Læknablaðið - 01.09.2016, Qupperneq 7
Niðurstöður gagnreyndra rannsókna
styrktar af klínískri reynslu
Nú einnig við segamyndun í
djúp bláæðum (DVT)
Rannsókn á sjúklingum með DVT, XALIA, sýnir að klínísk reynsla
endurspeglar niðurstöður skráningarrannsóknar á Xarelto1.
Rannsóknin XANTUS hafði sýnt fram á hið sama hjá sjúklingum
með gáttatif án lokusjúkdóms2.
XALIA er fyrsta rannsókn sinnar tegundar á NOACa við segamyndun
í djúpbláæðum. Hún er stór, framsýn áhorfsrannsókn þar sem fleiri
en 5.000 sjúklingum með DVT var fylgt eftir1,b.
Xarelto – til inntöku
Eitt lyf frá fyrsta degi3
a NOAC = novel oral anticoagulant
b Meðferð við segamyndun í djúpbláæðum (DVT) og segareki
í lungum (PE) og til að fyrirbyggja endurtekna segamyndun í
djúpbláæðum og segarek í lungum hjá fullorðnum
Heimildir:
1. Ageno W., Mantovani L., Haas S. et al;
www.thelancet.com/haematology Published online
December 7, 2015.
2. Camm A.J., Amarenco P., Haas S. et al;
European Heart Journal, doi:10.1093/eurheartj/ehv466
3. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Xarelto
L.IS.MKT.03.2016.0107
LÆKNAblaðið 2016/102 375
R I T S T J Ó R N A R G R E I Nhttp://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.09.93
Góð heilsa er gulli betri. Án góðrar heilsu
er erfitt að njóta lífsins til fulls. Fyrir síð-
ustu kosningar voru heilbrigðismál í sviðs-
ljósinu og eitt af meginstefnumálum flestra
flokka. Eftir kosningar hefur sumum þótt
skorta á að efndir fylgdu að fullu gefnum
fyrirheitum.
Það er nauðsynlegt að geta litið fram á
veg þegar kemur að skipulagi heilbrigð-
iskerfisins og úthlutun fjármuna til þess
rekstrar. Óstöðugleiki og illa ígrundaðar
skyndiákvarðanir hæfa illa. Við þekkj-
um það því miður of vel hvernig nýjar og
óvæntar kröfur um sparnað og niðurskurð
dundu á heilbrigðiskerfinu ár hvert í kjöl-
far bankahrunsins. Slíka óvissutíma viljum
við ekki sjá aftur.
Um miðjan ágúst samþykkti ríkisstjórn-
armeirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknar-
flokks á Alþingi nýja ríkisfjármálaáætlun
fyrir árin 2017 til 2021. Stjórnarandstöðu-
flokkarnir voru einhuga í andstöðu sinni
við hina nýju áætlun. Þótt ríkisfjármála-
áætlun sé ekki ígildi fjárlaga er hún vissu-
lega leiðarljós um það hvert stefna skuli
á næstu árum. Þegar framtíðarstefna er
mótuð í mikilvægum málaflokkum, svo
sem heilbrigðismálum, er nauðsynlegt að
um hana sé breitt samkomulag milli ólíkra
stjórnmálaafla.
Það er ekki nóg að krefjast aukinnar
skilvirkni með kröfum um aukin afköst
heilbrigðisstarfsmanna, það þarf að auka
raunfjárframlög til heilbrigðismála. Með
öðrum orðum þarf að setja heilbrigðismálin
framar í forgangsröðina þegar skatttekjum
ríkissjóðs er skipt. Það er almennur vilji Ís-
lendinga að hlutfallslega meiri fjármunum
verði varið til heilbrigðismála. Íslendingar
hafa undanfarin ár varið liðlega 8,5% af
vergri landsframleiðslu (VLF) til heilbrigð-
ismála. Kári Stefánsson læknir gekkst fyrir
undirskriftasöfnun þar sem mælst var til
þess að 11% af VLF færu til heilbrigðismála.
Undir þessa áskorun skrifuðu 87.000 kosn-
ingabærir Íslendingar.
Íslenskt heilbrigðiskerfi stendur frammi
fyrir mörgum áskorunum á komandi
árum. Þeirra á meðal eru breytt aldurs-
samsetning íslensku þjóðarinnar með hlut-
fallslegri fjölgun aldraðra, aukin þjónustu-
þörf, vaxandi óskir almennings um gott
aðgengi og örugga heilbrigðisþjónustu.
