Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.2016, Side 35

Læknablaðið - 01.04.2016, Side 35
LÆKNAblaðið 2016/102 195 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson FOODLOOSE Ráðstefna um mataræði og lífsstílssjúkdóma Þrír íslenskir læknar eru meðal þeirra sem standa að alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu þann 26. maí næstkomandi um mataræði og lífsstílssjúkdóma. Á ráð- stefnunni, sem ber heitið Foodloose, munu heimsþekktir sérfræðingar nálgast þetta mikilvæga efni frá ýmsum sjón- arhornum. Íslensku læknarnir eru Axel F. Sigurðsson hjartalæknir, Guðmundur Jóhannsson lyf- og bráðalæknir og Kjart- an Hrafn Loftsson almennur læknir. „Ástæðan fyrir því að við réðumst í þetta er sú að við erum að sjá sívaxandi bylgju krónískra sjúkdóma hér á Íslandi sem helst í hendur við þróunina í öðrum lönd- um. Ef svo fer sem horfir mun þetta að fáeinum áratugum liðnum gleypa stærstan hluta þeirra fjármuna sem settir eru heil- brigðiskerfið eins og við þekkjum það í dag. Þetta eru fjárfrekir sjúkdómar, lyfin eru dýr og meðhöndlunin tekur í rauninni aldrei enda, þar sem í flestum tilfellum er ekki um lækningu að ræða heldur stöð- uga meðferð,“ segir Guðmundur og bætir því við að þrátt fyrir mikla og stöðuga samfélagsumræðu um hollt mataræði og alls kyns hreyfingu virðist þróunin halda áfram. Auk þess eru upplýsingarnar svo misvísandi að almenningur á í erfiðleik- um að vita í hvorn fótinn hann á að stíga. Málþingið Foodloose er opið öllum sem áhuga hafa þó sjónum sé fyrst og fremst beint að heilbrigðisstarfsfólki sem vill „Við höfum áhuga á að fjalla um áhrif mataræðis á langvinna lífsstílssjúkdóma og vekja athygli á niðurstöðum nýlegra rannsókna og kenninga á þessu sviði. Því ákváðum við að fá viðurkennda og þekkta fræði- og vísindamenn á þessu sviði til að tala á ráðstefnunni,“ segja læknarnir Axel F. Sigurðsson, Guðmundur Jóhannsson og Kjartan Hrafn Loftsson um ráðstefnuna „Foodloose: Processing The Science of Sugar, Fat And The Modern Diet” sem haldin verður í Hörpu 26. maí í vor.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.