Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.2016, Qupperneq 27

Læknablaðið - 01.04.2016, Qupperneq 27
S J Ú K R A T I L F E L L I LÆKNAblaðið 2016/102 187 Inngangur Bogagöng innra eyrans eru þrjú talsins og mikilvægur hluti jafnvægiskerfis líkamans. Rof á efri bogagöngum (superior canal dehiscence) er sjaldgæf orsök heyrnar- deyfu og svima.1,2 Fáir hafa greinst á Íslandi. Níu Ís- lendingar hafa farið í aðgerð í lækningatilgangi (apríl 2015). Fjórir fyrstu sjúklinganir sem þurftu aðgerð fóru til Baltimore í Bandaríkjunum. Hinir 5 fóru í aðgerð hér á landi og er hér lýst einu þeirra tilfella. Tilfellið 28 ára hraust kona hafði fundið fyrir svima og hellu fyrir vinstra eyra um þriggja mánaða skeið. Sviminn lýsti sér sem sundl (dizziness). Sjónsviðið hreyfðist og virtist við nánari skoðun gera það í takt við hjartslátt- inn. Helst gerðist það þegar höfðinu var snúið langt yfir til annarrar hvorrar hliðarinnar. Einnig varð þessara sjónsviðsáhrifa vart við utanaðkomandi áreiti, svo sem titring. Viðkomandi leitaði til mismunandi lækna sem gerðu ýmsar rannsóknir án þess að greining fengist. Meðal annars var gerð segulómskoðun (magnetic reson- ance imaging) af höfði til að útiloka meinsemdir og kom sú rannsókn eðlilega út. Við frekari eftirgrennslan kom í ljós að einkennin voru töluvert meiri en sjúklingur- inn hafði í fyrstu látið uppi. Hluti þess var að hún hafði hreinlega ekki áttað sig á að ástandið væri svo óeðlilegt sem raun bar vitni. Til að mynda var ljóst að viðkomandi var með talsverða sjálfheyrn (autophony). Það lýsti sér þannig að sjúklingurinn heyrði stöðugt eigin hjartatóna og hreyfingar um hálsliði. Þá heyrðist einnig marrandi hljóð við allar augnhreyfingar. Það var orðið óbærilegt fyrir sjúklinginn að tala þar sem eigin rödd glumdi í höfðinu. Rof á efri bogagöngum innra eyra (superior canal dehiscence) getur valdið sérstæðri einkennamynd, það er heyrnardeyfu, svima og sjálfheyrn (autophonia). Hægt er að lækna sjúklinginn með skurðaðgerð. 28 ára hraust kona leitaði til ýmissa lækna um nokkurra mánaða skeið vegna hellu fyrir vinstra eyra, svima og sjálfheyrnar. Einkennin höfðu ágerst. Uppvinnsla leiddi í ljós rof á efri bogagöngum vinstra eyra. Fór sjúklingurinn í aðgerð og löguðust einkennin. Töf getur orðið á grein- ingunni enda um sjaldgæfan sjúkdóm að ræða. Mikilvægt er að hafa rof á efri bogagöngum í huga þegar sjúklingar með þessi einkenni leita læknis. ÁGRIP Fór svo að sjúklingnum var beint til sérfræðings á háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala. Fór þar fram ítarleg uppvinnsla. Fólst skoðunin meðal annars í að viðkomandi læknir setti tónkvísl á sköflungshnyðju (malleolus medialis) sjúklingsins sem heyrði þá greini- lega hljóðið frá titrandi tónkvíslinni í vinstra eyra sínu. Heyrnarmæling sýndi góða heyrn, sjá mynd 1. Því næst var gert Tullio-próf. Í því felst að athuga hvort sjúklingurinn fái augntif (nystagmus) við hávaðaáreiti. Reyndist það vera jákvætt í þessu tilfelli og komu fram bæði talsvert augntif og svimi við prófunina. Greiningin fékkst svo með háskerpu tölvusneið- myndum af klettbeinum (temporal bones) sem sýndu fram á eyðingu beins í efri bogagöngunum, sjá mynd 2. Sjúklingurinn fór í framhaldinu í skurðaðgerð þar sem þétt var með eigin bandvef og beinmulningi þar sem rofið hafði orðið. Aðgerð sem þessi er gerð í gegn- um opnun á höfuðkúpu ofanfrá og gatið síðan staðfest nákvæmlega með staðsetningartæki (navigation system). Rofið þótti stórt, eða um 6 millimetrar að lengd, sjá Greinin barst 12. nóvember 2015, samþykkt til birtingar 9. mars 2016. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Rof á efri bogagöngum – sjúkratilfelli Bryndís Baldvinsdóttir1, Martina Vigdís Nardini1, Ingvar Hákon Ólafsson2, Ólafur Guðmundsson3, Sigurður Stefánsson3 Höfundar eru öll læknar. 1Skurðlækningasviði, 2heila- og taugaskurðdeild, 3háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala. Fyrirspurnir: Bryndís Baldvinsdóttir bryndisbaldvins @gmail.com http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.04.76 Mynd 1. Heyrnarmæling sýndi fram á góða heyrn á báðum eyrum. Ljós- bláa línan sýnir óvenju góða beinleiðni á vinstra eyra. Höfundar fengu samþykki sjúklings fyrir þessari umfjöllun og birtingu.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.