Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.2016, Side 22

Læknablaðið - 01.04.2016, Side 22
182 LÆKNAblaðið 2016/102 röskunum (ekki ÁÞR) meðal barna reyndist vel að skipta úr flú- voxamíni í flúoxetín.65 Annað ráð er að bæta klómípramíni við.2,19 Hugmyndin á bak við þetta er að sameina serótónvirk áhrif hvers lyfs en að minnka eins og mögulegt er aukaverkanir hvers lyfja- flokks. Mikilvægt er að fylgjast vel með hvort hjartsláttartruflanir komi fram þegar klómípramín er notað. Þegar það er notað ásamt SSRI þarf að sýna enn meiri varkárni þar sem aukin serótónvirk eitrunaráhrif geta komið fram. Hins vegar er mikilvægt að áhætt- an sé vegin miðað við mögulegan skaða af ómeðhöndluðum ein- kennum.2,66 Rannsóknargögn um þessa aðferð eru afar takmörkuð. Meðal barna með ÁÞR hafa eingöngu verið birtar niðurstöður um sjúkratilfelli. Hvað einkenni varðar náðu þátttakendur árangri en skaðleg áhrif, og þá sérstaklega hjartsláttartruflanir, voru einnig greinileg.67,68 Meðal fullorðinna með ÁÞR finnst ein tvíblind slembivalsrannsókn sem sýndi árangur klómípramín+fluoxetín umfram quetiapine+flúoxetín meðal sjúklinga sem ekki höfðu svarað SSRI. Hins vegar var enginn munur milli hópa sem fengu klómípramín+flúoxetín eða lyfleysu+fluoxetín. Þetta bendir til þess að það sé betra að halda áfram meðferð með SSRI í lengri tíma (best með hámarksskammti) áður en meðferð með klómípramíni er prófuð.69 Takmarkað aðgengi að HAM er víða alvarlegt vandamál. Þetta þýðir að á mörgum stöðum í heiminum fá börn og unglingar með ÁÞR eingöngu SSRI-meðferð.36 Fyrir börn sem ekki svara SSRI og ekki hafa verið meðhöndluð með HAM er mun árangursríkara að meðhöndla með HAM+SSRI ef kostur er frekar en að halda áfram meðferð með SSRI eingöngu.70 Úrræði fyrir meðferðarþolið ÁÞR Við skilgreinum það sem meðferðarþolan ÁÞR þegar börn hafa hvorki svarað HAM né SSRI (tvær tilraunir). Fyrir þennan hóp mæla klínískar leiðbeiningar með viðbótarlyfjameðferð eða dag- legum tímum með HAM (intensive CBT).2,19 Rannsóknir á dagleg- um HAM-tímum eru takmarkaðar. Þrjár opnar rannsóknir hafa verið gerðar sem sýna fram á árangur meðal barna með með- ferðarþolna ÁÞR.71-73 Ein slembivalsrannsókn sýndi að daglegir tímar í þrjár vikur gætu borið meiri árangur, þar sem fleiri börn svöruðu meðferðinni eða náðu bata.74 Viðbótarlyfjameðferð felur í sér notkun á öðrum lyfjum en SSRI sem kunna að bæta árangur með annars konar verkun/verkun á boðefni önnur en serótónín. Taugafræðilegar rannsóknir sýna að auk serótóníns eru fleiri taugaboðefni sem kunna að koma við sögu í ÁÞR, eins og glútamat17 og dópamín.18 Rannsóknargögn eru hins vegar af skornum skammti. Notkun þeirra hefur ekki verið viðurkennd, hvorki af bandarísku né evrópsku lyfjastofnununum. Annarrar kynslóðar geðrofslyf Ein algengasta viðbótarmeðferð fyrir ÁÞR eru annarrar kynslóðar geðrofslyf (atypical antipsychotics). Virkni þeirra tengist hömlun á viðtökum dópamíns. Tvíblindar slembivalsrannsóknir hafa ver- ið gerðar meðal fullorðinna með ÁÞR sem sýna fram á árangur risperidón (Risperdal, Ríson, Risperidón, Risperidon), aripiprasól (Abilify, Lemilvo, Aripiprazol, Aripiprazole), quetiapine (Seroquel, Quetiapin, Quetiapine), olanzapine (Zyprexa, Zyprexa Velotab, Kozylex, Lazapix, Zalasta) og haloperidol (haldol) (fyrstu