Læknablaðið - 01.04.2016, Page 46
206 LÆKNAblaðið 2016/102
Fámennt félag en góðmennt
Elsa B.
Valsdóttir
elsava@landspitali.is
skurðlæknir,
lektor við læknadeild HÍ
Formaður Félags
íslenskra
ristilskurðlækna
Félag íslenskra ristilskurðlækna var
stofnað 26. nóvember 2012. Stofnfélagar
voru 5. Hvatamaðurinn að stofnun fé-
lagsins var Tryggvi Björn Stefánsson og
var hann fyrsti formaður þess. Tilgangur
félagsins er þríþættur: að stuðla að sam-
heldni, félagslegri og faglegri samvinnu
félagsmanna; að miðla upplýsingum til
félagsmanna og annarra um það er varðar
ristilskurðlækningar og hlutverk þeirra; að
stuðla að samvinnu við erlend fagfélög þar
sem ristilskurðlæknar starfa.
Í dag eru meðlimir í félaginu 6 tals-
ins og starfa þeir allir á Landspítala við
Hring braut. Vegna þess hve fá við erum er
ekki mikið um sérhæfingu, allir þurfa að
geta sinnt öllu. Þó er nokkur blæbrigða-
munur í starfi þar sem sumir sinna fleiri
sjúklingum með bólgusjúkdóma í görn,
aðrir sinna fleiri grindarbotnsvanda-
málum og enn aðrir hafa sérþekkingu
í aðgerðum um endaþarm með smásjá
(transanal endoscopic microsurgery, TEM).
Það er einmitt þessi síðasttalda aðgerðar-
tækni ásamt kviðsjárspegluninni sem hef-
ur verið helsta framfaraskrefið í aðgerðum
á ristli og endaþarmi síðastliðin ár. Að-
gerðir með minniháttar inngripi (minimally
invasive surgery) hafa átt erfiðara uppdrátt-
ar í aðgerðum á neðri hluta meltingar-
vegar en þeim efri um allan heim, án þess
þó að á því sé nein einhlít skýring. Það er
þó alveg óumdeilt og sannað í fjölda al-
þjóðlegra rannsókna að kviðsjáraðgerðir á
ristli eru jafnöruggar fyrir sjúklinginn og
opnar aðgerðir, hvort sem litið er til fylgi-
kvilla eða árangurs krabbameinsaðgerða.
Það verða færri sárasýkingar og færri
kviðslit, færri innlagnir vegna garnastíflu
á grunni samvaxta, sjúklingurinn er fljót-
ari á fætur og getur farið aftur til þátttöku
í daglegu lífi fyrr. Það er því mikið fagn-
aðarefni að sjá hversu hlutfall kviðsjárað-
gerða á ristli á Landspítala hefur aukist og
er það nú svo að meirihluti ristilaðgerða
er gerður með minniháttar inngripi. Það
er árangur sem jafnast á við það besta sem
gerist erlendis á sérhæfðum deildum.
Samvinna við erlend fagfélög hefur
formlega verið mest við European Soci-
ety of Coloproctology (ESCP). Þar sem
félagið er landssamtök hefur það rétt á að
tilnefna einn aðila til að sitja í stjórn ESCP
og hafa þannig áhrif á stefnumótun þess.
Félagsmenn eru allir meðlimir og sækja
þing þess reglulega. Við höfum tekið þátt
í tveimur alþjóðlegum rannsóknum með
ESCP. Í fyrra lögðum við til sjúklinga í
fjölsetrarannsókn um brottnám á hægri
hluta ristils og í ár tökum við þátt í svip-
aðri rannsókn á samanburði á aðferðum
við lokun á lykkjustóma. Við stefnum að
því að halda þessu rannsóknarsamstarfi
áfram. Af öðrum samtökum má nefna nor-
rænt samstarf og þátttöku í starfi Europe-
an Association of Endoscopic Surgery
(EAES) en það hefur verið meira á vegum
einstakra meðlima en félagsins sjálfs.
Heitasta málið framundan varðandi
sjúkdóma í ristli og endaþarmi er fyrir-
huguð skimun fyrir krabbameini. Þetta
mál hefur verið allt of lengi í farvatninu
og löngu kominn tími á aðgerðir. Alþingi
ályktaði árið 2007 að hefja ætti skimun
enda hafa allar rannsóknir, bæði austan-
hafs og vestan, sýnt að það er ávinningur
af því að skima. Ráðgjafahópur heilbrigð-
isráðherra skilaði sinni skýrslu 2008 en
síðan hefur lítið gerst. Krabbamein í ristli
og endaþarmi er 8,5% allra greindra ill-
kynja æxla í heiminum. Ísland telst vera
á há-áhættusvæði fyrir þennan sjúkdóm
en munur á nýgengi milli há-áhættu og
lág- áhættusvæða er allt að 20-faldur.
Munurinn er fyrst og fremst landfræði-
legur þar sem vestræn ríki falla undir
há-áhættusvæði. Meðal annarra áhættu-
þátta en búsetu eru hækkandi aldur,
fjölskyldusaga, saga um bólgusjúkdóma
í ristli, offita og hreyfingarleysi. Matar-
æði hefur oft verið tengt við krabbamein
í ristli og endaþarmi og þá sérstaklega
mikil neysla á fitu og rauðu kjöti og lítil
neysla á trefjum en þetta er erfitt að
sanna. Það sem er svo hættulegt við þetta
krabbamein er að einkenni koma seint og
oft er sjúkdómurinn það langt genginn
þegar einkenni koma fram að lækning
er ekki möguleg. Krabbamein í ristli og
endaþarmi uppfyllir hins vegar öll skilyrði
sem sjúkdómur sem hentar fyrir skimun:
sjúkdómurinn er algengur, þetta er þriðja
algengasta krabbameinið í báðum kynjum
en árlega greinast um 135 einstaklingar
með sjúkdóminn á Íslandi og 55 deyja og
nýgengið fer vaxandi; það er til einföld
og örugg greiningaraðferð; hann hefur
forstig í formi sepa þannig að hægt er að
koma í veg fyrir sjúkdóminn með því að
finna sepana og fjarlægja þá; það er til góð
meðferð við krabbameininu og margar
rannsóknir í mörgum löndum hafa sýnt
að skimun bætir lifun og að kostnaður við
skimun er lægri en kostnaður við meðferð.
Krabbameinsfélag Íslands hefur nú tekið
þetta mál upp á sína arma, hefur unnið
töluverða undirbúningsvinnu og hyggst
hefja skimun á næstunni og er það vel.
Ristilskurðlæknafélagið hefur gert sitt til
að hvetja heilbrigðisyfirvöld til að standa
vel og vandlega að þessu verkefni.
Félag íslenskra ristilskurðlækna