Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2016, Síða 37

Læknablaðið - 01.04.2016, Síða 37
LÆKNAblaðið 2016/102 197 ef við eigum að snúa þeirri þróun við sem orðin er að tíðni offitu íslenskra barna er með þeim hærri í Evrópu.“ Guðmundur: „Sjónarmið matvælaiðnaðarins eru skiljanleg þar sem fitulaus matur bragðast ekki nærri eins vel, því þurfti að bragðbæta hann með sykri eða sætuefnum. Unnar matvörur eru reyndar oft á tíðum næringarsnauð orka, ónáttúruleg fæða sem mannslík- aminn á erfitt með að vinna úr á réttan hátt.“ Skrýtin saga og full af rangfærslum Axel: „Almenningur á erfitt með að átta sig þegar sí- fellt er verið að breyta skilaboðunum. Það sem áður var bannvara er nú orðið hollt og það má búast við að fólk hætti að taka þetta alvarlega og borði bara það sem sagt er óhollt í dag enda verði það líklega sagt hollt eftir nokkur ár. Við sérfræðingarnir erum í hálfgerðri varnarstöðu þar sem það vorum ekki við heldur stjórn- málamennirnir sem tóku þessar lýðheilsuákvarðanir á sínum tíma í trássi við aðvaranir vísindamanna sem sögðu að það væri ekki búið að rannsaka áhrif fitu og sykurs nægilega vel til að geta fullyrt nokkuð um áhrifin. Nú hefur ýmislegt nýtt komið á daginn en það getur verið erfitt að koma þeim upplýsingum á fram- færi, meðal annars vegna mótstöðu ýmissa hagsmuna- aðila sem hafa aðlagast eldri ráðleggingum. Þess vegna er viðfangsefni Foodloose svo mikilvægt fyrir lýðheilsu okkar í dag. Einn af fyrirlesurunum okkar, Tommy Wood, segir reyndar að ef fólk leggur áherslu á að borða fersk matvæli sé í rauninni lítil hætta á að maður geri vitleysur. Ferskt grænmeti og ávextir, egg, fiskur og kjöt, en ekki vörur eins og kex og kökur eða önnur inn- pökkuð matvæli sem oft innihalda transfitur, viðbættan sykur, salt og rotvarnarefni sem auka geymsluþol, er í rauninni heppilegasta mataræðið. Egg eru til að mynda fæða sem maðurinn hefur neytt í árþúsundir en svo komu fram kenningar á sjötta áratug síðustu aldar um að þau væru sérlega hættuleg vegna kólesterólinni- halds. Þessu trúðum við í 50 ár en nú vitum við betur og egg eru ein hollasta uppspretta próteina og vítamína sem hægt er að fá.“ Guðmundur: „Höfuðsmiður þeirrar kenningar á sjöunda áratug síðustu aldar að kólesteról í blóði væri aðalorsök hjarta- og æðasjúkdóma, Ancel Keys, lét hafa eftir sér árið 1997 að kólesteról í fæðu skipti ekki máli nema viðkomandi væri kjúklingur eða kanína. Hann bætti því einnig við að þetta hefði verið vitað allan tímann en það er fyrst núna sem kólesteról er að detta út af lista yfir næringarefni sem þarf að hafa gát á í matvælum í Bandaríkjunum. Þetta dæmi er eitt af mörgum í næringarsögu undanfarinna áratuga sem er mjög skrýtin og full af rangfærslum þar sem pólitík og hagsmunir hafa litað hina vísindalegu umræðu á mjög ósvífinn hátt.“

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.