kynslóð- ar geðrofslyf).18,75 Meðal fullorðinna með ÁÞR eru áhrif þessara lyfja meiri hjá þeim sem hafa kipparöskun sem fylgiröskun.75 Meðal barna með ÁÞR finnast engar samanburðarrannsóknir. Það er ekki sjálfsagt mál að álykta að þessi lyf hafi sömu áhrif á börn. Til þess þarf að líta svo á að einkennamynd ÁÞR sé ekki bara eins meðal barna og fullorðinna, heldur einnig boðefnakerfi, en hjá börnum er boðefnakerfið ekki fullþroskað eins og hjá full- orðnum.76 Einu rannsóknirnar sem eru tiltækar meðal barna með ÁÞR eru raunlýsandi rannsóknir (naturalistic) á notkun risperidón og aripiprasól til viðbótar við SSRI og benda þær niðurstöður til árangurs.77-80 Til að mynda komu í ljós í einni samanburðarrann- sókn (ekkert slembival) á börnum með ÁÞR og kipparöskun (n=69) svipuð jákvæð áhrif af risperidón og aripiprasól. Hins vegar voru alvarlegar aukaverkanir af risperidón mun meiri. Þetta voru auka- verkanir á borð við alvarlegar efnaskiptabreytingar, þyngdaraukn- ingu og óæskileg róandi áhrif (sedation) en aripiprasól hafði frekar í för með sér vægt/miðlungs hömluleysi.77 Rannsóknir á sjúkratil- fellum sýna einnig árangur af meðferð með risperidón.81-83 Margir þátttakendur í þessum rannsóknum höfðu hins vegar aldrei verið meðhöndlaðir með HAM og því ekki víst að ávinningur af risper- idón hefði verið jafn mikill ef þeir sem svara eða fá bata með HAM hefðu verið teknir út úr rannsókninni. Nýleg tvíblind slembivals- rannsókn á fullorðnum með ÁÞR sem ekki svöruðu SSRI (höfðu aldrei fengið HAM) sýndi að þeir sem voru valdir af handahófi í SSRI+HAM svöruðu mun betur en þeir sem héldu áfram með SSRI en fengu risperidón til viðbótar.84 Þannig að með því að taka bæði mögulegan ávinning og skaðleg áhrif til greina þá mælum við með að annarrar kynslóðar geðrofslyf verði ekki notuð meðal barna með ÁÞR án þess að búið sé að prófa HAM (með viðun- andi hætti og með hæfum meðferðaraðila) og SSRI (tvær tilraun- ir). Áhættuna af ómeðhöndluðum og alvarlegum einkennum þarf að vega á móti mögulegum skaðlegum áhrifum þessara lyfja. Við mælum með því að fylgja ráðleggingum sérfræðinga.85 Önnur lyfjameðferð Aðrar mögulegar meðferðarleiðir fyrir meðferðarþolið ÁÞR2 eru örvandi lyf (stimulants), gabapentín, súmatriptan, píndólól, morfín, tramadól, anfranal, inósítól, ípíöt, Jóhannesarjurt (St. John’s wort), N-acetylcysteine86 og glútamat-mótlyf (glutamate antagonists) á borð við memantín (Memantine) og rílúsól (riluzole) 107).87 Einnig hafa komið fram hugmyndir um mögulegan ávinning af því að skipta í serótónín-noradrenalín endurupptökuhamla (SNRI) (venlafaxín og dúloxetín). Tvíblindar slembivalsrannsóknir meðal fullorðinna benda þó ekki til þess að venlafaxín sé áhrifaríkara en paroxetín (SSRI).88 Í framhaldsrannsókn á sömu sjúklingum sem ekki svör- uðu meðferð kom í ljós betri árangur ef skipt var úr venlafaxíni í paroxetín en ef skipt var úr paroxetíni í venlafaxín.89 Hins vegar er mögulegt að serótónín-tengd gen spái fyrir um hvaða sjúklingar svari SSRI/SNRI.90 Önnur meðferðarleið sem hefur verið reynd meðal fullorðinna er að auka SSRI-skammtinn meira en sem nem- ur ráðlögðum dagsskammti. Ein tvíblind slembivalsrannsókn meðal fullorðinna með ÁÞR sem ekki höfðu svarað SSRI sýndi að Y F I R L I T

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.