Nýjar læknismeðferðir sem geta verið afar
kostnaðarsamar hafa komið fram, auk þess
sem við búum við samkeppni frá útlöndum
um hæfasta starfsfólkið. Þessu til viðbótar
er nauðsynlegt að lækka kostnað sjúklinga
við að nýta sér þjónustu heilbrigðiskerfis-
ins. Nú borga sjúklingar úr eigin vasa 18%
af þeim heildarfjármunum sem varið er
til heilbrigðismála. Alvarleg veikindi eru
högg fyrir hvern sem fyrir slíku verður
og ótækt er að þungur fjárhagslegur baggi
leggist þar á ofan.
Eins og að framan greinir hefur verið
samþykkt ný ríkisfjármálaáætlun til næstu
5 ára. Vissulega má lesa ýmislegt jákvætt út
úr henni. Nokkur atriði má tiltaka:
• Byggingarframkvæmdir við meðferð-
arkjarna Landspítala verði boðnar
út árið 2018 og framkvæmdir verða
komnar á skrið frá og með árinu 2019.
• Bætt verður aðstaða við sjúkrahúsið á
Akureyri með nýrri legudeild.
• 1,8% af veltu verður ætluð til viðhalds
og tækjakaupa.
• Heilsugæslan verður styrkt og efld
sem fyrsti viðkomustaður innan heil-
brigðisþjónustunnar.
Þegar útgjaldarammi ríkisfjármálaáætl-
unar er skoðaður verður maður hins vegar
eilítið hugsi. Að neðan má sjá skiptingu
heilbrigðisútgjalda eftir útgjaldasviðum og
hvernig gert er ráð fyrir að útgjöldin þróist
á næstu 5 árum. Allar tölur í töflunni eru
á verðlagi ársins 2016 (í milljónum króna).
Þannig má sjá að árið 2017 er gert ráð
fyrir að liðlega 176 milljarðar af tæplega 600
(29,5%) fari til allra heilbrigðismála borið
saman við liðlega 200 af 661 milljarði árið
2021 (30,3%).
Áætlað er að flestir liðir tengdir heil-
brigðisþjónustu standi hlutfallslega í stað
nema sjúkrahúsaþjónusta (liður 23). Hækk-
un á þeim lið skýrist hins vegar líklega að
mestu af fjárfestingum í hönnun og ný-
byggingum fyrir Landspítalann við Hring-
braut. Það eru því ákveðin vonbrigði að
meiri áhersla sé ekki lögð á heilbrigðiskerf-
ið og að því skuli ekki vera forgangsraðað
umfram annan ríkisrekstur. Verkefnin eru
stór framundan og það þarf augljóslega
meira fjármagn til að kljást við þau.
Almenningur vill að heilbrigðiskerfi
okkar standi í fremstu röð hvað varðar
þjónustu, gæði og öryggi, það hafa skoð-
anakannanir ótvírætt sýnt á undanförnum
árum. Heilbrigðismálin voru eitt af hita-
málum síðustu kosninga og nauðsynlegt
er að þau verði eitt aðalmál komandi kosn-
inga. Vissulega hefur okkur miðað fram
á veg undanfarin ár. En betur má ef duga
skal, enda fjöldamörg verk óunnin.
Heimild
Fjármála- og efnahagsráðuneytið: Opinber fjármál 2017-2021.
Fjármálastefna og fjármálaáætlun. fjarmalaraduneyti.is/
media/frettatengt2016/Opinber-fjarmal-2017-2021.pdf
In the eve of general election
Þorbjörn Jónsson
MD, PhD, Consultant in Immunology
and Transfusion Medicine
Landspitali University Hospital, Reykjavík
thorbjor@landspitali.is
Í aðdraganda kosninga
Þorbjörn
Jónsson
sérfræðingur í ónæmisfræði
og blóðgjafarfræði
Formaður Læknafélags Íslands
Málefnasvið 2017 2021
23 – Sjúkrahúsaþjónusta 77.171 91.610
24 – Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa 38.866 42.338
25 – Hjúkrunarþjónusta og endurhæfingarþjónusta 42.106 46.495
26 – Lyf og lækningavörur 18.426 20.277
Samtals til heilbrigðismála 176.569 200.720
Samtals frumgjöld innan ramma 598.852 661.834