Læknablaðið - 01.04.2016, Síða 3
Anna Fríða Jónsdóttir (f. 1984) nam við Listaháskóla
Íslands á árunum 2007-2010 áður en hún fluttist til
Austurríkis. Þar lagði hún stund á framhaldsnám við
listaháskóla Vínarborgar og
brautskráðist árið 2013. Anna
Fríða byggir verk sín gjarnan á
gjörningum þar sem hún kemur
sjálf við sögu í ýmsum aðstæðum.
Auk lifandi uppákoma er útkom-
an einnig í formi ljósmynda eða
myndbandsverka ásamt innsetn-
ingum. Tónlist og hljóð er nokkuð
sem kemur endurtekið fram í verk-
um listakonunnar þar sem hún býr
til eða afbyggir hljóðfæri, leikur á
þau og/eða sýnir sem skúlptúra
eða hluta af innsetningu. Árið 2015 bauðst Önnu Fríðu
að sýna við listasafn Liechtenstein og skapaði hún af því
tilefni verkið Wandering Vibrations. Auk verksins sem var
til sýnis í sýningarsölum safnsins teygði hún hluta þess út
á götu þar sem hún flutti gjörning. Ljósmyndin á forsíðu
Læknablaðsins sýnir brot af þeim viðburði. Listakonan
klæddist dökkum fötum, hélt á lofti stórum svörtum
vængjum og – eins og sjá má á ljósmyndinni – greiddi
hárið yfir andlitið og bar grímu fyrir augunum. Þar í var
heiti gjörningsins saumað: Now I See. Innblástur fyrir
verkið var sóttur í leðurblökur
og sérstakan hæfileika þeirra til
þess að rata með því að beita
hljóðbylgjum og bergmálsskynj-
un. Tíðnisvið og bylgjur eru
Önnu Fríðu hugleikin fyrirbæri
þar sem þau liggja til grund-
vallar tilveru okkar sem hluti
af gangverki náttúrunnar. Við
eigum til dæmis í samskiptum
og greinum nærveru með hjálp
hljóðbylgja og orkusviða sem
stafa af öllu og öllum í umhverfi
okkar. Náttúran býr yfir fjölda slíkra ósýnilegra eiginleika
sem eru manninum allajafna huldir. Anna Fríða skyggnist
inn í þann skynheim í leit að hugsanlegu jafnvægi í hinni
ófyrirsjáanlegu náttúru og því óreiðukennda umhverfi
sem við hrærumst í.
Markús Þór Andrésson
LÆKNAblaðið 2016/102 163
Læknablaðið
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
www.laeknabladid.is
Hlíðasmára 8
201 Kópavogi
sími 564 4104
Útgefandi
Læknafélag Íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Ritstjórn
Engilbert Sigurðsson,
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Gerður Gröndal
Hannes Hrafnkelsson
Magnús Gottfreðsson
Sigurbergur Kárason
Tómas Guðbjartsson
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
Tölfræðilegur ráðgjafi
Thor Aspelund
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Blaðamaður og
ljósmyndari
Hávar Sigurjónsson
havar@lis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Sigdís Þóra Sigþórsdóttir
sigdis@lis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Upplag
1800
Prentun, bókband
og pökkun
Prenttækni ehf.
Vesturvör 11
200 Kópavogi
Áskrift
12.900,- m. vsk.
Lausasala
1290,- m. vsk.
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta
og geyma efni blaðsins á rafrænu formi,
svo sem á netinu. Blað þetta má eigi
afrita með neinum hætti, hvorki að hluta
né í heild, án leyfis.
Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráð-
ar (höfundar, greinarheiti og útdrættir)
í eftirtalda gagnagrunna: Medline
(National Library of Medicine), Science
Citation Index (SciSearch), Journal Cita-
tion Reports/Science Edition, Scopus
og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala.
The scientific contents of the Icelandic
Medical Journal are indexed and abst-
racted in Medline (National Library
of Medicine), Science Citation Index
(SciSearch), Journal Citation Reports/
Science Edition and Scopus.
