfið er lokað. Staðan á leigu- markaði er kannski erfið fyrir venjulegt millistéttarfólk, fólk getur þá reynt að gera sér í hugarlund hvernig hún er fyrir fólk sem er jaðarsett í samfélaginu, eins og geðfatlaðar konur eða konur með þroskafrá- vik, sem hafa bara úr örorku að spila. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Konukots, næturathvarfs Rauða kross- ins fyrir heimilislausar konur. Metaðsókn í Konukot Konukot Fleiri geðsjúkar og þroskahamlaðar konur lenda á götunni Heilbrigðismál Mikið veikt fólk fær ekki réttu lyfin Bagalegur lyfjaskortur Nokkur algeng lyf sem meðal annars eru notuð af mikið veiku fólki, hafa verið ófáanleg í apótekum í meira en mánuð. Lyfsali segir þetta hafa í för með sér óþægindi og aukinn kostnað bæði fyrir sjúklinga og kerfið. Fjórar lyfjategundir verið nánast ófáanlegar í íslenskum apótekum í nokkurar vikur og eru þau meðal lyfja á svokölluðum biðlista hjá birgjum. Ekki er óalgengt að tíma- bundinn skortur sé á einhverjum lyfjategundum hjá íslenskum birgj- um en oftast er hægt að gefa sam- heitalyf í staðinn. „Lyfjaskorturinn getur hinsvegar haft alvarlegar afleiðingar ef ekki eru til önnur lyf sem gera svipað gagn,” segir Aðal- steinn Loftsson, lyfsali hjá Lyfju. „Nú er skortur á nokkrum slíkum lyfjum og getur hann valdið veru- legum óþægindum fyrir sjúklinga.“ Norgesic er algengt lyf við bak- verkjum sem er bæði vöðvaslak- andi og verkjastillandi. „Lyfið getur verið afar nauðsynlegt fyrir fólki með þráláta bakverki eða brjósklos. Mycostatin mixtúra við sveppasýk- ingum í munni hefur ekki fengist allan febrúar og það sem er af er mars. Lyfið er til dæmis mikið gefið krabbameinssjúklingum og fólki sem er alvarlega veikt. Við fengum tvo sjúklinga í apótekið í síðustu viku sem þurfa þá bara að vera með sveppasýkingu í munni því það er ekkert sambærilegt lyf sem getur bætt ástandið. Þá er einnig skortur á hjartalyfinu Isoptin retard. Þá hefur Kåvepenin mixtúra ekki verið til síðan í febrúar en það er vægasta sýklalyfið á markaðnum og gefið ungum börnum.“ Að sögn lyfsala og lyfjabirgja sem Fréttatíminn hefur rætt við, hafa slæm veður haft áhrif á lyfjadreif- ingu til landsins í vetur. Tafir hafa orðið á gámum og skortur hefur verið á mörgum vörunúmerum. | þt HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is UP! MEÐ ÖRYGGIÐ VW Up! frá aðeins: 1.790.000 kr. Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Dólómítar & dalalíf Fararstjóri: Gunnhildur Gunnarsdóttir Komdu með í dásamlega ferð um Dólómítana, þar sem farið verður í spennandi skoðunarferðir í rútu og léttar gönguferðir um fögur fjallasvæði Austurríkis, Þýskalands og Ítalíu. Við upplifum m.a. náttúrufegurð Misurina vatnsins, skoðum Innsbruck borg og förum með kláfi upp á hæsta fjall Þýskalands, Zugspitze. Ferð sem auðgar andann! Verð: 214.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! 18. - 26. júní Sumar 9 FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í DAG? HAFÐU ÞÁ SAMBAND VIРDREIFING@FRETTATIMINN.IS 10 | fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.