Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2016/102 171 Inngangur Langvinnt eitilfrumuhvítblæði (Chronic lymphocytic leu- kemia: CLL) er sjúkdómur af flokki B-eitilfrumukrabba- meina (B-cell lymphoproliferative disorders) og er algeng- asta tegund hvítblæðis í Evrópu og Norður-Ameríku.1,2 Til þess að uppfylla greiningarskilmerki fyrir CLL skal fjöldi B-eitilfrumna í blóði vera 5x109/L í þrjá mánuði og B-frumurnar vera einstofna (monoclonal).3 Samkvæmt skilgreiningu WHO teljast SLL (Small lymphocytic lymphoma) og CLL vera sami sjúkdómurinn en SLL ein- kennist fyrst og fremst af íferð einstofna eitilfrumna í eitilvef en CLL einkennist af fjölgun B-eitilfrumna í blóði.4 CLL er hæggengur sjúkdómur og þróast oft á löng- um tíma. Því greinast margir sjúklingar fyrir tilviljun áður en sjúkdómurinn fer að valda einkennum.1 Aukinn fjöldi eitilfrumna í hefðbundnum blóðhag með deili- frumutalningu er því gjarnan fyrsta vísbending um greiningu sem síðar er staðfest með frekari rannsókn- um. Þó fram hafi komið ýmsar leiðir til lyfjameðferðar við sjúkdómnum er hann engu að síður ólæknandi og meðferð miðar að því að halda honum í skefjum. Lifun CLL-sjúklinga er afar breytileg en getur verið allt frá mánuðum upp í áratugi. Ýmsir þættir tengjast horfum í CLL, svo sem aldur við greiningu, kyn, tvöföldunar- tími eitilfrumna, ofurstökkbreytingaástand (mutational status) IgVH-mótefnagena, litningabreytingar og tjáning ýmissa próteina.5,6 Inngangur: Langvinnt eitilfrumuhvítblæði einkennist af fjölgun einstofna B-eitilfrumna. Einstofna B-eitilfrumudreyri (monoclonal B-cell lymphocytos- is, MBL) er talið forstig sjúkdómsins. Sjúkdómurinn er ólæknandi en hæggengur og greinist oft fyrir tilviljun við skoðun blóðhags. Langvinnt eitilfrumuhvítblæði hefur ekki verið rannsakað á Íslandi hvað varðar nýgengi, greiningu, sjúkdómseinkenni eða hækkanir á eitilfrumutalningu í blóði fyrir greiningu. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða afturskyggna, lýsandi rannsókn sem nær til sjúklinga sem greindust á árunum 2003-2013. Fengin voru gögn yfir sjúklinga frá Krabbameinsskrá, blóðmeinafræðideild Landspít- ala og Læknasetrinu í Mjódd og var skráning tilfella rakin. Sjúkraskrár voru skoðaðar með tilliti til einkenna, greininga og meðferðar. Upplýsingar um lifun fengust úr Þjóðskrá og um dánarorsakir frá landlækni. Niðurstöður: Fjöldi sjúklinga sem greindist með langvinnt eitilfrumu- hvítblæði á rannsóknartímabilinu var 161 (109 karlar, 52 konur). Nýgengi mældist 4,55/100.000 en aldursstaðlað nýgengi 3,00/100.000. Meðalaldur við greiningu var 70,9 ár (35-96 ár). Krabbameinsskrá skorti upplýsingar um 28 sjúklinga (17,4%), en upphafleg greining var í 47,2% tilfella ein- göngu gerð með flæðisjá. Sjúkdómseinkenni voru til staðar við greiningu hjá 67 af 151 sjúklingi (44,4%). Rúmur þriðjungur hópsins fékk lyfjameð- ferð og var meðaltími að meðferð 1,3 ár. Fimm ára lifun var um 70% en miðgildi lifunar 9,4 ár. Hækkun eitilfrumutalningar (4,0x109/L) í blóði (0,1- 13,4 árum) fyrir greiningu fannst hjá 85 af 99 sjúklingum (85,9%). Ályktun: Nýgengi langvinns eitilfrumuhvítblæðis