Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.2016, Page 15

Læknablaðið - 01.04.2016, Page 15
 LÆKNAblaðið 2016/102 175 skráð á dánarvottorð. Því höfðu 38 (80,9%) CLL skráð sem aðal- dánarorsök eða sem undirliggjandi orsök. Umræður Sjúklingar greindir með CLL á rannsóknartímabilinu 2003-2013 voru 161 talsins og var nýgengi á Íslandi 4,55/100.000 sem er í sam- ræmi við það sem þekkist í nágrannalöndum.15,16 Hlutfall karla á móti konum var um 2,1:1, en erlendar rannsóknir hafa sýnt hlutfall nálægt 1,7:1.12 Aldur við greiningu var einnig sambærilegur við erlendar rannsóknir.1 Ljóst er eftir vinnslu þessa verkefnis að Krabbameinsskrá hefur hingað til ekki fengið upplýsingar um alla sjúklinga með grein- inguna CLL, en 28 sjúklingar voru ekki í skránni (17,4%). Af þess- um 28 fékk einn greiningu með vefjasýni en 25 með frumuflæði- sjárgreiningu, auk tveggja með greiningu á mergstroki. Af þessu má ráða að miðlun upplýsinga um einstaklinga sem greinast með CLL með frumuflæðisjárrannsókn á Landspítala til Krabbameins- skrár hefur ekki verið ekki viðunandi og úrbóta er þörf. Bundið er í lög (nr. 41/2007 um Landlækni og lýðheilsu) og reglugerð- ir (nr. 548/2008 um Heilbrigðisskrár) að í Krabbameinsskrá skuli skráðar upplýsingar um öll krabbamein sem greinast í sjúklingum hér á landi. Höfundum er þó ekki kunnugt um vanskráningu á öðrum tegundum illkynja meina í Krabbameinsskrá, enda hefur CLL ákveðna sérstöðu meðal illkynja sjúkdóma, sem felst í því að greining krefst ekki vefjasýnis þar sem flæðisjárrannsókn er full- nægjandi sem greiningartæki. Þessi vanskráning á CLL í opinberar skrár er þó ekki bundin við Ísland því að bandarísk rannsókn frá árinu 2001, þar sem nýgengi sjúkdómsins var metið út frá vefjameinafræði og gögnum um krabbameinsmeðferð, leiddi meðal annars í ljós að nýgengi CLL í Arkansas-fylki í Bandaríkjunum var 37,6% hærra en opinberar tölur gáfu til kynna.18 Sömuleiðis greindi sænsk rannsókn frá um 12% vanskráningu CLL-tilfella í sænsku krabbameinsskrána, sér- staklega hjá eldri sjúklingum með vægan sjúkdóm.19 Skoða þarf ít- arlega leiðir til úrbóta á skráningu CLL á Íslandi. Sérstaklega þyrfti að endurskoða hvernig upplýsingar berast frá frumuflæðirann- sóknarstofu og blóðsjúkdómasérfræðingum til Krabbameinsskrár. Eins og áður er getið gefa opinberar tölur frá Krabbameinsskrá til kynna að árlegt nýgengi langvinns hvítblæðis á Íslandi á árun- um 2006-2010 hafi verið 4,9/100.000 hjá körlum og 1,9/100.000 hjá konum.20 Hafa ber í huga að í þessum tölum eru gögn um CLL og CML tekin saman í einn flokk sem langvinnt hvítblæði þó um alls óskylda sjúkdóma sé að ræða. Í þessari rannsókn var reiknað nýgengi CLL á rannsóknartímabilinu 6,14/100.000 hjá körlum og 2,95/100.000 hjá konum sem er hærra en tölur Krabbameinsskrár um langvinnt hvítblæði gefa til kynna. Þessar tölur eru aftur á móti í samræmi við ofangreindar ályktanir um að Krabbameins- skrá vanmeti nýgengi CLL enda skorti upplýsingar um hluta þeirra sjúklinga sem greindust á tímabilinu. Rannsakendur afhentu Krabbameinsskrá gögn um þessa sjúklinga. Það er mat höfunda að ekki sé æskilegt að sameina tölfræði um CLL og CML undir ein- um lið, heldur ætti Krabbameinsskrá að aðgreina tölur um nýgengi þessara ólíku sjúkdóma. Algengasta aðferð til staðfestingar CLL-greiningar var flæði- sjárrannsókn en í um helmingi tilvika var CLL greint með vefja- greiningu. Tíðari notkun flæðisjárrannsóknar við greiningu