ISSN: 0023-7213
L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S
Þyrlulækningar 30 ára
Núverandi og fyrrverandi starfsmenn, læknar og áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar komu saman þann
4. mars síðastliðinn til að fagna því að 30 ár eru liðin síðan læknar á bráðadeild Borgarspítalans ákváðu
að manna læknavakt á þyrlunni í sjálfboðavinnu. Eftir fyrsta árið varð þyrluvaktin hluti af starfsemi
bráðadeildar spítalans en hefur á stundum síðan verið pólitískt bitbein og ekki alltaf samstaða um á
hvers könnu læknavakt þyrlunnar skuli vera. Bergur Stefánsson yfirlæknir á bráðadeild Landspítalans í
Fossvogi orðaði það þannig í samtali við RÚV: „Við erum að tala um mannslíf, ekki aura.“
Og sannarlega hefur mikilvægi þess að hafa lækni um borð í þyrlunni við björgunarstörf margsann-
að gildi sitt og hafið yfir vafa að með því hefur mörgum mannslífum verið bjargað á þessum 30 árum.
Það er því full ástæða til að fagna þessum áfanga og óska læknum og áhöfn þyrlunnar alls hins besta
um ókomna tíð við sín mikilvægu störf.
Mynd: Þorkell Þorkelsson
NÝTT
Ný meðferð við langvinnri lungnateppu
—byggð á sterkum rótum SPIRIVA1–5
IS
S
pl
-1
5-
01
-0
3
A
ug
us
t 2
01
5
• SPIOLTO RESPIMAT er SPIRIVA RESPIMAT eflt með STRIVERDI RESPIMAT6
• Virka efnið kemst langt niður í lungu sjúklinganna7–9
• Skammtur gefinn óháð innöndunarflæði10
SPIRIVA®
(tíótrópíum)
STRIVERDI®
(olodaterol)
IS
S
pl
-1
5-
01
-0
3
A
ug
us
t 2
01
5
IS
S
pl
-1
5-
01
-0
3
A
ug
us
t 2
01
5
SPIOLTO® RESPIMAT ®
(tíótrópíum/olodaterol)
TÍÓTRÓPÍUM OG OLODATEROL
SPIOLTO RESPIMAT — nýr möguleiki
Ábending: Berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni langvinnrar lungnateppu (LLT).
NÝTT
Ný meðferð við langvinnri lungnateppu
—byggð á sterkum rótum SPIRIVA1–5
IS
S
pl
-1
5-
01
-0
3
A
ug
us
t 2
01
5
• SPIOLTO RESPIMAT er SPIRIVA RESPIMAT eflt með STRIVERDI RESPIMAT6
• Virka efnið kemst langt niður í lungu sjúklinganna7–9
• Skammtur gefinn óháð innöndunarflæði10
SPIRIVA®
(tíótrópíum)
STRIVERDI®
(olodaterol)
SPIOLTO® RESPIMAT ®
(tíótrópíum/olodaterol)
TÍÓTRÓPÍUM OG OLODATEROL
SPIOLTO RESPIMAT — nýr möguleiki
Ábending: Berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni langvinnrar lungnateppu (LLT).
NÝTT
Ný meðferð við langvinnri lungnateppu
—byggð á sterkum rótum SPIRIVA1–5
IS
S
pl
-1
5-
01
-0
3
A
ug
us
t 2
01
5
SPIOLTO RESPIMAT er SPIRIVA RESPIMAT eflt með STRIVERDI RESPIMAT6
Virka efnið kemst langt iður í lungu sjúklinganna7–9
• Skammtur gefinn óháð innöndunarflæði10
SPIRIVA®
(tíótrópíum)
STRIVERDI®
(olodaterol)
SPIOLTO® RESPIMAT ®
(tíótrópíum/olodaterol)
TÍÓTRÓPÍUM OG OLODATEROL
SPIOLTO RESPIMAT — nýr möguleiki
Ábending: Berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni langvinnrar lungnateppu (LLT).