á Íslandi er svipað því sem þekkist á Vesturlöndum. Bæta þarf lögbundna skráningu tilfella í Krabbameinsskrá, sérstaklega þegar greining byggir á frumuflæðisjár- rannsókn eingöngu. Eitilfrumuhækkun var til staðar hjá stórum hluta sjúk- linga fyrir greiningu. ÁGRIP MBL (monoclonal B-cell lymphocytosis), eða einstofna B-eitilfrumudreyri, er talið vera forstig CLL og einkenn- ist af einstofna B-eitilfrumum í blóði, en fjöldi þeirra er þó undir 5x109/L. Ástandið veldur ekki einkennum og er í reynd sjaldan greint þar sem flæðisjárrannsókn þarf til staðfestingar.7,8 Aðeins í hluta tilfella þróast MBL yfir í CLL, eða hjá um 1,1% á ári.7,9 Talið er að 3,5% heilbrigðs fólks yfir fertugu og 5-15% yfir sextugu hafi MBL.9,10 Hjá ættingjum CLL-sjúklinga er þessi tala þó hærri, eða 13,5-18%.11 CLL er heldur algengara meðal karla en kvenna (1,7:1) en algengið er þó talsvert breytilegt eftir land- svæðum og kynþáttum.12 Erfðir virðast hafa áhrif því afkomendur CLL-sjúklinga eru mun líklegri til að þróa með sér sjúkdóminn og önnur eitilfrumukrabbamein.13 Þeir greinast einnig oftar með MBL.1,14 Nýgengistölur CLL frá Bandaríkjunum eru 6,75/100.000 hjá körlum og 3,65/100.000 meðal kvenna en í Evrópu eru sambæri- legar tölur 5,87/100.000 meðal karla og 4,01/100.000 hjá konum.15,16 Nýgengi CLL á Íslandi er ekki þekkt með vissu þar sem tölur Krabbameinsskrár byggja á grein- ingum á vefjasýnum á meinafræðideild Landspítala, en skránni berast síður upplýsingar um greiningar gerðar með frumuflæðirannsókn eða öðrum aðferðum. Sam- kvæmt Krabbameinsskrá virðist nýgengi langvinns hvítblæðis (CLL og CML samanlagt) hér á landi vera Greinin barst 6. nóvember 2015, samþykkt til birtingar 24. febrúar 2016. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Langvinnt eitilfrumuhvítblæði á Íslandi árin 2003-2013 Nýgengi, aðdragandi greiningar og undanfari Gunnar Björn Ólafsson1 læknanemi, Hlíf Steingrímsdóttir2 læknir, Brynjar Viðarsson2,3 læknir, Anna Margrét Halldórsdóttir4 læknir 1Háskóla Íslands, 2blóðlækningadeild Landspítala, 3Læknasetrinu í Mjódd, 4Blóðbankanum. http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.04.74 R A N N S Ó K N H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - A c ta v is 5 1 8 0 0 2 Virkt innihaldsefni: Hver freyðitaa inniheldur 400 mg af dísúlfíram. Ábendingar: Áfengissýki. Skammtar og lyagjöf: Fullorðnir: Byrjunarskammtur 800 mg daglega í 2–3 daga. Viðhaldsskammtur: 100–200 mg daglega eða 600–800 mg tvisvar í viku. Frábendingar: Ómeðhöndlaðir hjartasjúkdómar, háþrýstingur, staðfest geðrof, alvarlegar vefrænar heilaskemmdir, alvarlegar persónuleikatruanir, áfengisneysla, ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyaskrá – www.serlyaskra.is. Pakkningar og hámarksverð í smásölu (ágúst 2015): 400 mg, 50 stk: 10.538 kr. Afgreiðsluflokkur: R. Greiðsluþátttaka: G. Markaðsleyfishafi: Actavis Group hf. Frekari upplýsingar: www.actavis.is, s: 550 3300. Dagsetning síðustu samantektar um eiginleika lyfsins: 14. febrúar 2012. Ágúst 2015. – 400 mg freyðitöurAntabus Við áfengissýki

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.