CLL samanborið við vefjagreiningu má líklega skýra með því að frumuflæðigreining á blóðsýni er minna inngrip en taka vefja- sýnis, auk þess sem flæðisjá getur staðfest einstofna svipgerð eitilfrumnanna, sem er annað af greiningarskilmerkjum CLL. Athyglisvert er að í 7 tilvikum (4,3%) virtist upphafleg CLL-grein- ing vera gerð með smásjárskoðun á frumustroki (mergstroki eða blóðstroki) sem er þó ekki viðeigandi rannsókn til þess að stað- festa CLL greiningu, þar sem ekki fæst skorið úr um hvort um einstofna fjölgun er að ræða. Upplýsingar um sjúkdómseinkenni og -teikn við greiningu fundust hjá 151 sjúklingi og þar af höfðu 67 einkenni. Rúmlega helmingur hópsins greindist því með CLL án þess að hafa ein- kenni CLL samkvæmt skráningu í sjúkraskrá. Þetta hlutfall er nokkuð hátt miðað við tölur frá öðrum löndum, en þar er talað um að hlutfall einkennalausra við greiningu sé 25%.3 Þó verður að hafa í huga að um afturskyggna rannsókn er að ræða og fengust upplýsingar með rýni sjúkraskráa. Algengustu skráðu einkenni/ teikn voru eitlastækkanir og slappleiki, en hlutfall sjúklinga með B-einkenni við greiningu var þó nokkuð hátt (20,4%) í okkar hópi miðað við erlendar tölur (5-10%).3 B-einkenni eru talin benda til lengra gengins sjúkdóms og verri horfa. Þrátt fyrir það var lifun sjúklinga með B-einkenni við greiningu ekki síðri (p=0,821), en þeir voru líklegri til að fá lyfjameðferð við CLL (p<0,001). CLL er mjög sundurleitur sjúkdómur hvað varðar horfur sjúk- linga og hefur ýmsum sterkum forspárþáttum á borð við litninga- breytingar eða ofurstökkbreytingaástand verið teflt fram til þess að aðgreina sjúklinga með vægan og alvarlegan sjúkdóm.21 Skoð- að var í hve mörgum tilvikum mælingar á litningabreytingum eða ofurstökkbreytingaástandi voru gerðar í þýði þessarar rann- sóknar. Í ljós kom að þessar upplýsingar lágu fyrir hjá miklum minnihluta sjúklinga. Því mætti álykta sem svo að þessir forspár- þættir hafi ekki verið taldir mikilvægir/nauðsynlegir við mat á sjúkdómnum eða við val á meðferð hérlendis. Svo virðist reyndar sem enginn einn forspárþáttur eða -aðferð sé almennt ríkjandi við mat á þessum sjúkdómi.21 Útreikningur á Rai-stigun sjúklinga í þessari rannsókn leiddi í ljós að flestir sjúklinganna höfðu lágt sjúkdómsstig við greiningu, eins og búast má við. Enn fremur fengu sjúklingar með lágt Rai-stig síðar meðferð samanborið við sjúklinga með hærra sjúkdómsstig. Skoðun á blóðhag og deilitalningu leiddi í ljós að 85 sjúk- lingar höfðu mælst með eitilfrumufjölda yfir viðmiðunar- mörkum fyrir greiningu CLL. Af þessum hópi hafði rúmur helmingur eitilfrumutalningu yfir 5x109/L sem er annað grein- ingarskilmerkja CLL. Þessir einstaklingar gætu þegar hafa þróað með sér CLL þó sjúkdómurinn hafi ekki greinst fyrr en mánuðum eða árum seinna. Ekki er þó hægt að staðfesta að um einstofna fjölgun eitilfrumna hafi verið að ræða með afturskyggnri skoðun gagna. Ástæður fyrir vægri eitilfrumufjölgun geta verið margar, til dæmis sýkingar eða bólgusjúkdómar. Á sama hátt geta ein- stofna eitilfrumur (MBL) verið til staðar þó eitilfrumufjöldi sé innan viðmiðunarmarka. Athugun á MBL sem forvera CLL krefst framskyggnrar rann- sóknar. Bandarísk rannsókn frá árinu 2009 fylgdist með eitilfrum- um 77.469 heilbrigðra, fullorðinna einstaklinga. Af þeim fengu 45 CLL (allt að 6,4 árum síðar) og þar af höfðu 44 staðfest MBL fyrir R A N N S Ó K N

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.